„Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 18:30 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 60 geindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með vieruna innanlands í fyrradag og 97 daginn þar áður. Því er um fækkun smita að ræða. 26 eru inniliggjandi á spítla vegna Covid19. Þar af 3 á gjörgæslu og 2 í öndunarvél. Ánægður með núverandi samkomutakmarkanir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segist ánægður með þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til í síðustu viku og reiknar hann með að þær dugi til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Sjálfur hefði Kári þó gengið lengra í aðgerðum. „Ef ég hefði verið að stjórna þessu þá hefði ég verið dálítið harðari en þórólfur. Ég hefði líklega lokað skólum. Ég hefði líklega lokað veitingastöðum og ég hefði líklega sett útgöngubann eftir klukkan 21 á kvöldin eða eitthvað slíkt,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir.Lögreglan Með harðari aðgerðum væri möguleiki á að sóttvarnaryfirvöld næðu tökum á þriðju bylgju faraldursins fyrr. Smitin sem við glímum við núna má rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun á landamærum var tekin upp. Kári segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komið sýktur einstaklingur eftir að slík skimun var tekin upp. Hann segir það sýna fram á ágæti tvölfaldrar skimunar á landamærum og telur að hún geti komið í veg fyrir stóran faraldur hér á landi. „Það sem ég held hinsvegar að ef við náum tökum á þessu þá er það eina sem við eigum eftir að sjá eftir það eru lítil hópsmit sem við getum lokað á í grænum hvelli vegna þess að við kunnum það,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 60 greindust með veiruna innanlands í gær 60 greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þetta kemur fram á Covid.is 11. október 2020 10:28 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 60 geindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með vieruna innanlands í fyrradag og 97 daginn þar áður. Því er um fækkun smita að ræða. 26 eru inniliggjandi á spítla vegna Covid19. Þar af 3 á gjörgæslu og 2 í öndunarvél. Ánægður með núverandi samkomutakmarkanir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segist ánægður með þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til í síðustu viku og reiknar hann með að þær dugi til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Sjálfur hefði Kári þó gengið lengra í aðgerðum. „Ef ég hefði verið að stjórna þessu þá hefði ég verið dálítið harðari en þórólfur. Ég hefði líklega lokað skólum. Ég hefði líklega lokað veitingastöðum og ég hefði líklega sett útgöngubann eftir klukkan 21 á kvöldin eða eitthvað slíkt,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir.Lögreglan Með harðari aðgerðum væri möguleiki á að sóttvarnaryfirvöld næðu tökum á þriðju bylgju faraldursins fyrr. Smitin sem við glímum við núna má rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun á landamærum var tekin upp. Kári segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komið sýktur einstaklingur eftir að slík skimun var tekin upp. Hann segir það sýna fram á ágæti tvölfaldrar skimunar á landamærum og telur að hún geti komið í veg fyrir stóran faraldur hér á landi. „Það sem ég held hinsvegar að ef við náum tökum á þessu þá er það eina sem við eigum eftir að sjá eftir það eru lítil hópsmit sem við getum lokað á í grænum hvelli vegna þess að við kunnum það,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 60 greindust með veiruna innanlands í gær 60 greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þetta kemur fram á Covid.is 11. október 2020 10:28 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12
60 greindust með veiruna innanlands í gær 60 greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þetta kemur fram á Covid.is 11. október 2020 10:28