Dagskráin: Íslandsmeistarar KR, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Tom Brady, Kjartan Atli og svo miklu miklu meira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 06:00 Þessir miklu mátar eru í beinni á Stöð 2 Sport í dag. FIFA/Getty Sunnudagur til sælu, um að gera að eyða honum upp í sófa og horfa á Stöð 2 Sport enda af nægu að taka á rásum okkar í dag. Við sýnum beint frá Pepsi Max deildum karla og kvenna, förum yfir það helsta í Pepsi Max Tilþrifunum, sýnum frá ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, NFL-deildin er á dagskrá sem og spænsku körfuboltinn. Og síðast en ekki síst erum við þrjár beinar útsendingar frá golfmótum sem og Vodafonedeildin í League of Legends er á dagskrá. Íslandsmeistarar KR heimsækja Kórinn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu klukkan 17:00 í dag en útsending heft tíu mínútum fyrr. Í fyrra töpuðu KR-ingar þessum leik 4-1, þá töpuðu þeir 3-0 fyrir HK fyrr í sumar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í dag en KR-ingar þurfa nauðsynlega sigur í baráttunni um Evrópusæti. Þaðan förum við neðar í Kópavog þar sem Fylkir er í heimsókn á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri viðureign liðanna í sumar 1-0 og því má búast við hörkuleik. Bæði lið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max Tilþrifunum í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Stöð 2 Sport 2 Það er veisla í dag. Ekki flóknara en það. Við sýnum leik Atalanta og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 10.30. Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu þessa dagana og því má búast við mikilli skemmtun. Spánarmeistarar Real Madrid mæta til leiks klukkan 13.50 en þeir heimsækja Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þaðan förum við aftur til Ítalíu og sjáum leik AC Milan og Spezia. Stórleikur Juventus og Napoli er svo á dagskrá klukkan 18.35 og er það síðasti leikurinn sem við sýnum í beinni. Fyrrum samherjarnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso mætast þarna á hliðarlínunni í fyrsta skipti. Fríða og Dýrið myndu sumir segja. Verður áhugavert í alla staði. Stöð 2 Sport 3 Þór/KA og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna. Heimastúlkur þurfa sigur til að falla ekki niður um deild meðan Selfoss er að reyna tryggja sér 3. sætið í deildinni. Hefst útsendingin klukkan 13:20. Barcelona tekur á móti Sevilla í stórleik á Spáni klukkan 18.50. Ansu Fati hefur stolið fyrirsögnunum í upphafi tímabils en hvað gerist nú? Stöð 2 Sport 4 Klukkan 09:50 hefst útsending fyrir leik Osasuna og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12.50 er stórleikur Lazio og Inter Milan svo á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 16.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Lið Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United, og er með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni fær Los Angeles Chargers í heimsókn. Las Vegas Raiders fær svo Buffalo Bills í heimsókn í síðari leik dagsins en hann hefst klukkan 20.20. Stöð 2 ESport Spænski körfuboltinn er á dagskrá á ESport stöð okkar því að er ekki pláss annarsstaðar. Martin Hermansson og félagar í Valencia heimsækja Coosur Real Betis klukkan 17.50. Svo förum við beint í Vodafonedeildina í League of Legends. Golfstöðin Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er það Shoprite Classic-mótið á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20.00 er svo Sanderson Farms-meistaramótið á PGA-mótaröðinni. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Spænski körfuboltinn NFL Golf Rafíþróttir Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Sjá meira
Sunnudagur til sælu, um að gera að eyða honum upp í sófa og horfa á Stöð 2 Sport enda af nægu að taka á rásum okkar í dag. Við sýnum beint frá Pepsi Max deildum karla og kvenna, förum yfir það helsta í Pepsi Max Tilþrifunum, sýnum frá ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, NFL-deildin er á dagskrá sem og spænsku körfuboltinn. Og síðast en ekki síst erum við þrjár beinar útsendingar frá golfmótum sem og Vodafonedeildin í League of Legends er á dagskrá. Íslandsmeistarar KR heimsækja Kórinn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu klukkan 17:00 í dag en útsending heft tíu mínútum fyrr. Í fyrra töpuðu KR-ingar þessum leik 4-1, þá töpuðu þeir 3-0 fyrir HK fyrr í sumar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í dag en KR-ingar þurfa nauðsynlega sigur í baráttunni um Evrópusæti. Þaðan förum við neðar í Kópavog þar sem Fylkir er í heimsókn á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri viðureign liðanna í sumar 1-0 og því má búast við hörkuleik. Bæði lið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max Tilþrifunum í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Stöð 2 Sport 2 Það er veisla í dag. Ekki flóknara en það. Við sýnum leik Atalanta og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 10.30. Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu þessa dagana og því má búast við mikilli skemmtun. Spánarmeistarar Real Madrid mæta til leiks klukkan 13.50 en þeir heimsækja Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þaðan förum við aftur til Ítalíu og sjáum leik AC Milan og Spezia. Stórleikur Juventus og Napoli er svo á dagskrá klukkan 18.35 og er það síðasti leikurinn sem við sýnum í beinni. Fyrrum samherjarnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso mætast þarna á hliðarlínunni í fyrsta skipti. Fríða og Dýrið myndu sumir segja. Verður áhugavert í alla staði. Stöð 2 Sport 3 Þór/KA og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna. Heimastúlkur þurfa sigur til að falla ekki niður um deild meðan Selfoss er að reyna tryggja sér 3. sætið í deildinni. Hefst útsendingin klukkan 13:20. Barcelona tekur á móti Sevilla í stórleik á Spáni klukkan 18.50. Ansu Fati hefur stolið fyrirsögnunum í upphafi tímabils en hvað gerist nú? Stöð 2 Sport 4 Klukkan 09:50 hefst útsending fyrir leik Osasuna og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12.50 er stórleikur Lazio og Inter Milan svo á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 16.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Lið Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United, og er með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni fær Los Angeles Chargers í heimsókn. Las Vegas Raiders fær svo Buffalo Bills í heimsókn í síðari leik dagsins en hann hefst klukkan 20.20. Stöð 2 ESport Spænski körfuboltinn er á dagskrá á ESport stöð okkar því að er ekki pláss annarsstaðar. Martin Hermansson og félagar í Valencia heimsækja Coosur Real Betis klukkan 17.50. Svo förum við beint í Vodafonedeildina í League of Legends. Golfstöðin Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er það Shoprite Classic-mótið á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20.00 er svo Sanderson Farms-meistaramótið á PGA-mótaröðinni.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Spænski körfuboltinn NFL Golf Rafíþróttir Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Sjá meira