Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. október 2020 12:27 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem birt var í gærkvöldi heimili íþróttastarf barna og íþróttir utandyra. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Í minnisblaði hans til ráðherra vegna hertra samkomutakmarkanna á höfuðborgarsvæðinu mæltist hann til þess að öllu íþróttastarfi yrði slegið á frest. Ráðherra fór hins vegar ekki í öllu eftir þessari tillögu Þórólfs. „Við mæltumst til að íþróttir yrðu stöðvaðar og líkamsrækt næstu tvær vikurnar. Þetta var endanleg útfærsla í auglýsingunni að íþróttir og íþróttastarf innandyra væri bannað. Það var gert á þeim grunni að smithættan væri meiri þar, þar væri meiri nánd, en áfram væri íþróttastarf leyft utandyra með tveggja metra reglunni. Það eru hins vegar spurningar sem vakna í kringum þetta sem við erum bara að útfæra í samvinnu við ráðuneytið og íþróttahreyfinguna hvað þetta þýðir í raun og veru varðandi íþróttastarf hér á höfuðborgarsvæðinu og við erum ekki alveg búin að fá endanlegan botn í það,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að ráðherra fari ekki í raun og veru gegn ráðleggingum sóttvarnalæknis segir Þórólfur ráðherrann ekki fara alveg eftir þeim og hugsa þetta aðeins öðruvísi. „Og vel að merkja þá er allt þetta unnið í mjög miklum flýti og það getur verið að það séu einhver svona atriði sem hafi dottið upp fyrir og við þurfum bara að skýra það. En það er ekkert óeðlilegt þótt ráðherra fari ekki í einu og öllu eftir því sem ég legg til. Hann þarf oft að líta til annarra hluta og taka víðara sjónarhorn á það og það er ekkert óeðlilegt finnst mér,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að veita eins fáar undanþágur og mögulegt er Þrátt fyrir reglugerðina mælast þó sóttvarnalæknir og almannavarnir til þess að íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu verði raunverulega stoppað næstu tvær vikurnar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé þannig til þess að gera það sem við getum til þess að stoppa þetta.“ Þannig að þrátt fyrir að ráðherra leggi annað til þá er það þín skoðun að það eigi að stoppa allt íþróttastarf, líka hjá börnum? „Líka hjá börnum. Ég held að sérstaklega þessa stóru atburði, það eigi líka að stoppa þá næstu tvær vikur og ég held að það muni enginn bíða skaða af því þótt íþróttastarf stöðvist í tvær vikur,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort hann upplifi einhvern þrýsting, til dæmis vegna landsleiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum umspils fyrir EM í knattspyrnu karla sem fyrirhugaður er á morgun segir Þórólfur: „Það sem gerist þá í þessu væri það að annað hvort fá menn undanþágu frá þessum landsleik eða landsleikurinn fer bara fram með þessum áhorfendafjölda sem er leyfður. Við höfum alltaf verið að gera alls konar undanþágur frá þeim reglum sem eru í gangi og það er mjög mikið af undanþágubeiðnum sem eru að berast inn núna. En ég stend við það eins og ég sagði í gær að ég held að það sé mjög mikilvægt að veita eins fáar undanþágur og mögulegt er. Ef við förum að veita margar undanþágur þá bíta þessar aðgerðir ekki.“ Búast má við fleiri innlögnum á spítalann á næstunni 87 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur segir að þann fjölda svipaðan og við mátti búast en á mánudag greindust 99 með veiruna innanlands, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Áfram eru langflestir þeirra sem greinast búsettir á höfuðborgarsvæðinu en á miðnætti tóku hertar samkomutakmarkanir gildi þar. „Þannig að þróunin er bara svipuð því sem við bjuggumst við og eins og við vorum búin að segja, það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þessum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Fimm voru lagðir inn á Landspítalann síðastliðinn sólarhring vegna Covid-19 og tveir útskrifaðir. Alls eru þá átján inniliggjandi vegna sjúkdómsins. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Þórólfur segir að búast megi við því að fleiri leggist inn á spítalann á næstunni þar sem áfram séu mjög margir í eftirliti hjá Covid-göngudeildinni. Uppfært klukkan 16:35 Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa við tilmæli sín þess efnis að allt íþróttastarf barna, þar með taldar æfingar í yngri flokkum, verði lagðar niður næstu tvær vikurnar. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannvarna í samtali við Vísi. Öll hópamyndun auki líkur á dreifingu smita og geri smitrakningu erfiðari. Ráðuneytið hafi ákveðið að heimila íþróttastarf barna og íþróttir utandyra og hafi sínar ástæður fyrir því. Tilmæli sóttvarnalæknis standi hins vegar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem birt var í gærkvöldi heimili íþróttastarf barna og íþróttir utandyra. Þetta segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Í minnisblaði hans til ráðherra vegna hertra samkomutakmarkanna á höfuðborgarsvæðinu mæltist hann til þess að öllu íþróttastarfi yrði slegið á frest. Ráðherra fór hins vegar ekki í öllu eftir þessari tillögu Þórólfs. „Við mæltumst til að íþróttir yrðu stöðvaðar og líkamsrækt næstu tvær vikurnar. Þetta var endanleg útfærsla í auglýsingunni að íþróttir og íþróttastarf innandyra væri bannað. Það var gert á þeim grunni að smithættan væri meiri þar, þar væri meiri nánd, en áfram væri íþróttastarf leyft utandyra með tveggja metra reglunni. Það eru hins vegar spurningar sem vakna í kringum þetta sem við erum bara að útfæra í samvinnu við ráðuneytið og íþróttahreyfinguna hvað þetta þýðir í raun og veru varðandi íþróttastarf hér á höfuðborgarsvæðinu og við erum ekki alveg búin að fá endanlegan botn í það,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að ráðherra fari ekki í raun og veru gegn ráðleggingum sóttvarnalæknis segir Þórólfur ráðherrann ekki fara alveg eftir þeim og hugsa þetta aðeins öðruvísi. „Og vel að merkja þá er allt þetta unnið í mjög miklum flýti og það getur verið að það séu einhver svona atriði sem hafi dottið upp fyrir og við þurfum bara að skýra það. En það er ekkert óeðlilegt þótt ráðherra fari ekki í einu og öllu eftir því sem ég legg til. Hann þarf oft að líta til annarra hluta og taka víðara sjónarhorn á það og það er ekkert óeðlilegt finnst mér,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að veita eins fáar undanþágur og mögulegt er Þrátt fyrir reglugerðina mælast þó sóttvarnalæknir og almannavarnir til þess að íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu verði raunverulega stoppað næstu tvær vikurnar. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé þannig til þess að gera það sem við getum til þess að stoppa þetta.“ Þannig að þrátt fyrir að ráðherra leggi annað til þá er það þín skoðun að það eigi að stoppa allt íþróttastarf, líka hjá börnum? „Líka hjá börnum. Ég held að sérstaklega þessa stóru atburði, það eigi líka að stoppa þá næstu tvær vikur og ég held að það muni enginn bíða skaða af því þótt íþróttastarf stöðvist í tvær vikur,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort hann upplifi einhvern þrýsting, til dæmis vegna landsleiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum umspils fyrir EM í knattspyrnu karla sem fyrirhugaður er á morgun segir Þórólfur: „Það sem gerist þá í þessu væri það að annað hvort fá menn undanþágu frá þessum landsleik eða landsleikurinn fer bara fram með þessum áhorfendafjölda sem er leyfður. Við höfum alltaf verið að gera alls konar undanþágur frá þeim reglum sem eru í gangi og það er mjög mikið af undanþágubeiðnum sem eru að berast inn núna. En ég stend við það eins og ég sagði í gær að ég held að það sé mjög mikilvægt að veita eins fáar undanþágur og mögulegt er. Ef við förum að veita margar undanþágur þá bíta þessar aðgerðir ekki.“ Búast má við fleiri innlögnum á spítalann á næstunni 87 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þórólfur segir að þann fjölda svipaðan og við mátti búast en á mánudag greindust 99 með veiruna innanlands, langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Áfram eru langflestir þeirra sem greinast búsettir á höfuðborgarsvæðinu en á miðnætti tóku hertar samkomutakmarkanir gildi þar. „Þannig að þróunin er bara svipuð því sem við bjuggumst við og eins og við vorum búin að segja, það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þessum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Fimm voru lagðir inn á Landspítalann síðastliðinn sólarhring vegna Covid-19 og tveir útskrifaðir. Alls eru þá átján inniliggjandi vegna sjúkdómsins. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Þórólfur segir að búast megi við því að fleiri leggist inn á spítalann á næstunni þar sem áfram séu mjög margir í eftirliti hjá Covid-göngudeildinni. Uppfært klukkan 16:35 Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa við tilmæli sín þess efnis að allt íþróttastarf barna, þar með taldar æfingar í yngri flokkum, verði lagðar niður næstu tvær vikurnar. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannvarna í samtali við Vísi. Öll hópamyndun auki líkur á dreifingu smita og geri smitrakningu erfiðari. Ráðuneytið hafi ákveðið að heimila íþróttastarf barna og íþróttir utandyra og hafi sínar ástæður fyrir því. Tilmæli sóttvarnalæknis standi hins vegar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira