Sóttkvíarsýnataka í Sunnulækjarskóla gengur vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2020 12:24 Foreldrar hafa streymt í íþróttahús Sunnulækjarskóla í morgun með börn sín í sýnatöku. Allir þurfa að vera með grímu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð og fimmtíu nemendur og fimmtíu starfsmenn Sunnulækjarskóla á Selfossi fara í sýnatöku vegna Covid-19 í dag. Sýnatakan hófst klukkan hálf níu í morgun og lýkur um klukkan fjögur. Allt hefur gengið vel það sem af er degi. Sýnatakan, sem er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fyrstu nemendurnir mættu klukkan hálf níu í morgun en þau voru úr fyrsta bekk og svo koma nemendur úr öðrum bekkjum koll af kolli. Eitt foreldri má koma með hverju barni og er grímuskylda á alla. Birgir Edwald er skólastjóri Sunnulækjarskóla. „Þetta er stórt verkefni og nú ríður á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun. Hvernig fer þetta fram? Það er búið að skipuleggja móttöku hér um 600 manna í svokallaða sóttkvíar sýnatöku, sem er sýnataka á sjöunda degi. Ef niðurstaða hennar er neikvæð þá er viðkomandi ekki lengur í sóttkví. Það er búið að skipuleggja hér daginn þannig að nemendur koma í hópum eftir árgöngum,“ segir Birgir. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, sem segir að nú ríði á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn fær aðstoð víða að. „Já, rakningarteymið hefur staðið á bak við okkur og verið með okkur í að ákveða og skipuleggja, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur komið að málinu, lögreglan kemur að málinu og svo að sjálfsögðu foreldrar og starfsfólk skólans.“ Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er stolt af sínu fólki og öðrum sem vinna að sýnatökunni í dag á einn eða anna hátt. „Það er algjörlega frábært að finna stuðninginn, sem við höfum fengið. Við höfum fengið húsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg til að sinna þessum sýnatökum. Við hefðum aldrei getað gert þetta á planinu hjá okkur hér á Selfossi, þannig að þetta leggst bara allt mjög vel í mig og fólkið mitt stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllu saman,“ segir Díana. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem er stolt af sínu fólki og öllum öðrum sem koma að verkefninu í Sunnulækjarskóla í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok dags fara sýnin öll til Reykjavíkur til rannsóknar og reiknað er með að niðurstaða úr þeim liggi fyrir einhvern tíman á morgun, föstudag ef allt gengur vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Um fimm hundruð og fimmtíu nemendur og fimmtíu starfsmenn Sunnulækjarskóla á Selfossi fara í sýnatöku vegna Covid-19 í dag. Sýnatakan hófst klukkan hálf níu í morgun og lýkur um klukkan fjögur. Allt hefur gengið vel það sem af er degi. Sýnatakan, sem er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fyrstu nemendurnir mættu klukkan hálf níu í morgun en þau voru úr fyrsta bekk og svo koma nemendur úr öðrum bekkjum koll af kolli. Eitt foreldri má koma með hverju barni og er grímuskylda á alla. Birgir Edwald er skólastjóri Sunnulækjarskóla. „Þetta er stórt verkefni og nú ríður á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun. Hvernig fer þetta fram? Það er búið að skipuleggja móttöku hér um 600 manna í svokallaða sóttkvíar sýnatöku, sem er sýnataka á sjöunda degi. Ef niðurstaða hennar er neikvæð þá er viðkomandi ekki lengur í sóttkví. Það er búið að skipuleggja hér daginn þannig að nemendur koma í hópum eftir árgöngum,“ segir Birgir. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, sem segir að nú ríði á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn fær aðstoð víða að. „Já, rakningarteymið hefur staðið á bak við okkur og verið með okkur í að ákveða og skipuleggja, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur komið að málinu, lögreglan kemur að málinu og svo að sjálfsögðu foreldrar og starfsfólk skólans.“ Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er stolt af sínu fólki og öðrum sem vinna að sýnatökunni í dag á einn eða anna hátt. „Það er algjörlega frábært að finna stuðninginn, sem við höfum fengið. Við höfum fengið húsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg til að sinna þessum sýnatökum. Við hefðum aldrei getað gert þetta á planinu hjá okkur hér á Selfossi, þannig að þetta leggst bara allt mjög vel í mig og fólkið mitt stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllu saman,“ segir Díana. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem er stolt af sínu fólki og öllum öðrum sem koma að verkefninu í Sunnulækjarskóla í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok dags fara sýnin öll til Reykjavíkur til rannsóknar og reiknað er með að niðurstaða úr þeim liggi fyrir einhvern tíman á morgun, föstudag ef allt gengur vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira