Stefán Teitur á leið til Danmerkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2020 18:47 Stefán Teitur Þórðarson verður leikmaður Silkeborg um helgina samkvæmt heimildum Vísis. Anton Brink Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður ÍA og einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu, mun spila í Danmörku frá og með næstu helgi. Íþróttadeild Vísis hefur það eftir öruggum heimildum að Stefán Teitur sé á leið til Silkeborg í Danmörku. Verður hann tilkynntur sem leikmaður félagsins nú um helgina og því ljóst að hann mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum. Þá hafa danskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest vistaskiptin. Silkeborg leikur sem stendur í dönsku B-deildinni. Er liðið í 7. sæti af 12 liðum með níu stig þegar fimm umferðum er lokið. Fyrr í sumar var Stefán Teitur orðaður við Íslandsmeistara KR en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Þá sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöð 2 Sport ásamt fleiru, einnig að Stefán væri á leið til Silkeborg og samherji hans Tryggvi Hrafn Haraldsson væri á leið til Lilleström í Noregi. Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað. pic.twitter.com/7Kq9SeFtEa— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 2, 2020 Stefán Teitur hefur eins og áður sagði leikið frábærlega með Skagamönnum í sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður hefur skorað átta mörk og segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, að Stefán geti valið úr tilboðum. „Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns,“ sagði Ólafur í viðtali á Fótbolti.net. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 90 leiki og skorað 24 mörk fyrir Skagamenn í deild og bikar. Þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir U21 lið Íslands og er í hópnum sem mætir Ítalíu og Lúxemborg á næstu dögum. ÍA situr í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Leikir liðsins hafa verið frábær skemmtun í sumar en liðið hefur skorað 39 mörk og fengið á sig jafn mörg. Þeir mæta FH á heimavelli á sunnudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Sjá meira
Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður ÍA og einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu, mun spila í Danmörku frá og með næstu helgi. Íþróttadeild Vísis hefur það eftir öruggum heimildum að Stefán Teitur sé á leið til Silkeborg í Danmörku. Verður hann tilkynntur sem leikmaður félagsins nú um helgina og því ljóst að hann mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum. Þá hafa danskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest vistaskiptin. Silkeborg leikur sem stendur í dönsku B-deildinni. Er liðið í 7. sæti af 12 liðum með níu stig þegar fimm umferðum er lokið. Fyrr í sumar var Stefán Teitur orðaður við Íslandsmeistara KR en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Þá sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöð 2 Sport ásamt fleiru, einnig að Stefán væri á leið til Silkeborg og samherji hans Tryggvi Hrafn Haraldsson væri á leið til Lilleström í Noregi. Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað. pic.twitter.com/7Kq9SeFtEa— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 2, 2020 Stefán Teitur hefur eins og áður sagði leikið frábærlega með Skagamönnum í sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður hefur skorað átta mörk og segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, að Stefán geti valið úr tilboðum. „Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns,“ sagði Ólafur í viðtali á Fótbolti.net. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 90 leiki og skorað 24 mörk fyrir Skagamenn í deild og bikar. Þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir U21 lið Íslands og er í hópnum sem mætir Ítalíu og Lúxemborg á næstu dögum. ÍA situr í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Leikir liðsins hafa verið frábær skemmtun í sumar en liðið hefur skorað 39 mörk og fengið á sig jafn mörg. Þeir mæta FH á heimavelli á sunnudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Sjá meira