Ófremdarástand hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. október 2020 12:11 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi, sem er mjög óánægð með þann aðbúnað, sem lögreglan í Vík býr við í húsnæðismálum. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við ófremdarástand í húsnæðismálum því engin aðstaða er fyrir fanga og enga aðstaða til að geyma bíla og lögreglumennirnir hafa ekki sér kaffistofu né salerni. Þegar kemur til útkalls í kafaldsbyl getur það tekið að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill að ný lögreglustöð verði byggð ekki seinna en strax. Í Vík eru nú þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Eins og flestir vita þá hefur verkefnum lögreglunnar í Vík fjölgað hratt undanfarin ár með auknum straumi ferðamanna um svæðið en á sama tíma er vinnuaðstaða lögreglunnar í engum takti við þá þróun. Aðeins eru tvö lítil samliggjandi herbergi til afnota fyrir lögregluna inni hjá Sýslumanni, ekkert annað. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi er mjög óánægð með þennan aðbúnað lögreglunnar. „Þetta eru bara tvö lítil, mjög lítil herbergi, sem þeir hafa. Enga kaffistofu, sameiginlegt klósett með sýslumanni eða starfsmönnum sýslumanns og enga aðstöðu fyrir bíla. Þannig að ef það kemur útkall í kafaldsbyl þá þurfa þeir að byrja á því að grafa sig inn í bílinn og koma honum í ökuhæft ástand. Þetta er ekki boðlegt ástand en í venjulegu árferði er náttúrulega svakaleg umferð og þarf þá bara mikið og öflugt löggæslueftirlit,“ segir Þorbjörg. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ályktað um að það þurfi að byggja nýja lögreglustöð í Vík, sem allra fyrst. Í Vík eru þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Lögreglumennirnir eru hluti af starfsliði Lögreglunnar á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur „Það hefur verið vinna í gangi við þarfagreiningu, bæði fyrir sýslumann og lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra lét gera hana. Mér skilst að hún liggi fyrir en við höfum ekki heyrt neitt meira af því. Við viljum bara endilega þrýsta á þetta mál,“ bætir Þorbjörg við og segir enn fremur: „Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna. Lögreglumennirnir hafa ekki eigin kaffistofu. „Nei, nei, þeir fá stundum að krækja sér í kaffibolla hjá starfsmönnum sýslumanns en að öðru leyti ekki. Oft eru þeir að vinna langan vinnudag og þurfa þá að geta fengið sér að borða inni hjá sér en það er ekkert í boði,“ segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Lögreglan Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við ófremdarástand í húsnæðismálum því engin aðstaða er fyrir fanga og enga aðstaða til að geyma bíla og lögreglumennirnir hafa ekki sér kaffistofu né salerni. Þegar kemur til útkalls í kafaldsbyl getur það tekið að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill að ný lögreglustöð verði byggð ekki seinna en strax. Í Vík eru nú þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Eins og flestir vita þá hefur verkefnum lögreglunnar í Vík fjölgað hratt undanfarin ár með auknum straumi ferðamanna um svæðið en á sama tíma er vinnuaðstaða lögreglunnar í engum takti við þá þróun. Aðeins eru tvö lítil samliggjandi herbergi til afnota fyrir lögregluna inni hjá Sýslumanni, ekkert annað. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi er mjög óánægð með þennan aðbúnað lögreglunnar. „Þetta eru bara tvö lítil, mjög lítil herbergi, sem þeir hafa. Enga kaffistofu, sameiginlegt klósett með sýslumanni eða starfsmönnum sýslumanns og enga aðstöðu fyrir bíla. Þannig að ef það kemur útkall í kafaldsbyl þá þurfa þeir að byrja á því að grafa sig inn í bílinn og koma honum í ökuhæft ástand. Þetta er ekki boðlegt ástand en í venjulegu árferði er náttúrulega svakaleg umferð og þarf þá bara mikið og öflugt löggæslueftirlit,“ segir Þorbjörg. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ályktað um að það þurfi að byggja nýja lögreglustöð í Vík, sem allra fyrst. Í Vík eru þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Lögreglumennirnir eru hluti af starfsliði Lögreglunnar á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur „Það hefur verið vinna í gangi við þarfagreiningu, bæði fyrir sýslumann og lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra lét gera hana. Mér skilst að hún liggi fyrir en við höfum ekki heyrt neitt meira af því. Við viljum bara endilega þrýsta á þetta mál,“ bætir Þorbjörg við og segir enn fremur: „Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna. Lögreglumennirnir hafa ekki eigin kaffistofu. „Nei, nei, þeir fá stundum að krækja sér í kaffibolla hjá starfsmönnum sýslumanns en að öðru leyti ekki. Oft eru þeir að vinna langan vinnudag og þurfa þá að geta fengið sér að borða inni hjá sér en það er ekkert í boði,“ segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Lögreglan Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira