Fimmtán ár síðan Íslendingalið var síðast með fullt hús í enska á þessum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 12:47 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni með Everton liðinu um helgina. Getty/Alex Livesey Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru með tólf stig af tólf mögulegum eftir fjórar fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton vann 4-2 sigur á Brighton & Hove Albion í fyrsta byrjunarliðsleik Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Gylfi kom inn fyrir Brasilíumanninn Allan sem meiddist í deildarbikarsigri á West Ham í síðustu viku. Gylfi fékk tækifærið og lagði upp fyrsta mark Everton í leiknum. Everton er nú með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina og markatöluna 12-5. Gudjohnsen: The Blond Maradona Days - On this day at the start of the century Eidur Gudjohnsen signed for Chelsea, and to mark the 20-year anniversary we remember his time playing for us as a deep-lying creative midfielder, and a very good one at that. https://t.co/RUyXKxq8yS— CFC News (@CFCnews) June 19, 2020 Síðasta Íslendingalið til að vera með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina í ensku úrvalsdeildinni var lið Chelsea tímabilið 2005-06. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði reyndar bara tvo af þessum fjórum leikjum. Tímabilið á undan spilaði Eiður aftur á móti alla fjóra leikina í fyrstu fjórum umferðunum sem Chelsea vann líka alla. Eiður Smári spilaði tvo fyrstu leikina með Chelsea tímabilið 2005 til 2006 en var ekki í hóp í næstu tveimur leikjum liðsins. Chelsea vann níu fyrstu deildarleiki tímabilsins og varð síðan enskur meistari annað árið í röð. Gylfi hefur reyndar áður unnið fyrstu fjóra deildarleikina sem hann hefur spilað á tímabili. Tottenham vann þá fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum tímabilið 2013-14. Gylfi var ónotaður varamaður þegar Tottenham tapaði 1-0 fyrir Arsenal í þriðju umferðinni en spilaði alla fjóra sigurleikina í þessum fyrstu fimm umferðum. Gylfi Þór og félagar í Swansea City unnu þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu 2014-15 og var Gylfi með eitt mark og fjórar stoðsendingar í þeim þar af mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Manchester United í fyrstu umferðinni. Swansea tapaði hins vegar 4-2 á móti Chelsea í fjórðu umferð. | "It is 51 years since Everton last won their opening four league games. This was arguably the most impressive so far."Match report from another action-packed day at Goodison! #EVEBHA— Everton (@Everton) October 3, 2020 Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru með tólf stig af tólf mögulegum eftir fjórar fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton vann 4-2 sigur á Brighton & Hove Albion í fyrsta byrjunarliðsleik Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Gylfi kom inn fyrir Brasilíumanninn Allan sem meiddist í deildarbikarsigri á West Ham í síðustu viku. Gylfi fékk tækifærið og lagði upp fyrsta mark Everton í leiknum. Everton er nú með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina og markatöluna 12-5. Gudjohnsen: The Blond Maradona Days - On this day at the start of the century Eidur Gudjohnsen signed for Chelsea, and to mark the 20-year anniversary we remember his time playing for us as a deep-lying creative midfielder, and a very good one at that. https://t.co/RUyXKxq8yS— CFC News (@CFCnews) June 19, 2020 Síðasta Íslendingalið til að vera með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina í ensku úrvalsdeildinni var lið Chelsea tímabilið 2005-06. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði reyndar bara tvo af þessum fjórum leikjum. Tímabilið á undan spilaði Eiður aftur á móti alla fjóra leikina í fyrstu fjórum umferðunum sem Chelsea vann líka alla. Eiður Smári spilaði tvo fyrstu leikina með Chelsea tímabilið 2005 til 2006 en var ekki í hóp í næstu tveimur leikjum liðsins. Chelsea vann níu fyrstu deildarleiki tímabilsins og varð síðan enskur meistari annað árið í röð. Gylfi hefur reyndar áður unnið fyrstu fjóra deildarleikina sem hann hefur spilað á tímabili. Tottenham vann þá fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum tímabilið 2013-14. Gylfi var ónotaður varamaður þegar Tottenham tapaði 1-0 fyrir Arsenal í þriðju umferðinni en spilaði alla fjóra sigurleikina í þessum fyrstu fimm umferðum. Gylfi Þór og félagar í Swansea City unnu þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu 2014-15 og var Gylfi með eitt mark og fjórar stoðsendingar í þeim þar af mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Manchester United í fyrstu umferðinni. Swansea tapaði hins vegar 4-2 á móti Chelsea í fjórðu umferð. | "It is 51 years since Everton last won their opening four league games. This was arguably the most impressive so far."Match report from another action-packed day at Goodison! #EVEBHA— Everton (@Everton) October 3, 2020
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira