Væntir þess að hertar aðgerðir taki gildi strax í fyrramálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 18:41 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að tillögur sóttvarnalæknis um hertar veiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði samþykktar og taki gildi strax í fyrramálið. Þetta sagði forsætisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Katrín sagði að tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hefðu borist ríkisstjórninni. Hún ætti von á því að heilbrigðisráðherra samþykkti þær og myndi birta auglýsingu sína í kvöld. Reglurnar myndu þannig að öllum líkindum taka gildi strax í fyrramálið. Katrín kvaðst hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt og mikið smituðum hefur fjölgað síðustu daga. Mikilvægt væri að taka stöðuna föstum tökum núna. Þá væntir Katrín þess að landsleikur Íslands og Rúmeníu muni fara fram á Laugardalsvelli á fimmtudag. Hins vegar verði að öllum líkindum engir áhorfendur á leiknum heldur þurfi landsmenn að fylgjast með honum heima í stofu. Sóttvarnalæknir lagði það til við ráðherra í dag að tekin verði aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verði stöðvuð og hert verði á grímuskyldu. Þetta verða því aðgerðirnar sem allt bendir til þess að taki gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið byrjar u.þ.b. á mínútu 2:10. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07 Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að tillögur sóttvarnalæknis um hertar veiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði samþykktar og taki gildi strax í fyrramálið. Þetta sagði forsætisráðherra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Katrín sagði að tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hefðu borist ríkisstjórninni. Hún ætti von á því að heilbrigðisráðherra samþykkti þær og myndi birta auglýsingu sína í kvöld. Reglurnar myndu þannig að öllum líkindum taka gildi strax í fyrramálið. Katrín kvaðst hafa miklar áhyggjur af því hversu hratt og mikið smituðum hefur fjölgað síðustu daga. Mikilvægt væri að taka stöðuna föstum tökum núna. Þá væntir Katrín þess að landsleikur Íslands og Rúmeníu muni fara fram á Laugardalsvelli á fimmtudag. Hins vegar verði að öllum líkindum engir áhorfendur á leiknum heldur þurfi landsmenn að fylgjast með honum heima í stofu. Sóttvarnalæknir lagði það til við ráðherra í dag að tekin verði aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verði stöðvuð og hert verði á grímuskyldu. Þetta verða því aðgerðirnar sem allt bendir til þess að taki gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið byrjar u.þ.b. á mínútu 2:10.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07 Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Ástandið versnaði tíu dögum eftir að eins metra reglan tók gildi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að tekið hafi að halla undan fæti viku til tíu dögum eftir að eins metra fjarlægðarreglan tók gildi 7. september. 6. október 2020 18:07
Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hópsýkingu faraldursins Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. 6. október 2020 17:33