Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 11:42 Yfirvöld óttast það að fari faraldurinn úr böndunum muni álagið á spítala landsins aukast mikið. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. Yfirvöld óttist það einna mest að mikill fjöldi einstaklinga veikist, hætta sé á því að það yfirkeyri spítala landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar minntist hann á að daglegur fjöldi þeirra sem hafi verið að greinast hafi haldist nokkuð stöðugur, en síðustu daga hafa á milli 80 til 100 einstaklingr verið að greinast á hverjum degi. „Vonandi fer þessi tala ekki upp á við. Við viljum alls ekki að hún fari mikið hærra því að það er það sem við óttumst einna mest að við förum að fá mikinn fjölda af einstaklingum sem er að greinast. Það þýðir það að við fáum mikinn fjölda af alvarlega veikum einstaklingum sem hæglega geta yfirkeyrt spítalakerfið ef að það ástand varir eitthvað áfram,“ sagði Þórólfur. „Hundrað manns eru að greinast á hverjum einasta degi. Ef það heldur áfram, eða vex frekar, skilar það sé í enn fleiri innlögnum á spítala, sagði Þórólfur. Ef við missum faraldurinn þannig úr höndunum munum við yfirkeyra spítalann. Hvort hann ræður við það eða ekki er erfitt að segja.“ Þá minnstist hann einnig á að mikill fjöldi væri í sóttkví, um 4.300 einstaklingar. Reynslan sýndi að um fimm prósent af þeim sem eru í sóttkví eigi eftir að veikjast. „Þannig að það er talsverður fjöldi sem á eftir að koma úr sóttkví með veikindi ef að hlutfallið helst óbreytt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50 Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24 Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. Yfirvöld óttist það einna mest að mikill fjöldi einstaklinga veikist, hætta sé á því að það yfirkeyri spítala landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar minntist hann á að daglegur fjöldi þeirra sem hafi verið að greinast hafi haldist nokkuð stöðugur, en síðustu daga hafa á milli 80 til 100 einstaklingr verið að greinast á hverjum degi. „Vonandi fer þessi tala ekki upp á við. Við viljum alls ekki að hún fari mikið hærra því að það er það sem við óttumst einna mest að við förum að fá mikinn fjölda af einstaklingum sem er að greinast. Það þýðir það að við fáum mikinn fjölda af alvarlega veikum einstaklingum sem hæglega geta yfirkeyrt spítalakerfið ef að það ástand varir eitthvað áfram,“ sagði Þórólfur. „Hundrað manns eru að greinast á hverjum einasta degi. Ef það heldur áfram, eða vex frekar, skilar það sé í enn fleiri innlögnum á spítala, sagði Þórólfur. Ef við missum faraldurinn þannig úr höndunum munum við yfirkeyra spítalann. Hvort hann ræður við það eða ekki er erfitt að segja.“ Þá minnstist hann einnig á að mikill fjöldi væri í sóttkví, um 4.300 einstaklingar. Reynslan sýndi að um fimm prósent af þeim sem eru í sóttkví eigi eftir að veikjast. „Þannig að það er talsverður fjöldi sem á eftir að koma úr sóttkví með veikindi ef að hlutfallið helst óbreytt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50 Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24 Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26
Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50
Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24
Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56