Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er hér fyrir miðju. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir standa honum við hlið. Lögreglan Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. Hann telur þó að það hefði ekki skipt sköpum í þróun faraldursins. Þá kveðst hann skilja vel þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna aðgerðanna. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag. Sumum þykir ekki nógu langt gengið á meðan aðrir telja aðgerðirnar of takmarkandi. Þá sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Víglínunni á Stöð 2 í gær að það væri óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar aðgerðir var tekin og þar til þær tækju gildi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í dag hvort eitthvað hefði komið í veg fyrir að grípa til hertra aðgerða fyrr. „Það kom ekkert sérstakt í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. „Það þarf ákveðinn undirbúning til að koma með svona tillögur, sérstaklega svona hertar tillögur.“ Þá sagði Þórólfur aðspurður að vissulega hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax fyrir helgi. „Það má alveg segja það jú, og jafnvel fyrr. Það má alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið gripið til þessara aðgerða fyrir viku síðan, jafnvel. En þannig er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En ég held að þetta hafi ekki skipt sköpum,“ sagði Þórólfur. Þá væri verið að vinna allt eins hratt og hægt er og sóttvarnaryfirvöld væru að gera sitt besta. Það sem mestu máli skipti væri að fólk stæði saman í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur kvaðst jafnframt skilja gagnrýnina sem komið hefði fram. Á endanum þurfi þó alltaf að taka ákvörðun og lendingin hefði verið þessi núna. Þá ítrekaði hann að sér þætti óráðlegt að undanskilja tiltekna landshluta þegar kæmi að takmörkunum. Slíkt gæti leitt af sér smit á afmörkuðum svæðum. Aðgerðirnar nú, sem gilda fyrir allt landið, muni leiða til þess að hægt verði að kveða faraldurinn hraðar í kútinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. Hann telur þó að það hefði ekki skipt sköpum í þróun faraldursins. Þá kveðst hann skilja vel þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna aðgerðanna. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag. Sumum þykir ekki nógu langt gengið á meðan aðrir telja aðgerðirnar of takmarkandi. Þá sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Víglínunni á Stöð 2 í gær að það væri óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar aðgerðir var tekin og þar til þær tækju gildi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í dag hvort eitthvað hefði komið í veg fyrir að grípa til hertra aðgerða fyrr. „Það kom ekkert sérstakt í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. „Það þarf ákveðinn undirbúning til að koma með svona tillögur, sérstaklega svona hertar tillögur.“ Þá sagði Þórólfur aðspurður að vissulega hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax fyrir helgi. „Það má alveg segja það jú, og jafnvel fyrr. Það má alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið gripið til þessara aðgerða fyrir viku síðan, jafnvel. En þannig er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En ég held að þetta hafi ekki skipt sköpum,“ sagði Þórólfur. Þá væri verið að vinna allt eins hratt og hægt er og sóttvarnaryfirvöld væru að gera sitt besta. Það sem mestu máli skipti væri að fólk stæði saman í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur kvaðst jafnframt skilja gagnrýnina sem komið hefði fram. Á endanum þurfi þó alltaf að taka ákvörðun og lendingin hefði verið þessi núna. Þá ítrekaði hann að sér þætti óráðlegt að undanskilja tiltekna landshluta þegar kæmi að takmörkunum. Slíkt gæti leitt af sér smit á afmörkuðum svæðum. Aðgerðirnar nú, sem gilda fyrir allt landið, muni leiða til þess að hægt verði að kveða faraldurinn hraðar í kútinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira