Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2020 22:28 Vegagerðin stefnir að því að bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun. Teikning/Vegagerðin. Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Margir spyrja sig nú hvort kærumálum um Teigsskóg sé lokið eftir að öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis var hafnað fyrir helgi. Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir: „Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi." „Fyrir okkur sem umhverfissamtök, þá lítur út fyrir að möguleikarnir séu uppurnir," svarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, spurningunni, og bætir við að þau séu bæði sorgmædd og svartsýn um framhaldið, en segir það þó verða skoðað áfram. Horft út Djúpafjörð af Hjallahálsi. Þvera á fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróness.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni telja menn að þótt úrskurðurinn sé afdráttarlaus geti Teigsskógur enn ratað fyrir dómstóla. Vegagerðin hyggst bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun, að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. Bent er á að andstæðingar gætu þá reynt að stöðva framkvæmdina með því að krefjast lögbanns og höfða í framhaldinu dómsmál. Þá er ólokið samningum Vegagerðar við landeigendur sem andsnúnir eru veginum. Kærendur vísuðu til þess að við lagningu Hófaskarðsleiðar fyrir rúmum áratug hafi landeigendum við Kópasker tekist með hæstaréttardómi að hrinda eignarnámi á þeirri forsendu að ríkið hafi átt það val að leggja veginn um eigið land. Vegagerðinni var með hæstaréttardómi árið 2008 synjað um eignarnám vegna lokaáfanga Hófaskarðsleiðar næst Kópaskeri.Mynd/Stöð 2. Í áliti Úrskurðarnefndarinnar fyrir helgi er það fordæmi hins vegar ekki talið eiga við um Teigsskóg þar sem aðrir valmöguleikar á veglínu liggi um annað land í einkaeigu en ekki um ríkisjarðir. „Yrði ekki farið um land það sem kærendur eiga yrði eftir atvikum farið með umræddan veg um land annarra landeigenda, en um er að ræða á þriðja tug landareigna. Mismunandi leiðarval myndi því ávallt leiða til íþyngjandi ákvörðunar gagnvart einhverjum landeigendum. Verður því ekki séð að sjónarmið um meðalhóf gagnvart kærendum sérstaklega, umfram aðra landeigendur, hafi átt að standa hinni kærðu ákvörðun í vegi,“ segir Úrskurðarnefndin um þetta álitaefni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2009 um Hófaskarðsleið má sjá hér: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Margir spyrja sig nú hvort kærumálum um Teigsskóg sé lokið eftir að öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis var hafnað fyrir helgi. Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir: „Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi." „Fyrir okkur sem umhverfissamtök, þá lítur út fyrir að möguleikarnir séu uppurnir," svarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, spurningunni, og bætir við að þau séu bæði sorgmædd og svartsýn um framhaldið, en segir það þó verða skoðað áfram. Horft út Djúpafjörð af Hjallahálsi. Þvera á fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróness.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni telja menn að þótt úrskurðurinn sé afdráttarlaus geti Teigsskógur enn ratað fyrir dómstóla. Vegagerðin hyggst bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun, að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. Bent er á að andstæðingar gætu þá reynt að stöðva framkvæmdina með því að krefjast lögbanns og höfða í framhaldinu dómsmál. Þá er ólokið samningum Vegagerðar við landeigendur sem andsnúnir eru veginum. Kærendur vísuðu til þess að við lagningu Hófaskarðsleiðar fyrir rúmum áratug hafi landeigendum við Kópasker tekist með hæstaréttardómi að hrinda eignarnámi á þeirri forsendu að ríkið hafi átt það val að leggja veginn um eigið land. Vegagerðinni var með hæstaréttardómi árið 2008 synjað um eignarnám vegna lokaáfanga Hófaskarðsleiðar næst Kópaskeri.Mynd/Stöð 2. Í áliti Úrskurðarnefndarinnar fyrir helgi er það fordæmi hins vegar ekki talið eiga við um Teigsskóg þar sem aðrir valmöguleikar á veglínu liggi um annað land í einkaeigu en ekki um ríkisjarðir. „Yrði ekki farið um land það sem kærendur eiga yrði eftir atvikum farið með umræddan veg um land annarra landeigenda, en um er að ræða á þriðja tug landareigna. Mismunandi leiðarval myndi því ávallt leiða til íþyngjandi ákvörðunar gagnvart einhverjum landeigendum. Verður því ekki séð að sjónarmið um meðalhóf gagnvart kærendum sérstaklega, umfram aðra landeigendur, hafi átt að standa hinni kærðu ákvörðun í vegi,“ segir Úrskurðarnefndin um þetta álitaefni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2009 um Hófaskarðsleið má sjá hér:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58