Segir boðaðar lokanir fáránlegar og vonar að Bjarni bæti honum tjónið Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2020 16:38 Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, er ekki sáttur með boðaðar lokanir líkamsræktarstöðva. World Class Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. Hann segir fjárhagslegt tjón af aðgerðunum gríðarlegt. „Ég vona að Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class, í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta fáránlegt. Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“ Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að börum yrði lokað, auk líkamsræktarstöðva. Aðgerðirnar eiga að taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan sem uppi væri komin í faraldrinum væri alvarleg. Þá sagði hann að smit hefðu komið upp á líkamsræktarstöðvum. Þetta er í annað sinn sem líkamsræktarstöðvum er lokað frá því að faraldurinn hófst í vor. Stöðvum á landinu var lokað í níu vikur í mars og apríl en hafa þess á milli þurft að lúta fjöldamörkum í samfélaginu. Björn segir að fjárhagslegt tjón vegna þessa hafi verið, og muni verða, gríðarlegt. „Þetta voru 600 miljónir [í tap] og ég fékk 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta,“ segir Björn. Þegar Vísir ræddi við Björn nú síðdegis var að hefjast samkvæmi vegna opnunar nýrrar World Class-stöðvar í Vatnsmýrinni, sem til stóð að opna nú á mánudag. Björn segir að ekki líti út fyrir að það gangi eftir í ljósi aðgerðanna sem boðaðar hafa verið. Þá gefur Björn lítið fyrir upplýsingaflæði frá yfirvöldum vegna takmarkana og lokana sem bitnað hafa á rekstri hans. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. Hann segir fjárhagslegt tjón af aðgerðunum gríðarlegt. „Ég vona að Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class, í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta fáránlegt. Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“ Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að börum yrði lokað, auk líkamsræktarstöðva. Aðgerðirnar eiga að taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan sem uppi væri komin í faraldrinum væri alvarleg. Þá sagði hann að smit hefðu komið upp á líkamsræktarstöðvum. Þetta er í annað sinn sem líkamsræktarstöðvum er lokað frá því að faraldurinn hófst í vor. Stöðvum á landinu var lokað í níu vikur í mars og apríl en hafa þess á milli þurft að lúta fjöldamörkum í samfélaginu. Björn segir að fjárhagslegt tjón vegna þessa hafi verið, og muni verða, gríðarlegt. „Þetta voru 600 miljónir [í tap] og ég fékk 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta,“ segir Björn. Þegar Vísir ræddi við Björn nú síðdegis var að hefjast samkvæmi vegna opnunar nýrrar World Class-stöðvar í Vatnsmýrinni, sem til stóð að opna nú á mánudag. Björn segir að ekki líti út fyrir að það gangi eftir í ljósi aðgerðanna sem boðaðar hafa verið. Þá gefur Björn lítið fyrir upplýsingaflæði frá yfirvöldum vegna takmarkana og lokana sem bitnað hafa á rekstri hans. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59