Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 17:35 Frá göngugötu á Laugaveginum í sumar. Vísir/vilhelm Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. Því nær göngugötusvæðum sem fólk er búsett, því jákvæðara er það. Mest ánægja með göngugötur er meðal Vesturbæinga en Grafarvogsbúar eru neikvæðastir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg í september. 67,2% Reykvíkinga eru jákvæðir gagnvart göngugötum í ár miðað við 64,5% árið 2019 og eru því tveir af hverjum þremur borgarbúum með jákvætt viðhorf til göngugatna. Neikvæðum fækkar úr 20,3% í 16,1%. Um helmingur fólks segir göngugötusvæðið hæfilega stórt en þeim sem finnst svæðið of lítið fjölgar úr 19,3% 2019 í 23,6% í ár. Að sama skapi fækkar þeim um fjögur prósentustig sem finnst svæðið of stórt, í 24,3%. Þau sem heimsækja göngugötur í miðborginni vikulega eða oftar eru jákvæðust eða 82% og hefur fjölgað í þessum hópi frá fyrra ári. Þau sem heimsækja göngugötur 1-3 sinnum í mánuði eru einnig ánægðari en áður 76% þessa hóps er jákvæður gagnvart göngugötum í ár miðað við 68% í fyrra. Þau sem sækja göngugötur heim sjaldnar en mánaðarlega eru síst jákvæð gagnvart göngugötum eða 42%. Milli ára dregur úr neikvæðni í öllum þremur hópum um fjögur til fimm prósentustig. Mikill munur er á milli hverfa borgarinnar hvað viðhorfið varðar. Íbúar í miðborginni og hverfanna næst henni eru jákvæðastir gagnvart göngugötum en jákvæðastir eru Vesturbæingar, eða 89%. Þegar kemur að Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal lækkar ánægjan en neikvæðastir eru íbúar Grafarvogs. Þar eru 26% með neikvætt viðhorf til göngugatna. Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 8. - 17. september 2020. Svarendur voru 884 talsins, 18 ára og eldri úr öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00 Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. Því nær göngugötusvæðum sem fólk er búsett, því jákvæðara er það. Mest ánægja með göngugötur er meðal Vesturbæinga en Grafarvogsbúar eru neikvæðastir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg í september. 67,2% Reykvíkinga eru jákvæðir gagnvart göngugötum í ár miðað við 64,5% árið 2019 og eru því tveir af hverjum þremur borgarbúum með jákvætt viðhorf til göngugatna. Neikvæðum fækkar úr 20,3% í 16,1%. Um helmingur fólks segir göngugötusvæðið hæfilega stórt en þeim sem finnst svæðið of lítið fjölgar úr 19,3% 2019 í 23,6% í ár. Að sama skapi fækkar þeim um fjögur prósentustig sem finnst svæðið of stórt, í 24,3%. Þau sem heimsækja göngugötur í miðborginni vikulega eða oftar eru jákvæðust eða 82% og hefur fjölgað í þessum hópi frá fyrra ári. Þau sem heimsækja göngugötur 1-3 sinnum í mánuði eru einnig ánægðari en áður 76% þessa hóps er jákvæður gagnvart göngugötum í ár miðað við 68% í fyrra. Þau sem sækja göngugötur heim sjaldnar en mánaðarlega eru síst jákvæð gagnvart göngugötum eða 42%. Milli ára dregur úr neikvæðni í öllum þremur hópum um fjögur til fimm prósentustig. Mikill munur er á milli hverfa borgarinnar hvað viðhorfið varðar. Íbúar í miðborginni og hverfanna næst henni eru jákvæðastir gagnvart göngugötum en jákvæðastir eru Vesturbæingar, eða 89%. Þegar kemur að Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Úlfarsárdal lækkar ánægjan en neikvæðastir eru íbúar Grafarvogs. Þar eru 26% með neikvætt viðhorf til göngugatna. Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 8. - 17. september 2020. Svarendur voru 884 talsins, 18 ára og eldri úr öllum hverfum Reykjavíkurborgar.
Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00 Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09 Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00 Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sannfærð um að bíllinn myndi stoppa þangað til hún sá framan í ökumanninn Kona sem forðaði sér og tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötu á Laugavegi um helgina segir atvikið hafa verið erfiða lífsreynslu. 18. september 2020 07:00
Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. 4. október 2020 08:09
Aðeins þriðjungur velur bílinn Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. 17. september 2020 15:00
Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent