Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 20:02 Rúnar Svavarsson er formaður Hnefaleikafélags Kópavogs. Á sjötta tug kórónuveirusmita hafa verið rekin til félagsins. Samsett Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. Lögð hafi verið áhersla á góð samskipti við iðkendur og almannavarnir. Þá þykir formanninum miður þegar fólk leitar logandi ljósi að „blóraböggli“. „Við tókum af skarið og lokuðum strax. Manni finnst þetta samfélagsleg ábyrgð að gera það þegar svona kemur upp,“ segir Rúnar Svavarsson, formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, í samtali við Vísi. Iðkandi hjá félaginu greindist með kórónuveiruna á fimmtudag eftir að hafa verið við æfingar helgina á undan. Nú eru smit tengd félaginu orðin á sjötta tug. Um er að ræða eina stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp hér á landi síðan faraldurinn hófst. Almannavarnir hafa hrósað félaginu fyrir að hafa tekið vel á málum og létt smitrakningarteyminu róðurinn. „Við vildum gera allt til að koma í veg fyrir fleiri smit,“ segir Rúnar. „Það voru sendir tölvupóstar á alla og haft samband við alla sem voru í húsinu. Það eru það mikil tengsl á milli iðkenda og þetta var fljótt að fréttast á milli. Flestir voru búnir að fara í skimun áður en haft var samband við þá. Þó það sé alltaf leiðinlegt þegar kemur upp sýking eða hópsmit þá er gott að vera skrefinu á undan fyrirmælum sóttvarnalæknis.“ Hann segir félagið hafa viðhaft góðar sóttvarnir, gólf hafi verið sótthreinsuð í lok hvers dags, og þá var strax ákveðið að loka húsnæði félagsins þegar smitið kom upp. Rúnar bendir á að veiran sé fljót að dreifast komi hún upp innan íþróttar eins og hnefaleika, sem í eðli sínu fela í sér mikla snertingu iðkenda. „Það versta við þetta, þegar kemur upp svona hópsýking, þá leita menn að einhverjum blóraböggli. Það er það sem manni hefur fundist svolítið slæmt í þessu. Þetta er að dreifast út um allt. Það voru hundrað smit í dag. Og er það þá hópsýkingunni frá Hnefaleikafélaginu að kenna?“ spyr Rúnar. „Við erum bara að díla við heimsfaraldur. Fólk verður bara að takast á við þetta.“ Allir hraustir enn Rúnar veit ekki til þess að neinn af iðkendum félagsins sem hafa greinst með veiruna hafi fengið alvarleg einkenni. „Þetta eru íþróttamenn þannig að þeir eru í hörkuformi. Menn eru bara æfandi inni á hótelherbergi held ég,“ segir Rúnar. Það mikilvægasta sé að sjálfsögðu að vernda alla tengda iðkendunum sem kunni að vera viðkvæmir fyrir veirunni. „Það fóru einhverjir á hótel í ljósi þess að foreldrar eða einhverjir tengdir eru í áhættuhóp. Það er allt gert til að forða fleiri smitum.“ Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins tiltekna daga hafi verið boðaðir í skimun fyrir veirunni. Hluti iðkenda var skimaður í dag og afgangurinn á morgun. Þeir sem hefðu smitast væru ýmist sjálfir iðkendur eða fólk tengt þeim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54 Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. Lögð hafi verið áhersla á góð samskipti við iðkendur og almannavarnir. Þá þykir formanninum miður þegar fólk leitar logandi ljósi að „blóraböggli“. „Við tókum af skarið og lokuðum strax. Manni finnst þetta samfélagsleg ábyrgð að gera það þegar svona kemur upp,“ segir Rúnar Svavarsson, formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, í samtali við Vísi. Iðkandi hjá félaginu greindist með kórónuveiruna á fimmtudag eftir að hafa verið við æfingar helgina á undan. Nú eru smit tengd félaginu orðin á sjötta tug. Um er að ræða eina stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp hér á landi síðan faraldurinn hófst. Almannavarnir hafa hrósað félaginu fyrir að hafa tekið vel á málum og létt smitrakningarteyminu róðurinn. „Við vildum gera allt til að koma í veg fyrir fleiri smit,“ segir Rúnar. „Það voru sendir tölvupóstar á alla og haft samband við alla sem voru í húsinu. Það eru það mikil tengsl á milli iðkenda og þetta var fljótt að fréttast á milli. Flestir voru búnir að fara í skimun áður en haft var samband við þá. Þó það sé alltaf leiðinlegt þegar kemur upp sýking eða hópsmit þá er gott að vera skrefinu á undan fyrirmælum sóttvarnalæknis.“ Hann segir félagið hafa viðhaft góðar sóttvarnir, gólf hafi verið sótthreinsuð í lok hvers dags, og þá var strax ákveðið að loka húsnæði félagsins þegar smitið kom upp. Rúnar bendir á að veiran sé fljót að dreifast komi hún upp innan íþróttar eins og hnefaleika, sem í eðli sínu fela í sér mikla snertingu iðkenda. „Það versta við þetta, þegar kemur upp svona hópsýking, þá leita menn að einhverjum blóraböggli. Það er það sem manni hefur fundist svolítið slæmt í þessu. Þetta er að dreifast út um allt. Það voru hundrað smit í dag. Og er það þá hópsýkingunni frá Hnefaleikafélaginu að kenna?“ spyr Rúnar. „Við erum bara að díla við heimsfaraldur. Fólk verður bara að takast á við þetta.“ Allir hraustir enn Rúnar veit ekki til þess að neinn af iðkendum félagsins sem hafa greinst með veiruna hafi fengið alvarleg einkenni. „Þetta eru íþróttamenn þannig að þeir eru í hörkuformi. Menn eru bara æfandi inni á hótelherbergi held ég,“ segir Rúnar. Það mikilvægasta sé að sjálfsögðu að vernda alla tengda iðkendunum sem kunni að vera viðkvæmir fyrir veirunni. „Það fóru einhverjir á hótel í ljósi þess að foreldrar eða einhverjir tengdir eru í áhættuhóp. Það er allt gert til að forða fleiri smitum.“ Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins tiltekna daga hafi verið boðaðir í skimun fyrir veirunni. Hluti iðkenda var skimaður í dag og afgangurinn á morgun. Þeir sem hefðu smitast væru ýmist sjálfir iðkendur eða fólk tengt þeim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54 Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Smitin tengjast nánast öllu mögulegu Kórónuveirusmitin tengjast öllu mögulegu; vinnustöðum, fjölskyldum, gönguhópum, hlaupahópum og fleiru, að sögn Víðis Reynissonar. 6. október 2020 15:54
Smitaðir tengdir Hnefaleikafélaginu orðnir á fjórða tug Kórónuveirusmit sem rekja má til Hnefaleikafélags Kópavogs eru nú orðin á fjórða tug og hefur því fjölgað ört í dag. 5. október 2020 16:21
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent