Telur það koma sterklega til álita að grípa til enn harðari aðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2020 10:54 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir það einsýnt að róðurinn á spítalanum vegna Covid-19 verði enn þyngri á næstunni en hann er núna. Hann segist halda að það komi sterklega til álita hvort ekki eigi að grípa til enn harðari aðgerða til þess að reyna að draga úr fjölgun smitaðra en í gær greindust 99 manns með veiruna samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. „Þannig að þetta horfir fremur þunglega myndi ég segja,“ segir Már í samtali við Vísi. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Már segir faraldurinn greinilega miklu meiri að umfangi nú heldur en síðast og annars eðlis. „Ég held að það megi búast við að þetta verði miklu umfangsmeira núna heldur en síðast bara á grundvelli dreifingarinnar í samfélaginu,“ segir hann. Veiran sé miklu dreifðari um allt samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju faraldursins. „Og ég held að það komi sterklega til álita hvort það eigi ekki að grípa til enn harðari aðgerða til þess að draga úr þessu,“ segir Már og vísar í fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær, tæplega 100 manns. „Þetta er bara einn stakur dagur en ef við fáum svona á hverjum degi núna þá höfum við ekki mikið svigrúm til að glíma við það. Þess vegna er mjög brýnt að við náum tökum á þessu til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við þurfum vegna þess að það eru önnur verkefni líka,“ segir Már. Mikill meirihluta þeirra sem eru í einangrun eru með væg einkenni Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, segir að mikill meirihluti þeirra sem er í einangrun núna sé með væg einkenni sjúkdómsins, eða níutíu prósent. Þessir einstaklingar eru þá grænmerktir hjá göngudeildinni. Fimm prósent, eða rúmlega fjörutíu manns, eru svo merktir hjá göngudeildinni sem gulir. Það þýðir að þeim sé ekki batnandi á fimm dögum. Þessir sjúklingar eru undir sérstöku eftirliti göngudeildarinnar. Ragnar segir þennan fjölda gulmerktra vel viðráðanlegan. Allir séu kallaðir inn sem metið sé sem svo að þurfi að kalla inn. „Það voru tíu heimsóknir í gær eða svo og það verður örugglega eitthvað svipað í dag. Við metum hvern og einn. Ef þig vantar vökva þá færðu vökva, ef þig vantar verkjalyf, þá færðu verkjalyf, ógleðilyf, veirulyf. Við metum hvern og einn einstaklingsbundið,“ segir Ragnar. Sárafáir eru síðan rauðmerktir hjá göngudeildinni. Það þýðir að þeir eru með alvarlegri einkenni en þeir gulmerktu en geta þó spjarað sig heima. „Við kíkjum á þá á hverjum degi og ef þeir þurfa að leggjast inn þá leggjast þeir inn en ef þeir geta verið heima þá eru þeir heima,“ segir Ragnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir það einsýnt að róðurinn á spítalanum vegna Covid-19 verði enn þyngri á næstunni en hann er núna. Hann segist halda að það komi sterklega til álita hvort ekki eigi að grípa til enn harðari aðgerða til þess að reyna að draga úr fjölgun smitaðra en í gær greindust 99 manns með veiruna samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. „Þannig að þetta horfir fremur þunglega myndi ég segja,“ segir Már í samtali við Vísi. Fimmtán manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fjórir á gjörgæslu og þrír þeirra eru í öndunarvél. Már segir faraldurinn greinilega miklu meiri að umfangi nú heldur en síðast og annars eðlis. „Ég held að það megi búast við að þetta verði miklu umfangsmeira núna heldur en síðast bara á grundvelli dreifingarinnar í samfélaginu,“ segir hann. Veiran sé miklu dreifðari um allt samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju faraldursins. „Og ég held að það komi sterklega til álita hvort það eigi ekki að grípa til enn harðari aðgerða til þess að draga úr þessu,“ segir Már og vísar í fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær, tæplega 100 manns. „Þetta er bara einn stakur dagur en ef við fáum svona á hverjum degi núna þá höfum við ekki mikið svigrúm til að glíma við það. Þess vegna er mjög brýnt að við náum tökum á þessu til að við getum sinnt þeim verkefnum sem við þurfum vegna þess að það eru önnur verkefni líka,“ segir Már. Mikill meirihluta þeirra sem eru í einangrun eru með væg einkenni Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, segir að mikill meirihluti þeirra sem er í einangrun núna sé með væg einkenni sjúkdómsins, eða níutíu prósent. Þessir einstaklingar eru þá grænmerktir hjá göngudeildinni. Fimm prósent, eða rúmlega fjörutíu manns, eru svo merktir hjá göngudeildinni sem gulir. Það þýðir að þeim sé ekki batnandi á fimm dögum. Þessir sjúklingar eru undir sérstöku eftirliti göngudeildarinnar. Ragnar segir þennan fjölda gulmerktra vel viðráðanlegan. Allir séu kallaðir inn sem metið sé sem svo að þurfi að kalla inn. „Það voru tíu heimsóknir í gær eða svo og það verður örugglega eitthvað svipað í dag. Við metum hvern og einn. Ef þig vantar vökva þá færðu vökva, ef þig vantar verkjalyf, þá færðu verkjalyf, ógleðilyf, veirulyf. Við metum hvern og einn einstaklingsbundið,“ segir Ragnar. Sárafáir eru síðan rauðmerktir hjá göngudeildinni. Það þýðir að þeir eru með alvarlegri einkenni en þeir gulmerktu en geta þó spjarað sig heima. „Við kíkjum á þá á hverjum degi og ef þeir þurfa að leggjast inn þá leggjast þeir inn en ef þeir geta verið heima þá eru þeir heima,“ segir Ragnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira