Umferð um Hringveg dróst saman um 16,3% Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. október 2020 00:01 Mikill samdráttur varð í umferð á milli september mánaða ársins í ár og í fyrra. Vísir/Vilhelm Umferðin á Hringveginum dróst saman um 16,3% í september miðað við september í fyrra. Það er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 75% á Hringveginum við Lón. Kórónaveirufaraldurinn er ástæða þessa samdráttar og fækkun ferðamanna vegna faraldursins hefur bein áhrif á umferð um Hringveginn sem og höfuðborgarsvæðið. Hlutfallslegur mismunur lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2019 og 2020. Tölurnar miða við talningu á 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi. Þessi samdráttur, 16,3% er langmesti samdrátturinn sem mælst hefur í sama mánuði á milli ára. Áður hafði mælst 2,6% samdráttur árin 2007 og 2008. Nú er því að mælast næstum sjöfalt meiri samdráttur en áður. Landsvæði Samdráttur varð á öllum landsvæðum í september. Mestur samdráttur varð á Austurlandi eða tæp 49%. Af einstaka mælisniðum, er það helst að frétta að 75% samdráttur varð um Hringveg í Lóni en minnstur varð samdráttur rétt rúmlega 1% við Úlfarsfell. Meðalumferð eftir vikudögum það sem af er ári 2020 um 16 lykilteljara á Hringvegi. Vikudagar Umferð dróst saman alla vikudaga í september, mestur samdráttur varð á sunnudögum, um 17% en minnstur á þriðjudögum eða um 11,5%. Árið 2020 Samdráttur það sem af er ári er um 12,5% miðað við sama tíma í fyrra. Mest hefur umferð dregist saman á Austurlandi frá áramótum eða um 28,5% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða um 5,6%. Það stefnir í met samdrátt á milli ára um 11 til 12% á Hringvegi. Mestur samdráttur á einu ári hefur mælst 5,3% á Hringvegi, það var árin 2010 og 2011. Nú stefnir því í rúmlega tvöfalt meiri samdrátt. Umferð Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
Umferðin á Hringveginum dróst saman um 16,3% í september miðað við september í fyrra. Það er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 75% á Hringveginum við Lón. Kórónaveirufaraldurinn er ástæða þessa samdráttar og fækkun ferðamanna vegna faraldursins hefur bein áhrif á umferð um Hringveginn sem og höfuðborgarsvæðið. Hlutfallslegur mismunur lykilteljara á Hringvegi á milli áranna 2019 og 2020. Tölurnar miða við talningu á 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi. Þessi samdráttur, 16,3% er langmesti samdrátturinn sem mælst hefur í sama mánuði á milli ára. Áður hafði mælst 2,6% samdráttur árin 2007 og 2008. Nú er því að mælast næstum sjöfalt meiri samdráttur en áður. Landsvæði Samdráttur varð á öllum landsvæðum í september. Mestur samdráttur varð á Austurlandi eða tæp 49%. Af einstaka mælisniðum, er það helst að frétta að 75% samdráttur varð um Hringveg í Lóni en minnstur varð samdráttur rétt rúmlega 1% við Úlfarsfell. Meðalumferð eftir vikudögum það sem af er ári 2020 um 16 lykilteljara á Hringvegi. Vikudagar Umferð dróst saman alla vikudaga í september, mestur samdráttur varð á sunnudögum, um 17% en minnstur á þriðjudögum eða um 11,5%. Árið 2020 Samdráttur það sem af er ári er um 12,5% miðað við sama tíma í fyrra. Mest hefur umferð dregist saman á Austurlandi frá áramótum eða um 28,5% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða um 5,6%. Það stefnir í met samdrátt á milli ára um 11 til 12% á Hringvegi. Mestur samdráttur á einu ári hefur mælst 5,3% á Hringvegi, það var árin 2010 og 2011. Nú stefnir því í rúmlega tvöfalt meiri samdrátt.
Umferð Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent