3,8 milljarðar króna til Þjóðkirkjunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 10:31 Agnes Sigurðardóttir biskup heimsækir mosku í Ýmishúsinu í Skógarhlíð. Vísir/Vilhelm Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Framlagið í fjárlagafrumvarpinu í fyrra var 3,7 milljarðar króna. Framlög til trúmála nema í heildina 7,9 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2021-2025 kemur fram að skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra hefur fjölgað talsvert á síðustu árum en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað. „Þar koma bæði til ýmsar breytingar á samsetningu og viðhorfum þjóðarinnar og breytingar á lögum og verklagi varðandi skráningar í trúfélög,“ segir í fjármálaáætluninni. Þjóðkirkjan hefur nú tekið við því hlutverki að sjá um launagreiðslur allra starfsmanna sinna.Vísir/Vilhelm Vísað er til nýs viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar sem var undirritaður þann 6. september 2019. Markmiðið með viðbótarsamningnum sé að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. „Í samræmi við það eru ríki og kirkja sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði. Með sérstakri viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum er gerð nánari grein fyrir þeim lagabreytingum sem stefnt skuli að og hafa þær þegar verið staðfestar,“ segir í fjármálaáætluninni. „Stórt skref“ til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar „Þá er gerð sú meginbreyting að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar fjárlögum hvers árs.“ Með þessu nýja samkomulagi sé stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. „Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Fyrir liggja áform um að auka sjálfstæði kirkjunnar enn frekar og tryggja efnisatriði viðbótarsamkomulagsins með frumvarpi til laga um ný heildarlög um þjóðkirkjuna. Í því verði lagaumhverfið einfaldað enn frekar og ákvarðanir um skipan mála í kirkjunni, sem nú er kveðið á um í lögum, verði í enn ríkara mæli færð til kirkjuþings.“ Trúfélög múslima á Íslandi eru meðal þeirra sem fá greiðslur frá íslenska ríkinu í gegnum sóknargjöld.Vísir/Vilhelm Alls er heildarfjárheimild til trúmála áætluð 7,9 milljarðar króna og hækkar um 183 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 252 milljónum króna. Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Tæpur 1,3 milljarðar króna fara í rekstur kirkjugarða. Þá fara rúmir 2,7 milljarðar króna í sóknargjöld hinna ýmsu trúfélaga. „Óverulegar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru þær að gerðar voru ráðstafanir til að mæta 76 m.kr. hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að framlag til Þjóðkirkjunnar í fyrra hefði numið tæpum þremur milljörðum en þær upplýsingar voru úr frumvarpinu til fjárlaga frá því í fyrra. Í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins í ár kemur fram að framlagið hafi verið 3,7 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Framlagið í fjárlagafrumvarpinu í fyrra var 3,7 milljarðar króna. Framlög til trúmála nema í heildina 7,9 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2021-2025 kemur fram að skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra hefur fjölgað talsvert á síðustu árum en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað. „Þar koma bæði til ýmsar breytingar á samsetningu og viðhorfum þjóðarinnar og breytingar á lögum og verklagi varðandi skráningar í trúfélög,“ segir í fjármálaáætluninni. Þjóðkirkjan hefur nú tekið við því hlutverki að sjá um launagreiðslur allra starfsmanna sinna.Vísir/Vilhelm Vísað er til nýs viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar sem var undirritaður þann 6. september 2019. Markmiðið með viðbótarsamningnum sé að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. „Í samræmi við það eru ríki og kirkja sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði. Með sérstakri viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum er gerð nánari grein fyrir þeim lagabreytingum sem stefnt skuli að og hafa þær þegar verið staðfestar,“ segir í fjármálaáætluninni. „Stórt skref“ til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar „Þá er gerð sú meginbreyting að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar fjárlögum hvers árs.“ Með þessu nýja samkomulagi sé stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. „Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Fyrir liggja áform um að auka sjálfstæði kirkjunnar enn frekar og tryggja efnisatriði viðbótarsamkomulagsins með frumvarpi til laga um ný heildarlög um þjóðkirkjuna. Í því verði lagaumhverfið einfaldað enn frekar og ákvarðanir um skipan mála í kirkjunni, sem nú er kveðið á um í lögum, verði í enn ríkara mæli færð til kirkjuþings.“ Trúfélög múslima á Íslandi eru meðal þeirra sem fá greiðslur frá íslenska ríkinu í gegnum sóknargjöld.Vísir/Vilhelm Alls er heildarfjárheimild til trúmála áætluð 7,9 milljarðar króna og hækkar um 183 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 252 milljónum króna. Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Tæpur 1,3 milljarðar króna fara í rekstur kirkjugarða. Þá fara rúmir 2,7 milljarðar króna í sóknargjöld hinna ýmsu trúfélaga. „Óverulegar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru þær að gerðar voru ráðstafanir til að mæta 76 m.kr. hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að framlag til Þjóðkirkjunnar í fyrra hefði numið tæpum þremur milljörðum en þær upplýsingar voru úr frumvarpinu til fjárlaga frá því í fyrra. Í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins í ár kemur fram að framlagið hafi verið 3,7 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent