Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 09:31 Lars Lagerbäck fer ekki með norska landsliðið á Evrópumót eins og hann gerði með það íslenska. Getty/Quality Sport Images Lars Lagerbäck fer ekki á annað Evrópumótið í röð. Norðmenn töpuðu í framlengingu á móti Serbíu í gærkvöldi í undanúrslitum umspilsins. Serbar spila því við Skota um laust sæti á EM næsta sumar. Lagerbäck fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016 en hætti síðan með liðið eftir mótið. Hann hefur verið að gera fína hluti með efnilegt norskt landslið en það féll á prófinu í gær. Umspilið var síðasti möguleikinn hjá norska landsliðinu, eins og því íslenska. Íslensku strákarnir tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik en Norðmenn urðu að sætta sig við þetta nauma tap á heimavelli. Lagerbäck åpner for å tre til siden: Ikke noe problem https://t.co/H0WwGX2pe7— VG Sporten (@vgsporten) October 8, 2020 Hinn 72 ára gamli Lars Lagerbäck talaði um möguleikann á því að hann myndi stíga til hliðar á blaðamannafundi eftir leikinn. Blaðamann gengu á hann á fundinum og gagnrýndu hann líka harðlega í skrifum sínum eftir leikinn. „Það er ekkert vandmál fyrir mig að stíga til hliðar ef yfirmenn mínir vilja það eða að ég komist að þeirri niðurstöðu sjálfur,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamann Verdens Gang eftir leikinn. „Framtíðin mun leiða það í ljós. Það er of snemmt að segja eitthvað núna. Ég hætti ekki í kvöld því ég ætla að reyna að sjá til þess að við getum unnið þessa næstu tvo leiki,“ sagði Lagerbäck en næsti leikur er einmitt á móti Rúmeníu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn. Lars Lagerbäck var þá spurður hvort að hann teldi það eðlilegt núna að fara á fund hjá norska sambandinu. „Nei ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta var bara svar við spurningunni sem ég fékk. Ég hef ekki velt fyrir mér framtíðinni. Ég vil ræða þessi mál við þá sem ráða,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck skrifaði undir nýjan samning við norska sambandið í desember en hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Katar 2022. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Lars Lagerbäck fer ekki á annað Evrópumótið í röð. Norðmenn töpuðu í framlengingu á móti Serbíu í gærkvöldi í undanúrslitum umspilsins. Serbar spila því við Skota um laust sæti á EM næsta sumar. Lagerbäck fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi sumarið 2016 en hætti síðan með liðið eftir mótið. Hann hefur verið að gera fína hluti með efnilegt norskt landslið en það féll á prófinu í gær. Umspilið var síðasti möguleikinn hjá norska landsliðinu, eins og því íslenska. Íslensku strákarnir tryggði sér sæti í hreinum úrslitaleik en Norðmenn urðu að sætta sig við þetta nauma tap á heimavelli. Lagerbäck åpner for å tre til siden: Ikke noe problem https://t.co/H0WwGX2pe7— VG Sporten (@vgsporten) October 8, 2020 Hinn 72 ára gamli Lars Lagerbäck talaði um möguleikann á því að hann myndi stíga til hliðar á blaðamannafundi eftir leikinn. Blaðamann gengu á hann á fundinum og gagnrýndu hann líka harðlega í skrifum sínum eftir leikinn. „Það er ekkert vandmál fyrir mig að stíga til hliðar ef yfirmenn mínir vilja það eða að ég komist að þeirri niðurstöðu sjálfur,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamann Verdens Gang eftir leikinn. „Framtíðin mun leiða það í ljós. Það er of snemmt að segja eitthvað núna. Ég hætti ekki í kvöld því ég ætla að reyna að sjá til þess að við getum unnið þessa næstu tvo leiki,“ sagði Lagerbäck en næsti leikur er einmitt á móti Rúmeníu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn. Lars Lagerbäck var þá spurður hvort að hann teldi það eðlilegt núna að fara á fund hjá norska sambandinu. „Nei ég hafði ekki hugsað mér það. Þetta var bara svar við spurningunni sem ég fékk. Ég hef ekki velt fyrir mér framtíðinni. Ég vil ræða þessi mál við þá sem ráða,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck skrifaði undir nýjan samning við norska sambandið í desember en hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Katar 2022.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti