„Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 17:00 Aron Einar Gunnarsson klappar saman lófum á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. vísir/vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er ánægður að það sé loksins komið að leiknum gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. „Þetta er búin að vera löng bið en við hlökkum til. Það er mikil spenna og menn eru klárir í leikinn. Mér líður eins og við séum búnir að undirbúa okkur það lengi að það ætti ekkert að koma okkur á óvart. Við erum vanir þessum pressuleikjum. Það er undir okkur komið hvernig við náum að stjórna þessum leik á morgun. Hann verður erfiður, við vitum það,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Þurfum að nýta spennustigið rétt Reynslan í íslenska hópnum er mikil og margir leikmenn þekkja það að spila stóra leiki. Kynslóðin sem Aron Einar tilheyrir spilaði t.a.m. sína fyrstu umspilsleiki gegn Skotum fyrir EM U-21 ára fyrir áratug. „Það mun skipta máli. Við ætlum að nýta okkur það rétt. Við þurfum að nýta spennustigið á réttan hátt og vonast til að þeir geri þessi stóru mistök sem skipta máli. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta og vitum hvað þeir koma til með að vera góðir í en þurfum að nýta okkur þeirra slæmu punkta,“ sagði Aron Einar. Aron Einar leikur sinn 88. landsleik á morgun.vísir/vilhelm Það verður tómlegt um að litast í stúkunni á Laugardalsvelli á morgun. Hún verður þó ekki tóm því 60 meðlimir Tólfunnar verða á leiknum og munu væntanlega láta vel í sér heyra. Vildum auðvitað hafa fullan völl „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu. Það er klárt mál. Við erum allavega með þá og þakklátir fyrir það. En þetta er úr okkar höndum. Auðvitað vildum við hafa fullan völl en það er ekki þannig,“ sagði Aron Einar. „Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvernig við spilum þennan leik. Þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Aron Einar vildi ekki mikið ræða rúmenska liðið en sagði þó að það væri verðugur andstæðingur. „Þeir eru flinkir, góðir einn á einn. Þeir vilja teygja völlinn og við þurfum að vera traustir og þéttir og nýta okkar styrkleika,“ sagði Aron Einar að endingu. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Klippa: Viðtal við Aron Einar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er ánægður að það sé loksins komið að leiknum gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. „Þetta er búin að vera löng bið en við hlökkum til. Það er mikil spenna og menn eru klárir í leikinn. Mér líður eins og við séum búnir að undirbúa okkur það lengi að það ætti ekkert að koma okkur á óvart. Við erum vanir þessum pressuleikjum. Það er undir okkur komið hvernig við náum að stjórna þessum leik á morgun. Hann verður erfiður, við vitum það,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Þurfum að nýta spennustigið rétt Reynslan í íslenska hópnum er mikil og margir leikmenn þekkja það að spila stóra leiki. Kynslóðin sem Aron Einar tilheyrir spilaði t.a.m. sína fyrstu umspilsleiki gegn Skotum fyrir EM U-21 ára fyrir áratug. „Það mun skipta máli. Við ætlum að nýta okkur það rétt. Við þurfum að nýta spennustigið á réttan hátt og vonast til að þeir geri þessi stóru mistök sem skipta máli. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta og vitum hvað þeir koma til með að vera góðir í en þurfum að nýta okkur þeirra slæmu punkta,“ sagði Aron Einar. Aron Einar leikur sinn 88. landsleik á morgun.vísir/vilhelm Það verður tómlegt um að litast í stúkunni á Laugardalsvelli á morgun. Hún verður þó ekki tóm því 60 meðlimir Tólfunnar verða á leiknum og munu væntanlega láta vel í sér heyra. Vildum auðvitað hafa fullan völl „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu. Það er klárt mál. Við erum allavega með þá og þakklátir fyrir það. En þetta er úr okkar höndum. Auðvitað vildum við hafa fullan völl en það er ekki þannig,“ sagði Aron Einar. „Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og hvernig við spilum þennan leik. Þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Aron Einar vildi ekki mikið ræða rúmenska liðið en sagði þó að það væri verðugur andstæðingur. „Þeir eru flinkir, góðir einn á einn. Þeir vilja teygja völlinn og við þurfum að vera traustir og þéttir og nýta okkar styrkleika,“ sagði Aron Einar að endingu. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á morgun en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Klippa: Viðtal við Aron Einar
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00 Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49 Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Rúmeníu Íslenska landsliðið verður undirbúið ef grípa þarf til vítaspyrnukeppni gegn Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020. 7. október 2020 12:00
Aron Einar: Þakklátir fyrir að hafa Tólfuna í stúkunni á morgun Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með það að sextíu meðlimir Tólfunnar fái að vera í stúkunni á Laugardalsvelli í Rúmeníuleiknum. 7. október 2020 10:49
Sverrir Ingi mátti ekki æfa með íslenska liðinu Íslenska landsliðið var án eins leikmanns á æfingu liðsins í gær, tveimur dögum fyrir leikinn mikilvæga á móti Rúmeníu. 7. október 2020 10:40
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. 7. október 2020 10:15
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54
Gaupi kíkti í Laugardalinn: „Það er mikið búið að ganga á“ Undirbúningur KSÍ fyrir leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu hefur verið í gangi í marga mánuði en á fimmtudaginn fer leikurinn loksins fram. Vonandi. Guðjón Guðmundsson kíkti þar af leiðandi í Laugardalinn. 7. október 2020 07:00