Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 19:47 Agla María fagnar markinu sem reyndist sigurmark leiksins. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. Lokatölur 0-1 en þetta var fyrsti sigur Blika á heimavelli Vals í dágóðan tíma. Agla María kom í viðtal til Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna að leik loknum. „Ég fékk rosalega mikinn tíma til að athafna mig og þess vegna held ég að þetta hafi legið inni,“ sagði Agla María um markið sem sjá hér að neðan. Það er ljóst að @blikar_is eru komnar í bílastjórasætið í @pepsimaxdeildin eftir 1-0 sigur á @Valurfotbolti að Hlíðarenda í kvöld! Sigurmark kvöldsins gerði Agla María Albertsdóttir og það má sjá hér að neðan! pic.twitter.com/PrAnB3qVLT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) October 3, 2020 „Nei við viljum alls ekki segja það. Það er alltaf hægt að misstíga sig og ef maður er farinn að segja eitthvað svona þá er maður ekki í góðum málum,“ sagði Agla María aðspurð hvort þetta væri ekki einfaldlega komið og bikarinn á leiðinni í Kópavoginn. „Já algjörlega, það eru mismunandi styrkleikar í liðinu og svo er búið að vera mikil athygli á okkur sóknarmönnunum en það má ekki gleyma hlut varnarmannana í liðinu. Andrea [Rán Snæfeld Hauksdóttir] er búin að spila frábærlega, Kristín [Dís Árnadóttir] og Heiðdís [Lillýardóttir] búnar að halda vörninni saman gjörsamlega. Erum bara búnar að fá á okkur þrjú mörk,“ svaraði Agla María þegar Helena spurði hvort liðið væri samstíga. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum Pepsi Max Markanna, í dag spurði Öglu Maríu hvort það hefði verið stress í Blikaliðinu í upphafi leiks. „Það var voða mikið stress enda mjög mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum leik þá eru þær komnar fram úr okkur svo ég held það hafi bara verið það,“ sagði Agla María og var spurð í kjölfarið hvort aldurinn spilaði inn í en meðalaldur Blika var 22.8 ára í dag. „Ég veit það ekki, við erum með það mikla reynslu innan liðsins þrátt fyrir að við séum ungar. Við höfum allar spilað í efstu deild í nokkur ár. Ég held að við séum alveg ágætlega settar með reynslu og svo erum við með reynslubolta í Rakel [Hönnudóttur] og Sonný [Láru Þráinsdóttur].“ Var markmiðið alltaf að vinna mótið eftir að lenda í öðru sæti í fyrra? „Já það var alltaf skýrt. Þetta var mjög mikið svekkelsi í fyrra. Sérstaklega eftir að tapa aldrei leik, bara að gera jafntefli. Ég held að hópurinn sé einbeittur á að ná Íslandsmeistaratitlinum í ár,“ sagði Agla María að lokum áður en hún hélt inn í klefa að fagna. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. Lokatölur 0-1 en þetta var fyrsti sigur Blika á heimavelli Vals í dágóðan tíma. Agla María kom í viðtal til Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna að leik loknum. „Ég fékk rosalega mikinn tíma til að athafna mig og þess vegna held ég að þetta hafi legið inni,“ sagði Agla María um markið sem sjá hér að neðan. Það er ljóst að @blikar_is eru komnar í bílastjórasætið í @pepsimaxdeildin eftir 1-0 sigur á @Valurfotbolti að Hlíðarenda í kvöld! Sigurmark kvöldsins gerði Agla María Albertsdóttir og það má sjá hér að neðan! pic.twitter.com/PrAnB3qVLT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) October 3, 2020 „Nei við viljum alls ekki segja það. Það er alltaf hægt að misstíga sig og ef maður er farinn að segja eitthvað svona þá er maður ekki í góðum málum,“ sagði Agla María aðspurð hvort þetta væri ekki einfaldlega komið og bikarinn á leiðinni í Kópavoginn. „Já algjörlega, það eru mismunandi styrkleikar í liðinu og svo er búið að vera mikil athygli á okkur sóknarmönnunum en það má ekki gleyma hlut varnarmannana í liðinu. Andrea [Rán Snæfeld Hauksdóttir] er búin að spila frábærlega, Kristín [Dís Árnadóttir] og Heiðdís [Lillýardóttir] búnar að halda vörninni saman gjörsamlega. Erum bara búnar að fá á okkur þrjú mörk,“ svaraði Agla María þegar Helena spurði hvort liðið væri samstíga. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum Pepsi Max Markanna, í dag spurði Öglu Maríu hvort það hefði verið stress í Blikaliðinu í upphafi leiks. „Það var voða mikið stress enda mjög mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum leik þá eru þær komnar fram úr okkur svo ég held það hafi bara verið það,“ sagði Agla María og var spurð í kjölfarið hvort aldurinn spilaði inn í en meðalaldur Blika var 22.8 ára í dag. „Ég veit það ekki, við erum með það mikla reynslu innan liðsins þrátt fyrir að við séum ungar. Við höfum allar spilað í efstu deild í nokkur ár. Ég held að við séum alveg ágætlega settar með reynslu og svo erum við með reynslubolta í Rakel [Hönnudóttur] og Sonný [Láru Þráinsdóttur].“ Var markmiðið alltaf að vinna mótið eftir að lenda í öðru sæti í fyrra? „Já það var alltaf skýrt. Þetta var mjög mikið svekkelsi í fyrra. Sérstaklega eftir að tapa aldrei leik, bara að gera jafntefli. Ég held að hópurinn sé einbeittur á að ná Íslandsmeistaratitlinum í ár,“ sagði Agla María að lokum áður en hún hélt inn í klefa að fagna.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50
Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32