Lengjudeildin: Hart barist á toppnum Ísak Hallmundarson skrifar 3. október 2020 16:15 Leiknir og Fram unnu í dag. Twitter-síða Leiknis Fram og Leiknir Reykjavík eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deild karla en bæði lið unnu sína leiki í dag. Fram sigraði Þrótt 1-0 í Safamýri en eina mark leiksins skoraði Þórir Guðjónsson á 15. mínútu leiksins. Á meðan vann Leiknir í Ólafsvíki á móti Víkingi Ó., Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir undir lok fyrri hálfleiks, Sævar Atli Magnússon bætti síðan við öðru marki Leiknis áður en Vuk var aftur á ferðinni og skoraði þriðja markið. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur í leiknum 3-1 sigur Leiknis. Bæði lið eru með 42 stig í 2.-3. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknismenn eru þó með talsvert betri markatölu, 28 mörk í plús en Fram er með markatöluna +17. Þetta verða spennandi lokaumferðir í baráttunni um sæti í efstu deild. ÍBV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa verið spáð toppsætinu af mörgum spekingum í byrjun sumars. Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir Vestra á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gary John Martin misnotaði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og tveimur mínútum síðar kom Sergine Fall Vestra yfir. Sito jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 32. mínútu en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar. Nacho Gil skoraði þriðja mark Vestra í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. ÍBV er nú með 30 stig í 5. sæti og hefur lítið sem ekkert gengið upp þar á bæ undanfarnar vikur. Vestri er með 29 stig í 6. sæti, fínasta tímabil hjá þeim og þeirra fyrsta tímabil í næstefstu deild. Afturelding vann Grindavík 3-2 og gerði endanlega út um vonir Grindvíkinga að leika í Pepsi Max deildinni næsta tímabil. Afturelding var komin í 3-0 eftir um klukkustundar leik en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Grindavík og minnkaði muninn áður en leikurinn var úti. Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 78. mínútu og spilaði Afturelding manni færri síðasta korterið eða svo. Grindvíkingar eru nú í 4. sæti með 32 stig en Afturelding er aftur á móti í 8. sæti með 25 stig. Lengjudeildin Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Fram og Leiknir Reykjavík eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deild karla en bæði lið unnu sína leiki í dag. Fram sigraði Þrótt 1-0 í Safamýri en eina mark leiksins skoraði Þórir Guðjónsson á 15. mínútu leiksins. Á meðan vann Leiknir í Ólafsvíki á móti Víkingi Ó., Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir undir lok fyrri hálfleiks, Sævar Atli Magnússon bætti síðan við öðru marki Leiknis áður en Vuk var aftur á ferðinni og skoraði þriðja markið. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur í leiknum 3-1 sigur Leiknis. Bæði lið eru með 42 stig í 2.-3. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknismenn eru þó með talsvert betri markatölu, 28 mörk í plús en Fram er með markatöluna +17. Þetta verða spennandi lokaumferðir í baráttunni um sæti í efstu deild. ÍBV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa verið spáð toppsætinu af mörgum spekingum í byrjun sumars. Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir Vestra á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gary John Martin misnotaði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og tveimur mínútum síðar kom Sergine Fall Vestra yfir. Sito jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 32. mínútu en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar. Nacho Gil skoraði þriðja mark Vestra í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. ÍBV er nú með 30 stig í 5. sæti og hefur lítið sem ekkert gengið upp þar á bæ undanfarnar vikur. Vestri er með 29 stig í 6. sæti, fínasta tímabil hjá þeim og þeirra fyrsta tímabil í næstefstu deild. Afturelding vann Grindavík 3-2 og gerði endanlega út um vonir Grindvíkinga að leika í Pepsi Max deildinni næsta tímabil. Afturelding var komin í 3-0 eftir um klukkustundar leik en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Grindavík og minnkaði muninn áður en leikurinn var úti. Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 78. mínútu og spilaði Afturelding manni færri síðasta korterið eða svo. Grindvíkingar eru nú í 4. sæti með 32 stig en Afturelding er aftur á móti í 8. sæti með 25 stig.
Lengjudeildin Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira