Handbolti

„Rauðasta spjald sem ég hef séð“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Hjörtur Þrastarson sendir Þráin Orra Jónsson í sturtu.
Sigurður Hjörtur Þrastarson sendir Þráin Orra Jónsson í sturtu. stöð 2 sport

Þráinn Orri Jónsson fékk rautt spjald á 25. mínútu í leik Hauka og Vals í Olís-deild karla á föstudaginn fyrir að slá Agnar Smára Jónsson í andlitið. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Þráinn Orri fær rautt spjald. Valur vann leikinn, 25-28.

Jóhann Gunnar Einarsson sagði að dómarar leiksins, þeir Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Pétursson, hefðu ekki átt neinna annarra kosta völ en að reka Þráin af velli.

„Ég held að þetta sé rauðasta spjald sem ég hef séð. Þetta er svo rosalega klaufalegt eða hvað sem maður á að kalla þetta,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni á laugardaginn.

Ásgeir Örn Hallgrímsson var ekki alveg jafn viss og Jóhann Gunnar um réttmæti rauða spjaldsins, allavega fyrst um sinn.

„Ég var á vellinum og sá þetta frá hinu sjónarhorninu. Þarna fannst mér þetta alls ekki rautt spjald. Mér fannst hann fara alltof auðveldlega niður og fannst hann vera farinn að beygja sig niður og fara í hans hæð, því mér fannst Þráinn vera í tiltölulega eðlilegri varnarstöðu,“ sagði Ásgeir Örn. „En þegar ég sé þetta frá þessu sjónarhorni er ég aðeins farinn að hugsa mig um.“

Jóhann Gunnar endurtók svo að rauða spjaldið væri réttur dómur en Ásgeir Örn sagði pass.

Klippa: Seinni bylgjan - Rautt spjald á Þráin Orra

Tengdar fréttir

„Það er enginn á Íslandi með þessar hreyfingar“

Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon átti mjög flottan leik þegar Valsliðið sótti tvö stig á Ásvelli með því að vinna topplið Hauka 28-25. Magnús Óli fékk líka hrós frá sérfræðingum Seinni bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×