Segir boðaðar lokanir fáránlegar og vonar að Bjarni bæti honum tjónið Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2020 16:38 Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, er ekki sáttur með boðaðar lokanir líkamsræktarstöðva. World Class Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. Hann segir fjárhagslegt tjón af aðgerðunum gríðarlegt. „Ég vona að Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class, í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta fáránlegt. Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“ Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að börum yrði lokað, auk líkamsræktarstöðva. Aðgerðirnar eiga að taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan sem uppi væri komin í faraldrinum væri alvarleg. Þá sagði hann að smit hefðu komið upp á líkamsræktarstöðvum. Þetta er í annað sinn sem líkamsræktarstöðvum er lokað frá því að faraldurinn hófst í vor. Stöðvum á landinu var lokað í níu vikur í mars og apríl en hafa þess á milli þurft að lúta fjöldamörkum í samfélaginu. Björn segir að fjárhagslegt tjón vegna þessa hafi verið, og muni verða, gríðarlegt. „Þetta voru 600 miljónir [í tap] og ég fékk 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta,“ segir Björn. Þegar Vísir ræddi við Björn nú síðdegis var að hefjast samkvæmi vegna opnunar nýrrar World Class-stöðvar í Vatnsmýrinni, sem til stóð að opna nú á mánudag. Björn segir að ekki líti út fyrir að það gangi eftir í ljósi aðgerðanna sem boðaðar hafa verið. Þá gefur Björn lítið fyrir upplýsingaflæði frá yfirvöldum vegna takmarkana og lokana sem bitnað hafa á rekstri hans. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. Hann segir fjárhagslegt tjón af aðgerðunum gríðarlegt. „Ég vona að Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class, í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta fáránlegt. Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“ Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að börum yrði lokað, auk líkamsræktarstöðva. Aðgerðirnar eiga að taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan sem uppi væri komin í faraldrinum væri alvarleg. Þá sagði hann að smit hefðu komið upp á líkamsræktarstöðvum. Þetta er í annað sinn sem líkamsræktarstöðvum er lokað frá því að faraldurinn hófst í vor. Stöðvum á landinu var lokað í níu vikur í mars og apríl en hafa þess á milli þurft að lúta fjöldamörkum í samfélaginu. Björn segir að fjárhagslegt tjón vegna þessa hafi verið, og muni verða, gríðarlegt. „Þetta voru 600 miljónir [í tap] og ég fékk 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta,“ segir Björn. Þegar Vísir ræddi við Björn nú síðdegis var að hefjast samkvæmi vegna opnunar nýrrar World Class-stöðvar í Vatnsmýrinni, sem til stóð að opna nú á mánudag. Björn segir að ekki líti út fyrir að það gangi eftir í ljósi aðgerðanna sem boðaðar hafa verið. Þá gefur Björn lítið fyrir upplýsingaflæði frá yfirvöldum vegna takmarkana og lokana sem bitnað hafa á rekstri hans. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59