Tuttugu Covid innlagnir og álagið eykst stöðugt Lillý Valgerður Pétursdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 7. október 2020 17:43 Nú liggja tuttugu manns á spítala veikir af kórónuveirunni og álagið eykst stöðugt með fjölgun þar og á göngudeild. Vísir/Vilhelm Tuttugu liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 en áttatíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Smitsjúkdómalæknir segir meiri hættu á því í þessari bylgju en þeirri fyrri að veiran nái til viðkvæmari hópa vegna þess hvað hún sé víða í samfélaginu. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum stöðugt vera að þyngjast. Már Kristjánsson segir reynslu heilbrigðiskerfisins af meðhöndlun á covid sjúkdómnum skila sér í grimmari meðferð á fólki á göngudeild sem vonandi fækki innlögnum.Stöð 2/Egill „Í morgun vorum við með átján sjúklinga inni en mér er kunnugt um að tveir hafi verið lagðir inn síðan og hingað til. Þannig að við erum með tuttugu manns. Það eru fjórir á gjörgæslu og vaxandi fjöldi á göngudeildinni," sagði Már nú síðdegis. Staðan sé því að þyngjast á öllum vígstöðvum. Miðað við þann fjölda sem hafi verið að greinast daglega undanfarna viku megi búast við fjölgun næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. En það geti tekið allt að viku frá því fólk veikist þar til það sé komið inn á spítala. „Meðalaldurinn í þessum hópi í samfélaginu núna er klárlega lægri," segir Már. Aldursdreifingin sé hins vegar dreifðari en áður þannig að fólk á áttræðis, níræðis og jafnvel tíðræðis aldri séu einnig að veikjast. „Af því þetta er víðar í samfélaginu er meiri hætta á að þetta komist inn í miklu viðkvæmari hópa. Eins og við eru að sjá til dæmis á öldrunarstofnunum og öldrunardeildum. Þannig að það er mikil áskorun fyrir okkur. Við reynum kannski að glíma svolítið öðru vísi við faraldurinn en áður til að koma í veg fyrir þetta," segir Már. Það hafi ekki tekist að efla einstaklinga á baráttunni nú eins vel og tekist hafi í vor. En vonandi færi hertari aðgerði fólki heim sanninn um alvarleika málsins. Hann voni að álagið verði ekki meira en í bylgjunni í vor. Margt hafi verið straumlínulagað í störfum sjúkrahússins síðan þá. „Þar á ég bæði við nálgunina gagnvart einstaklingunum. Þannig að við erum að verða grimmari í að meðhöndla þá til að forða innlögnum. Vonandi skilar það sér í betri horfum fyrir fólk og hlutfallslega færri sjúkrahúss innlögnum," segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Tuttugu liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 en áttatíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Smitsjúkdómalæknir segir meiri hættu á því í þessari bylgju en þeirri fyrri að veiran nái til viðkvæmari hópa vegna þess hvað hún sé víða í samfélaginu. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum stöðugt vera að þyngjast. Már Kristjánsson segir reynslu heilbrigðiskerfisins af meðhöndlun á covid sjúkdómnum skila sér í grimmari meðferð á fólki á göngudeild sem vonandi fækki innlögnum.Stöð 2/Egill „Í morgun vorum við með átján sjúklinga inni en mér er kunnugt um að tveir hafi verið lagðir inn síðan og hingað til. Þannig að við erum með tuttugu manns. Það eru fjórir á gjörgæslu og vaxandi fjöldi á göngudeildinni," sagði Már nú síðdegis. Staðan sé því að þyngjast á öllum vígstöðvum. Miðað við þann fjölda sem hafi verið að greinast daglega undanfarna viku megi búast við fjölgun næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. En það geti tekið allt að viku frá því fólk veikist þar til það sé komið inn á spítala. „Meðalaldurinn í þessum hópi í samfélaginu núna er klárlega lægri," segir Már. Aldursdreifingin sé hins vegar dreifðari en áður þannig að fólk á áttræðis, níræðis og jafnvel tíðræðis aldri séu einnig að veikjast. „Af því þetta er víðar í samfélaginu er meiri hætta á að þetta komist inn í miklu viðkvæmari hópa. Eins og við eru að sjá til dæmis á öldrunarstofnunum og öldrunardeildum. Þannig að það er mikil áskorun fyrir okkur. Við reynum kannski að glíma svolítið öðru vísi við faraldurinn en áður til að koma í veg fyrir þetta," segir Már. Það hafi ekki tekist að efla einstaklinga á baráttunni nú eins vel og tekist hafi í vor. En vonandi færi hertari aðgerði fólki heim sanninn um alvarleika málsins. Hann voni að álagið verði ekki meira en í bylgjunni í vor. Margt hafi verið straumlínulagað í störfum sjúkrahússins síðan þá. „Þar á ég bæði við nálgunina gagnvart einstaklingunum. Þannig að við erum að verða grimmari í að meðhöndla þá til að forða innlögnum. Vonandi skilar það sér í betri horfum fyrir fólk og hlutfallslega færri sjúkrahúss innlögnum," segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira