Berglind Rós: Erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 16:45 Berglind Rós tryggði Fylki stig í dag. Vísir/Bára Berglind Rós Ágústsdóttir bar að venju fyrirliðaband Fylkis er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag er liðin mættust í 16. umferð Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Hún var ekki sátt með að ná aðeins í eitt stig en gat þó fagnað því að hafa tryggt liði sínu eitt stig. Eitthvað sem gerist ekki oft þar sem Berglind verður seint sökuð um að reima markaskóna of oft á sig. „Okkur langaði að vinna leikinn og ætluðum okkur að gera það, orðið frekar langt síðan við unnum leik. Það er betra að fá eitt stig en ekki neitt svo þetta er allt í lagi, ekkert mikið meira en það,“ sagði Berglind Rós að leik loknum. „Það er góð spurning, við breyttum leikkerfi og það hjálpaði töluvert. Við erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik, erum mjög lengi í gang og verðum að fara laga það því fyrstu mínúturnar í hverjum leik skipta svo miklu máli. Ég veit ekki hvað gerðist en við komumst í gang í síðari hálfleik og náum að jafna en áttum auðvitað að byrja miklu fyrr,“ sagði Berglind aðspurð hvað hefði breyst hjá Fylki í síðari hálfleik en liðið var varla með í þeim fyrri. Berglind Rós fagnaði marki sínu vel og innilega í dag. Eðlilega þar sem hún skorar ekkert á hverjum degi. Alls er hún með fjögur mörk í 122 leikjum í deild og bikar á ferlinum. „Ég er mjög glöð þegar ég skora, enda gerist það mjög sjaldan. Að jafna leikinn, hjálpa liðinu mínu og við vorum miklu betri en Stjarnan í seinni hálfleik. Þær voru betri í fyrri en við seinni og við áttum að klára þetta svo þetta er mjög súrt“ „Við ætlum að ná 3. sætinu, næsti leikur er á miðvikudaginn svo við þurfum að hugsa vel um okkur og ætlum okkur sigur þar,“ sagði Berglind Rós að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Berglind Rós Ágústsdóttir bar að venju fyrirliðaband Fylkis er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag er liðin mættust í 16. umferð Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Hún var ekki sátt með að ná aðeins í eitt stig en gat þó fagnað því að hafa tryggt liði sínu eitt stig. Eitthvað sem gerist ekki oft þar sem Berglind verður seint sökuð um að reima markaskóna of oft á sig. „Okkur langaði að vinna leikinn og ætluðum okkur að gera það, orðið frekar langt síðan við unnum leik. Það er betra að fá eitt stig en ekki neitt svo þetta er allt í lagi, ekkert mikið meira en það,“ sagði Berglind Rós að leik loknum. „Það er góð spurning, við breyttum leikkerfi og það hjálpaði töluvert. Við erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik, erum mjög lengi í gang og verðum að fara laga það því fyrstu mínúturnar í hverjum leik skipta svo miklu máli. Ég veit ekki hvað gerðist en við komumst í gang í síðari hálfleik og náum að jafna en áttum auðvitað að byrja miklu fyrr,“ sagði Berglind aðspurð hvað hefði breyst hjá Fylki í síðari hálfleik en liðið var varla með í þeim fyrri. Berglind Rós fagnaði marki sínu vel og innilega í dag. Eðlilega þar sem hún skorar ekkert á hverjum degi. Alls er hún með fjögur mörk í 122 leikjum í deild og bikar á ferlinum. „Ég er mjög glöð þegar ég skora, enda gerist það mjög sjaldan. Að jafna leikinn, hjálpa liðinu mínu og við vorum miklu betri en Stjarnan í seinni hálfleik. Þær voru betri í fyrri en við seinni og við áttum að klára þetta svo þetta er mjög súrt“ „Við ætlum að ná 3. sætinu, næsti leikur er á miðvikudaginn svo við þurfum að hugsa vel um okkur og ætlum okkur sigur þar,“ sagði Berglind Rós að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50