Síðustu dagar þungir eftir metfjölda sjúkraflutninga Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2020 12:38 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga að hluta skýra þennan mikla fjölda sjúkraflutninga. Vísir/Vilhelm Síðasta sólarhring var áttatíu og ein boðun í sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Var dagurinn nokkuð rólegri en dagana þar á undan þar sem met voru slegin þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga, fyrst 148 á fimmtudag og 160 á föstudag. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga skýra þennan mikla fjölda að hluta. Síðustu dagar hafi verið mjög þungir og að reynt hafi á mannskapinn. Það hafi þó hjálpað til að slökkvilið hafi misst fáa niður í einangrun og fáa í sóttkví. Það skýrist að hluta til af heppni en einnig að starfsmenn hafi farið varlega. „Það eru náttúrulega allir slegnir yfir því að þurfa að glíma við þetta aftur frá í vor. Menn eru mjög einbeittir í að klára þetta og takast á við þetta. Við höfum verið að vinna í því að fjölga bílum hjá okkur og fjölga mannskap. Kíkja á bakvarðasveitina hjá okkur. Við höfum verið að hringja í mannskap og það eru allir reiðubúnir að koma um leið og kallið kemur.“ Jón Viðar leggur áherslu á að þrátt fyrir að álag sé á slökkvilið þá eigi fólk ekki að hætta við að hringja eftir sjúkrabíl ef þörf krefur. „Það er enginn að trufla þó það hringi eftir sjúkraflutning. Sama og landlæknir hefur verið að predika að það þarf að sinna öllum. Covidið er til viðbótar en það þarf að sinna öllu og fólk má ekki hætta við að leita sér aðstoðar,“ segir Jón Viðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Síðasta sólarhring var áttatíu og ein boðun í sjúkraflutninga hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Var dagurinn nokkuð rólegri en dagana þar á undan þar sem met voru slegin þegar kemur að fjölda sjúkraflutninga, fyrst 148 á fimmtudag og 160 á föstudag. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölgun Covid-sjúkraflutninga skýra þennan mikla fjölda að hluta. Síðustu dagar hafi verið mjög þungir og að reynt hafi á mannskapinn. Það hafi þó hjálpað til að slökkvilið hafi misst fáa niður í einangrun og fáa í sóttkví. Það skýrist að hluta til af heppni en einnig að starfsmenn hafi farið varlega. „Það eru náttúrulega allir slegnir yfir því að þurfa að glíma við þetta aftur frá í vor. Menn eru mjög einbeittir í að klára þetta og takast á við þetta. Við höfum verið að vinna í því að fjölga bílum hjá okkur og fjölga mannskap. Kíkja á bakvarðasveitina hjá okkur. Við höfum verið að hringja í mannskap og það eru allir reiðubúnir að koma um leið og kallið kemur.“ Jón Viðar leggur áherslu á að þrátt fyrir að álag sé á slökkvilið þá eigi fólk ekki að hætta við að hringja eftir sjúkrabíl ef þörf krefur. „Það er enginn að trufla þó það hringi eftir sjúkraflutning. Sama og landlæknir hefur verið að predika að það þarf að sinna öllum. Covidið er til viðbótar en það þarf að sinna öllu og fólk má ekki hætta við að leita sér aðstoðar,“ segir Jón Viðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira