Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 12:30 Ísland - Danmörk Þjóðardeildin Laugardalsvöllur ksí Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. Ísland hefur frá stofnun Þjóðadeildarinnar leikið í efstu deild, A-deild. Það er vegna þess hve góðum árangri liðið hafði náð síðustu árin fram að því að keppninni var hleypt af stokkunum haustið 2018. Í slagnum við sum af allra bestu liðum heims hefur uppskeran í Þjóðadeildinni verið rýr, núll stig í sjö leikjum. Ísland virtist fallið úr A-deild eftir fyrstu keppnina í Þjóðadeildinni, eftir töpin gegn Sviss og Belgíu, en UEFA ákvað að stækka A-deildina úr 12 liðum í 16 lið og því hélt Ísland sæti sínu. Í keppninni í ár hefur Ísland tapað fyrri þremur leikjum sínum af sex. Ef Ísland tapar gegn Belgíu á miðvikudag, og Danmörk vinnur England, er ljóst að Ísland endar neðst í 2. riðli og fellur (nema auðvitað að A-deild verði enn stækkuð, sem er afskaplega ólíklegt). Danmörk er með 4 stig og það virðist helst von til þess að Ísland geti haldið sæti sínu í keppninni á kostnað Dana, þó það sé orðið mjög ólíklegt eftir 3-0 tapið gegn þeim í gær. Keppnin í ár hjálpar Íslandi ekki á HM Það er svo ekki með öllu ljóst hvaða máli það skiptir að vera í B-deild í stað A-deildar í næstu Þjóðadeild, sem fram fer frá júní til september 2022 vegna þess að HM er undir lok þess árs. Ísland fengi vissulega viðráðanlegri andstæðinga í B-deild, sem einhverjir gætu talið kost. Ísland gæti hins vegar ekki orðið Þjóðadeildarmeistari, það geta aðeins lið í A-deild. Stór kostur við að vera í A-deild í síðustu Þjóðadeild er að það tryggði Íslandi sæti í EM-umspilinu sem nú er í gangi. Hins vegar er óvíst að sama fyrirkomulag verði varðandi undankeppni EM 2024. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði Íslands á gullaldarárum liðsins. Með sigri á Ungverjalandi 12. nóvember gæti Aron leitt Ísland á þriðja stórmótið í röð.vísir/vilhelm Það er ljóst að betra hefði verið fyrir Ísland að vera í B-deild Þjóðadeildar í ár, upp á að komast á HM 2022. Í gegnum Þjóðadeildina núna fást nefnilega tvö sæti í HM-umspili, fyrir tvö lið sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni (en komast ekki á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina á næsta ári). Hver sigur telur á heimslista Fleira en vera í A-deild er í húfi í þeim þremur leikjum sem eftir eru í Þjóðadeildinni hjá Íslandi. Hver leikur skiptir máli upp á röðun á heimslista FIFA. Staðan þar í nóvember ræður því í hvaða styrkleikaflokki Ísland verður þegar dregið verður í undankeppni HM 2022. Ísland er, eftir sigurinn gegn Rúmeníu og tapið gegn Danmörku, í 23. sæti af Evrópuþjóðum á heimslista FIFA. Ísland þarf því aðeins að fara upp um þrjú sæti til að komast í 2. styrkleikaflokk og losna þar með við sterkan mótherja í undankeppni HM á næsta ári. Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34 Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40 Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik. 11. október 2020 21:12 Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér „Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. 11. október 2020 21:14 Fjórir lykilmenn ekki með gegn Belgum Fjórir lykilmenn verða fjarverandi þegar íslenska landsliðið mætir því belgíska á miðvikudaginn. 11. október 2020 21:24 Höfðum heppnina með okkur í fyrstu tveimur mörkunum Christian Eriksen var ánægður með frammistöðu danska liðsins í 3-0 sigrinum gegn Íslandi í kvöld en viðurkenndi að Danir hefðu haft heppnina með sér í fyrsta og jafnvel öðru marki leiksins. 11. október 2020 21:36 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. Ísland hefur frá stofnun Þjóðadeildarinnar leikið í efstu deild, A-deild. Það er vegna þess hve góðum árangri liðið hafði náð síðustu árin fram að því að keppninni var hleypt af stokkunum haustið 2018. Í slagnum við sum af allra bestu liðum heims hefur uppskeran í Þjóðadeildinni verið rýr, núll stig í sjö leikjum. Ísland virtist fallið úr A-deild eftir fyrstu keppnina í Þjóðadeildinni, eftir töpin gegn Sviss og Belgíu, en UEFA ákvað að stækka A-deildina úr 12 liðum í 16 lið og því hélt Ísland sæti sínu. Í keppninni í ár hefur Ísland tapað fyrri þremur leikjum sínum af sex. Ef Ísland tapar gegn Belgíu á miðvikudag, og Danmörk vinnur England, er ljóst að Ísland endar neðst í 2. riðli og fellur (nema auðvitað að A-deild verði enn stækkuð, sem er afskaplega ólíklegt). Danmörk er með 4 stig og það virðist helst von til þess að Ísland geti haldið sæti sínu í keppninni á kostnað Dana, þó það sé orðið mjög ólíklegt eftir 3-0 tapið gegn þeim í gær. Keppnin í ár hjálpar Íslandi ekki á HM Það er svo ekki með öllu ljóst hvaða máli það skiptir að vera í B-deild í stað A-deildar í næstu Þjóðadeild, sem fram fer frá júní til september 2022 vegna þess að HM er undir lok þess árs. Ísland fengi vissulega viðráðanlegri andstæðinga í B-deild, sem einhverjir gætu talið kost. Ísland gæti hins vegar ekki orðið Þjóðadeildarmeistari, það geta aðeins lið í A-deild. Stór kostur við að vera í A-deild í síðustu Þjóðadeild er að það tryggði Íslandi sæti í EM-umspilinu sem nú er í gangi. Hins vegar er óvíst að sama fyrirkomulag verði varðandi undankeppni EM 2024. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði Íslands á gullaldarárum liðsins. Með sigri á Ungverjalandi 12. nóvember gæti Aron leitt Ísland á þriðja stórmótið í röð.vísir/vilhelm Það er ljóst að betra hefði verið fyrir Ísland að vera í B-deild Þjóðadeildar í ár, upp á að komast á HM 2022. Í gegnum Þjóðadeildina núna fást nefnilega tvö sæti í HM-umspili, fyrir tvö lið sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni (en komast ekki á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina á næsta ári). Hver sigur telur á heimslista Fleira en vera í A-deild er í húfi í þeim þremur leikjum sem eftir eru í Þjóðadeildinni hjá Íslandi. Hver leikur skiptir máli upp á röðun á heimslista FIFA. Staðan þar í nóvember ræður því í hvaða styrkleikaflokki Ísland verður þegar dregið verður í undankeppni HM 2022. Ísland er, eftir sigurinn gegn Rúmeníu og tapið gegn Danmörku, í 23. sæti af Evrópuþjóðum á heimslista FIFA. Ísland þarf því aðeins að fara upp um þrjú sæti til að komast í 2. styrkleikaflokk og losna þar með við sterkan mótherja í undankeppni HM á næsta ári.
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34 Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40 Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik. 11. október 2020 21:12 Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér „Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. 11. október 2020 21:14 Fjórir lykilmenn ekki með gegn Belgum Fjórir lykilmenn verða fjarverandi þegar íslenska landsliðið mætir því belgíska á miðvikudaginn. 11. október 2020 21:24 Höfðum heppnina með okkur í fyrstu tveimur mörkunum Christian Eriksen var ánægður með frammistöðu danska liðsins í 3-0 sigrinum gegn Íslandi í kvöld en viðurkenndi að Danir hefðu haft heppnina með sér í fyrsta og jafnvel öðru marki leiksins. 11. október 2020 21:36 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34
Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40
Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik. 11. október 2020 21:12
Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér „Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. 11. október 2020 21:14
Fjórir lykilmenn ekki með gegn Belgum Fjórir lykilmenn verða fjarverandi þegar íslenska landsliðið mætir því belgíska á miðvikudaginn. 11. október 2020 21:24
Höfðum heppnina með okkur í fyrstu tveimur mörkunum Christian Eriksen var ánægður með frammistöðu danska liðsins í 3-0 sigrinum gegn Íslandi í kvöld en viðurkenndi að Danir hefðu haft heppnina með sér í fyrsta og jafnvel öðru marki leiksins. 11. október 2020 21:36