Heiðar Ástvaldsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2020 21:55 Heiðar Ástvaldsson kenndi tugþúsundum Íslendinga dans á hálfri öld sem kennari. Facebook Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að fallin sé frá goðsögn í dansi hér á landi. „Það er með þungu hjarta að ég tilkynni að faðir minn hann Heidar Ástvaldsson andaðist í nótt á 5.tímanum. Hann þjáðist ekki neitt, var tilbúinn að fara og andaðist friðsamlega í svefni,“ segir Ástvaldur Frímann Heiðarsson. „Þó það sé erfitt að átta sig alveg á þessu akkúrat á þessari stundu þá er það mikil huggun fyrir mig og okkur í fjölskyldunni hversu friðsamlega hann á endanum kvaddi okkur.“ Heiðar Ástvaldsson var uppalinn Siglfirðingur, nam við Verslunarskóla Íslands og síðar lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk meðlimsprófi frá Imperial Society of Teachers of Dancing og var einnig með alþjóðleg dómararéttindi í samkvæmisdansi. Heiðar á sviði með Eddu Pálsdóttur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1973. Heiðar starfaði í hálfa öld sem danskennari og rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Eiginkona Heiðars, Hanna Frímannsdóttir, féll frá árið 2008. Þau Heiðar og Hanna eignuðust einn son, Ástvald. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 sagði Heiðar frá tilurð dansskóla síns sem mátti rekja aftur til Siglufjarðar þar sem Heiðar var í gagnfræðaskóla. „Í bekknum voru 20 stelpur en strákarnir bara 6. Þær höfðu allar brennandi áhuga á dansi, en ég var eini strákurinn sem nennti að sinna honum, svo þær notuðu mig allar til að æfa sig á, og lærði ég mikið af því.“ Heiðar var um árabil forseti Dansráðs Íslands.Facebook Heiðar lýsti því hvernig hann hefði tekið sér hlé frá laganámi og sinnti dansinum. Hann reiknaði þó með að dansáhuginn færi af honum. „Mér fannst þetta bráðsnjöll hugmynd, en svo reyndist dansinn hafa á mér svo sterk tök að ég gat ekki hætt,“ sagði Heiðar sem kenndi tugþúsundum Íslendinga dans við kennslu í fimm áratugi. Samúðarkveðjum rignir yfir son Heiðars á samfélagsmiðlum auk þess sem fleiri minnast góðs vinar og goðsagnar sem fæddist einmitt 4. október árið 1936, fyrir 84 árum sléttum. Dans Andlát Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að fallin sé frá goðsögn í dansi hér á landi. „Það er með þungu hjarta að ég tilkynni að faðir minn hann Heidar Ástvaldsson andaðist í nótt á 5.tímanum. Hann þjáðist ekki neitt, var tilbúinn að fara og andaðist friðsamlega í svefni,“ segir Ástvaldur Frímann Heiðarsson. „Þó það sé erfitt að átta sig alveg á þessu akkúrat á þessari stundu þá er það mikil huggun fyrir mig og okkur í fjölskyldunni hversu friðsamlega hann á endanum kvaddi okkur.“ Heiðar Ástvaldsson var uppalinn Siglfirðingur, nam við Verslunarskóla Íslands og síðar lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk meðlimsprófi frá Imperial Society of Teachers of Dancing og var einnig með alþjóðleg dómararéttindi í samkvæmisdansi. Heiðar á sviði með Eddu Pálsdóttur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1973. Heiðar starfaði í hálfa öld sem danskennari og rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Eiginkona Heiðars, Hanna Frímannsdóttir, féll frá árið 2008. Þau Heiðar og Hanna eignuðust einn son, Ástvald. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 sagði Heiðar frá tilurð dansskóla síns sem mátti rekja aftur til Siglufjarðar þar sem Heiðar var í gagnfræðaskóla. „Í bekknum voru 20 stelpur en strákarnir bara 6. Þær höfðu allar brennandi áhuga á dansi, en ég var eini strákurinn sem nennti að sinna honum, svo þær notuðu mig allar til að æfa sig á, og lærði ég mikið af því.“ Heiðar var um árabil forseti Dansráðs Íslands.Facebook Heiðar lýsti því hvernig hann hefði tekið sér hlé frá laganámi og sinnti dansinum. Hann reiknaði þó með að dansáhuginn færi af honum. „Mér fannst þetta bráðsnjöll hugmynd, en svo reyndist dansinn hafa á mér svo sterk tök að ég gat ekki hætt,“ sagði Heiðar sem kenndi tugþúsundum Íslendinga dans við kennslu í fimm áratugi. Samúðarkveðjum rignir yfir son Heiðars á samfélagsmiðlum auk þess sem fleiri minnast góðs vinar og goðsagnar sem fæddist einmitt 4. október árið 1936, fyrir 84 árum sléttum.
Dans Andlát Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira