Gangandi kvenfélagskonur í Grímsnesi í allan dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2020 12:16 Konurnar tólf, ásamt hundi, sem lögðu af stað Sólheimahringinn í morgun klukkan 09:00. Þær reikna með að ljúka 24 kílómetra göngunni um klukkan 17:00 í dag. Kvenfélagskonur í Grímsnesi eru búnir að vera á gangi í alla morgun og ætla að ganga fram eftir degi en um er að ræða áheitagöngu þar sem þær ganga Sólheimahringinn, sem er tuttugu og fjórir kílómetrar. Félagið fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári. Allt félagsstarf í kvenfélögum landsins liggur meira og minna niðri vegna Covid – 19 en þá þarf að huga út fyrir boxið eins og kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps hafa gert með því að ganga áheitagöngu úti í dag í góða veðrinu þar sem fjarlægðatakmörk verða virt og sóttvarnir hafðar í fyrirrúmi. Laufey Guðmundsdóttir er „Við ætlum að ganga 24 kílómetra, Sólheimahringinn svokallaða. Við byrjuðum í morgun klukkan níu og erum hérna að fikra okkur áfram hringinn. Við ákváðum að gera þetta því að við getum ekki hagað okkar starfsemi eins og vanalega, við gátum t.d. ekki haldið okkar árlegu Grímsævintýri og þar að leiðandi ekki tombólu og við reiknum ekki með að geta haldið jólabingó. Þetta eru okkar aðal fjáröflunarleiðir og við gefum alltaf alla afkomu til góðra málefna,“ segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem er yfir sig stolt af konunum í félaginu, sem taka þátt í göngu dagsins.Einkasafn Það sem safnast í áheitagöngu dagsins rennur til „Sjóðsins góða“, sem er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir hver jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. „Við ætlu ekki bara að gefa það sem kemur inn á reikninginn, heldur ætlum við líka að veita ákveðið mótframlag, allt að fimm hundruð þúsundum frá kvenfélaginu sjálfu, þannig að þetta gæti verið ágætis búbót fyrir þá sem minna mega sín,“ bætir Laufey við. Tólf konur og einn hundur taka þátt í göngunni á öllum aldri. Laufey er stolt af sínu félagi og konum, enda ótrúlega vel gert og flott framtak hjá kvenfélaginu. „Já, það er náttúrlega alltaf gott að geta gefið af sér og það veitir manni hamingju og ef ekki í dag, hvenær eigum við að gera það,“ segir Laufey. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og heita á konurnar í Grímsnesi geta lagt fram áheit á reikning félagsins, 0152-26-020958 og kennitalan er; 420389-1329 – skýring „áheit“. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24.apríl 1919. Tilgangur félagsins er að efla samúð og samheldni kvenna í Grímsneshreppi. Vinna að menningar og líknarmálum innan sveitar og utan, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir.Kvenfélag Grímsneshrepps Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi eru búnir að vera á gangi í alla morgun og ætla að ganga fram eftir degi en um er að ræða áheitagöngu þar sem þær ganga Sólheimahringinn, sem er tuttugu og fjórir kílómetrar. Félagið fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári. Allt félagsstarf í kvenfélögum landsins liggur meira og minna niðri vegna Covid – 19 en þá þarf að huga út fyrir boxið eins og kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps hafa gert með því að ganga áheitagöngu úti í dag í góða veðrinu þar sem fjarlægðatakmörk verða virt og sóttvarnir hafðar í fyrirrúmi. Laufey Guðmundsdóttir er „Við ætlum að ganga 24 kílómetra, Sólheimahringinn svokallaða. Við byrjuðum í morgun klukkan níu og erum hérna að fikra okkur áfram hringinn. Við ákváðum að gera þetta því að við getum ekki hagað okkar starfsemi eins og vanalega, við gátum t.d. ekki haldið okkar árlegu Grímsævintýri og þar að leiðandi ekki tombólu og við reiknum ekki með að geta haldið jólabingó. Þetta eru okkar aðal fjáröflunarleiðir og við gefum alltaf alla afkomu til góðra málefna,“ segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem er yfir sig stolt af konunum í félaginu, sem taka þátt í göngu dagsins.Einkasafn Það sem safnast í áheitagöngu dagsins rennur til „Sjóðsins góða“, sem er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir hver jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. „Við ætlu ekki bara að gefa það sem kemur inn á reikninginn, heldur ætlum við líka að veita ákveðið mótframlag, allt að fimm hundruð þúsundum frá kvenfélaginu sjálfu, þannig að þetta gæti verið ágætis búbót fyrir þá sem minna mega sín,“ bætir Laufey við. Tólf konur og einn hundur taka þátt í göngunni á öllum aldri. Laufey er stolt af sínu félagi og konum, enda ótrúlega vel gert og flott framtak hjá kvenfélaginu. „Já, það er náttúrlega alltaf gott að geta gefið af sér og það veitir manni hamingju og ef ekki í dag, hvenær eigum við að gera það,“ segir Laufey. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og heita á konurnar í Grímsnesi geta lagt fram áheit á reikning félagsins, 0152-26-020958 og kennitalan er; 420389-1329 – skýring „áheit“. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24.apríl 1919. Tilgangur félagsins er að efla samúð og samheldni kvenna í Grímsneshreppi. Vinna að menningar og líknarmálum innan sveitar og utan, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir.Kvenfélag Grímsneshrepps
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira