Neyðarástand í Kirgistan og fyrrverandi forsetinn handtekinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 16:52 Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, heilsar stuðningsmönnum sínum eftir að hann var leystur úr haldi. Hann hefur nú aftur verið handtekinn. AP Photo/Vladimir Voronin Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, hefur verið handtekinn af öryggissveitum landsins. Mikil ólga hefur verið í landinu undanfarna daga vegna umdeildra þingkosninga sem fóru þar fram síðastliðinn sunnudag. Atambayev slapp úr fangelsi með hjálp stuðningsmanna sinna fyrir aðeins nokkrum dögum síðan en hefur nú verið handtekinn á ný. Stuðningsmenn hans hafa harðlega gagnrýnt niðurstöður þingkosninganna sem fóru fram síðastliðinn sunnudag og hefur stjórnálaástandi í landinu verið lýst sem neyðarástandi. Kirgiska þingið skipaði í dag, laugardag, þjóðernissinnaða stjórnálamanninn Sadyr Zhaparov sem nýjan forsætiráðherra landsins eftir að forveri hans sagði af sér. Zhaparov er meðal nokkurra nafntogaðra stjórnmálamanna sem var sleppt úr haldi í vikunni í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Hann sat í fangelsi fyrir að hafa frelsissvipt opinberan starfsmann árið 2013. Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu í Kirgistan.AP Photo/Vladimir Voronin Mótmæli hófust í landinu eftir að mótmælendur flykktust út á götur í Bishkek, höfuðborg landsins, og brutust inn í opinberar byggingar á þriðjudag. Mótmælendur krefjast þess að Sooronbay Jeenbekov, forseti landsins sem er stuðningsmaður Rússa, segi af sér. Jeenbekov hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og lögum og reglum er framfylgt. Þangað til, hefur forsetinn lýsti yfir neyðarástandi og er það rakið til þess að átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu á föstudag. Meira en 1.200 hafa særst í mótmælunum og minnst einn látist. Kirgiskur hermaður við eftirlitsstöð utan við Bishkek, höfuðborg landsins.AP Photo/Vladimir Voronin Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Útgöngubanni hefur einnig verið komið á og eru takmarkanir í gildi á því hverjir mega ferðast til og frá höfuðborginni. Þá hefur forsetinn rekið ýmsa hátt setta menn innan hersins sem annað hvort eru stuðningsmenn andstæðinga hans eða brugðust ekki við þegar stjórnarandstaðan tilkynnti á þriðjudag að hún hygðist ræna völdum. Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Kirgistan Tengdar fréttir Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06 Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Sjá meira
Almazbek Atambayev, fyrrverandi forseti Kirgistans, hefur verið handtekinn af öryggissveitum landsins. Mikil ólga hefur verið í landinu undanfarna daga vegna umdeildra þingkosninga sem fóru þar fram síðastliðinn sunnudag. Atambayev slapp úr fangelsi með hjálp stuðningsmanna sinna fyrir aðeins nokkrum dögum síðan en hefur nú verið handtekinn á ný. Stuðningsmenn hans hafa harðlega gagnrýnt niðurstöður þingkosninganna sem fóru fram síðastliðinn sunnudag og hefur stjórnálaástandi í landinu verið lýst sem neyðarástandi. Kirgiska þingið skipaði í dag, laugardag, þjóðernissinnaða stjórnálamanninn Sadyr Zhaparov sem nýjan forsætiráðherra landsins eftir að forveri hans sagði af sér. Zhaparov er meðal nokkurra nafntogaðra stjórnmálamanna sem var sleppt úr haldi í vikunni í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Hann sat í fangelsi fyrir að hafa frelsissvipt opinberan starfsmann árið 2013. Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu í Kirgistan.AP Photo/Vladimir Voronin Mótmæli hófust í landinu eftir að mótmælendur flykktust út á götur í Bishkek, höfuðborg landsins, og brutust inn í opinberar byggingar á þriðjudag. Mótmælendur krefjast þess að Sooronbay Jeenbekov, forseti landsins sem er stuðningsmaður Rússa, segi af sér. Jeenbekov hefur lýst því yfir að hann muni segja af sér þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og lögum og reglum er framfylgt. Þangað til, hefur forsetinn lýsti yfir neyðarástandi og er það rakið til þess að átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu á föstudag. Meira en 1.200 hafa særst í mótmælunum og minnst einn látist. Kirgiskur hermaður við eftirlitsstöð utan við Bishkek, höfuðborg landsins.AP Photo/Vladimir Voronin Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina. Útgöngubanni hefur einnig verið komið á og eru takmarkanir í gildi á því hverjir mega ferðast til og frá höfuðborginni. Þá hefur forsetinn rekið ýmsa hátt setta menn innan hersins sem annað hvort eru stuðningsmenn andstæðinga hans eða brugðust ekki við þegar stjórnarandstaðan tilkynnti á þriðjudag að hún hygðist ræna völdum. Eftirlitsstöðvum á vegum hersins hefur verið komið upp í kring um höfuðborgina og hafa vopnaðar herbifreiðar sést á ferð um höfuðborgina.
Kirgistan Tengdar fréttir Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06 Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Sjá meira
Forsætisráðherrann hættur og ringulreiðin mikil Forsætisráðherra Mið-Asíuríkisins Kirgistans hefur látið af embætti í kjölfar mikilla mótmæla í landinu sem blossuðu upp eftir umdeildar þingkosningar í landinu. 7. október 2020 13:06
Mótmælendur í Kirgistan ruddust inn í þinghús landsins Mótmælendur í höfuðborg Kirgistans, Bishkek, réðust í morgun inn í þinghús landsins. Fólkið var að mótmæla nýyfirstöðnum þingkosningum í landinu og krefjast þess að þær yrðu lýstar ógildar en margir hafa sakað ráðandi öfl í landinu um kosningasvindl. 6. október 2020 07:29