KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku Anton Ingi Leifsson skrifar 7. október 2020 19:09 Úr leik Vals og Stjörnunnar á föstudagskvöldið. vísir/vilhelm KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. Í gær gaf heilbrigðisráðherra út auglýsingu þar sem íþróttir fullorðna innandyra voru ekki heimilaðar. Börn fædd 2005 og yngri máttu þó enn æfa og keppa en nú hefur KKÍ og HSÍ ákvað að gera hlé í öllum aldursflokkum næstu tvær vikurnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að KKÍ og HSÍ biði nú eftir nánari útskýringum frá stjórnvöldum hvað varðar æfingar en yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. KSÍ hefur einnig tekið í svipaðan streng en knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fresta öllu mótahaldi um eina viku. Yfirlýsing KKÍ: Vegna hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn og mótanefnd KKÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum vegna almannahagsmuna til og með 19. október og endurmeta stöðu mála að þeim tíma liðnum. Mælst er til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf verði stöðvað og með þessari ákvörðun vill KKÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn faraldrinum. Á tímum sem þessum, þegar kallað hefur verið eftir samstöðu þjóðarinnar, telja stjórn, mótanefnd og starfsfólk KKÍ réttast að ganga í takti við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna í ljósi þess að ekki hafa komið fram skýr fyrirmæli í dag frá hinu opinbera. Beðið er eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á útfærslum æfinga og mun skrifstofa KKÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing HSÍ: Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf yrði stöðvað og með þessari ákvörðun vill HSÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn Covid-19 og því ástandi sem er í samfélaginu. Enn er beðið eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á þeim reglum sem þegar hafa verið gefnar út þegar kemur að æfingum og mun skrifstofa HSÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing KSÍ: Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Knattspyrnuhreyfingin hefur á síðustu mánuðum leitast við að fylgja reglum og tilmælum heilbrigðisyfirvalda og gripið til sóttvarnaraðgerða til þess að æfingar og keppni í mótum – allra aldursflokka - gætu farið fram á sem öruggastan máta. Ákvörðun KSÍ er tekin vegna almannahagsmuna og tilmæla sóttvarnarlæknis en stjórnin mun endurmeta stöðu mála í næstu viku. Markmið stjórnar KSÍ um að ljúka keppni samkvæmt mótaskrá stendur enn sem komið er óhögguð þrátt fyrir frestanir leikja. Því er sem fyrr beint til aðildarfélaga að þau gæti að ítrustu sóttvarnarreglna við æfingar og í allri sinni starfsemi eins og við á. Það er von KSÍ að með samtakamætti og liðsheild megi vinna bug á þeirri bylgju smita sem nú gengur yfir samfélagið. Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. Í gær gaf heilbrigðisráðherra út auglýsingu þar sem íþróttir fullorðna innandyra voru ekki heimilaðar. Börn fædd 2005 og yngri máttu þó enn æfa og keppa en nú hefur KKÍ og HSÍ ákvað að gera hlé í öllum aldursflokkum næstu tvær vikurnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að KKÍ og HSÍ biði nú eftir nánari útskýringum frá stjórnvöldum hvað varðar æfingar en yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. KSÍ hefur einnig tekið í svipaðan streng en knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fresta öllu mótahaldi um eina viku. Yfirlýsing KKÍ: Vegna hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn og mótanefnd KKÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum vegna almannahagsmuna til og með 19. október og endurmeta stöðu mála að þeim tíma liðnum. Mælst er til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf verði stöðvað og með þessari ákvörðun vill KKÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn faraldrinum. Á tímum sem þessum, þegar kallað hefur verið eftir samstöðu þjóðarinnar, telja stjórn, mótanefnd og starfsfólk KKÍ réttast að ganga í takti við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna í ljósi þess að ekki hafa komið fram skýr fyrirmæli í dag frá hinu opinbera. Beðið er eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á útfærslum æfinga og mun skrifstofa KKÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing HSÍ: Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf yrði stöðvað og með þessari ákvörðun vill HSÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn Covid-19 og því ástandi sem er í samfélaginu. Enn er beðið eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á þeim reglum sem þegar hafa verið gefnar út þegar kemur að æfingum og mun skrifstofa HSÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing KSÍ: Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Knattspyrnuhreyfingin hefur á síðustu mánuðum leitast við að fylgja reglum og tilmælum heilbrigðisyfirvalda og gripið til sóttvarnaraðgerða til þess að æfingar og keppni í mótum – allra aldursflokka - gætu farið fram á sem öruggastan máta. Ákvörðun KSÍ er tekin vegna almannahagsmuna og tilmæla sóttvarnarlæknis en stjórnin mun endurmeta stöðu mála í næstu viku. Markmið stjórnar KSÍ um að ljúka keppni samkvæmt mótaskrá stendur enn sem komið er óhögguð þrátt fyrir frestanir leikja. Því er sem fyrr beint til aðildarfélaga að þau gæti að ítrustu sóttvarnarreglna við æfingar og í allri sinni starfsemi eins og við á. Það er von KSÍ að með samtakamætti og liðsheild megi vinna bug á þeirri bylgju smita sem nú gengur yfir samfélagið.
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46