Fjórir leikir eru í beinni útsendingu á Vísi í dag í Þjóðadeildinni í fótbolta, og þrír leikir eru sýndir beint á íþróttarásum Stöðvar 2.
Mikil spenna er í fjórða riðli A-deildar þar sem ekkert lið náði að vinna fyrstu tvo leiki sína. Spánn er efstur með 4 stig og mætir Sviss sem er með 1 stig. Úkraína er með 3 stig og tekur á móti Þýskalandi sem er með 2 stig. Þessir leikir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í kvöld, auk leiks Færeyja og Lettlands kl. 16.
Aðrir leikir verða í beinni hér á Vísi. Hægt er að horfa á útsendingar frá þeim leikjum með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan. Útsendingarnar birtast neðst í textalýsingu hvers leiks, svo að lesendur gætu þurft að skruna niður í gegnum textalýsingu til að finna beina útsendingu.
Markaþáttur Þjóðadeildarinnar er svo sýndur á Stöð 2 Sport 2 kl. 20.45 í kvöld.
Leikir í beinni í dag:
A-deild
18.45 Úkraína - Þýskaland (Stöð 2 Sport 4)
18.45 Spánn - Sviss (Stöð 2 Sport 2)
C-deild
13.00 Lúxemborg - Kýpur 2-0 (Leik lokið)
13.00 Svartfjallaland - Aserbaídsjan 2-0 (Leik lokið)
D-deild
16.00 Færeyjar - Lettland (Stöð 2 Sport 4)
16.00 Liechtenstein - Gíbraltar (Vísir)
18.45 Andorra - Malta (Vísir)