Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 20:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. Borið hefur á því að íbúar í nágrannasveitarfélögum hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu til þeirra eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Víðir sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að hlutfall þeirra sem greinst hefðu með kórónuveiruna í sóttkví síðasta sólarhringinn væri lægra en æskilegt væri. Ekki sæi enn fyrir endann á þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. „Við erum í brekku og við verðum það. Og við skulum alveg undirbúa okkur undir það að þetta séu tölurnar sem við sjáum næstu daga. Það verður kannski um miðja næstu viku sem við getum búist við að sjá einhverja verulega breytingu,“ sagði Víðir. Borið hefur á því að íbúar á landsbyggðinni hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu, fari til dæmis í sund eða klippingu, í nágrannasveitarfélögum eftir að hertar aðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þannig hefur íþróttamiðstöðinni í Vogum verið lokað fyrir almenningi vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Hárstofan Anna á Selfossi hefur jafnframt tilkynnt að hún taki ekki við viðskiptavinum af höfuðborgarsvæðinu á meðan aðgerðirnar eru í gildi. „Ég skil ekki alveg að menn séu ekki að fara eftir þessu og sjá ekki hvernig liggur í þessu,“ sagði Víðir, inntur eftir því hvort sóttvarnayfirvöld hefðu áhyggjur af mögulegum ferðalögum höfuðborgarbúa út á land í téðum erindagjörðum. „Aftur á móti hefur maður áhyggjur af þeim sem nota sundið í sína endurhæfingu og slíkt. Það eru hópar sem fara verr út úr þessu en þeir sem fara bara í sundið til að slaka á. Og af þeim höfum við talsverðar áhyggjur.“ Ferðalög höfuðborgarbúa út á land eru ekki bönnuð samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í gær. Hins vegar er mælst til þess að þeir haldi sig heima. Víðir áréttaði þetta í Reykjavík síðdegis. „Við hvetjum fólk til að sýna skynsemi. Það hefur sýnt sig heldur betur í þessum faraldri að þú telur þig ekki vera með Covid og ert bara hress og kátur. Svo gerirðu eitthvað og daginn eftir ertu slappur, búinn að smita fullt af fólki eða setja það að minnsta kosti í hættu. Ég held að við ættum að vera skynsöm og halda okkur til hlés þangað til þessi bylgja gengur yfir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vogar Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. Borið hefur á því að íbúar í nágrannasveitarfélögum hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu til þeirra eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Víðir sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að hlutfall þeirra sem greinst hefðu með kórónuveiruna í sóttkví síðasta sólarhringinn væri lægra en æskilegt væri. Ekki sæi enn fyrir endann á þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. „Við erum í brekku og við verðum það. Og við skulum alveg undirbúa okkur undir það að þetta séu tölurnar sem við sjáum næstu daga. Það verður kannski um miðja næstu viku sem við getum búist við að sjá einhverja verulega breytingu,“ sagði Víðir. Borið hefur á því að íbúar á landsbyggðinni hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu, fari til dæmis í sund eða klippingu, í nágrannasveitarfélögum eftir að hertar aðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þannig hefur íþróttamiðstöðinni í Vogum verið lokað fyrir almenningi vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Hárstofan Anna á Selfossi hefur jafnframt tilkynnt að hún taki ekki við viðskiptavinum af höfuðborgarsvæðinu á meðan aðgerðirnar eru í gildi. „Ég skil ekki alveg að menn séu ekki að fara eftir þessu og sjá ekki hvernig liggur í þessu,“ sagði Víðir, inntur eftir því hvort sóttvarnayfirvöld hefðu áhyggjur af mögulegum ferðalögum höfuðborgarbúa út á land í téðum erindagjörðum. „Aftur á móti hefur maður áhyggjur af þeim sem nota sundið í sína endurhæfingu og slíkt. Það eru hópar sem fara verr út úr þessu en þeir sem fara bara í sundið til að slaka á. Og af þeim höfum við talsverðar áhyggjur.“ Ferðalög höfuðborgarbúa út á land eru ekki bönnuð samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í gær. Hins vegar er mælst til þess að þeir haldi sig heima. Víðir áréttaði þetta í Reykjavík síðdegis. „Við hvetjum fólk til að sýna skynsemi. Það hefur sýnt sig heldur betur í þessum faraldri að þú telur þig ekki vera með Covid og ert bara hress og kátur. Svo gerirðu eitthvað og daginn eftir ertu slappur, búinn að smita fullt af fólki eða setja það að minnsta kosti í hættu. Ég held að við ættum að vera skynsöm og halda okkur til hlés þangað til þessi bylgja gengur yfir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vogar Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38
Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37
Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33