3,8 milljarðar króna til Þjóðkirkjunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2020 10:31 Agnes Sigurðardóttir biskup heimsækir mosku í Ýmishúsinu í Skógarhlíð. Vísir/Vilhelm Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Framlagið í fjárlagafrumvarpinu í fyrra var 3,7 milljarðar króna. Framlög til trúmála nema í heildina 7,9 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2021-2025 kemur fram að skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra hefur fjölgað talsvert á síðustu árum en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað. „Þar koma bæði til ýmsar breytingar á samsetningu og viðhorfum þjóðarinnar og breytingar á lögum og verklagi varðandi skráningar í trúfélög,“ segir í fjármálaáætluninni. Þjóðkirkjan hefur nú tekið við því hlutverki að sjá um launagreiðslur allra starfsmanna sinna.Vísir/Vilhelm Vísað er til nýs viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar sem var undirritaður þann 6. september 2019. Markmiðið með viðbótarsamningnum sé að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. „Í samræmi við það eru ríki og kirkja sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði. Með sérstakri viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum er gerð nánari grein fyrir þeim lagabreytingum sem stefnt skuli að og hafa þær þegar verið staðfestar,“ segir í fjármálaáætluninni. „Stórt skref“ til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar „Þá er gerð sú meginbreyting að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar fjárlögum hvers árs.“ Með þessu nýja samkomulagi sé stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. „Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Fyrir liggja áform um að auka sjálfstæði kirkjunnar enn frekar og tryggja efnisatriði viðbótarsamkomulagsins með frumvarpi til laga um ný heildarlög um þjóðkirkjuna. Í því verði lagaumhverfið einfaldað enn frekar og ákvarðanir um skipan mála í kirkjunni, sem nú er kveðið á um í lögum, verði í enn ríkara mæli færð til kirkjuþings.“ Trúfélög múslima á Íslandi eru meðal þeirra sem fá greiðslur frá íslenska ríkinu í gegnum sóknargjöld.Vísir/Vilhelm Alls er heildarfjárheimild til trúmála áætluð 7,9 milljarðar króna og hækkar um 183 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 252 milljónum króna. Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Tæpur 1,3 milljarðar króna fara í rekstur kirkjugarða. Þá fara rúmir 2,7 milljarðar króna í sóknargjöld hinna ýmsu trúfélaga. „Óverulegar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru þær að gerðar voru ráðstafanir til að mæta 76 m.kr. hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að framlag til Þjóðkirkjunnar í fyrra hefði numið tæpum þremur milljörðum en þær upplýsingar voru úr frumvarpinu til fjárlaga frá því í fyrra. Í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins í ár kemur fram að framlagið hafi verið 3,7 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun. Framlagið í fjárlagafrumvarpinu í fyrra var 3,7 milljarðar króna. Framlög til trúmála nema í heildina 7,9 milljörðum króna. Í fjármálaáætlun 2021-2025 kemur fram að skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum og meðlimum þeirra hefur fjölgað talsvert á síðustu árum en meðlimum í Þjóðkirkjunni hefur að sama skapi fækkað. „Þar koma bæði til ýmsar breytingar á samsetningu og viðhorfum þjóðarinnar og breytingar á lögum og verklagi varðandi skráningar í trúfélög,“ segir í fjármálaáætluninni. Þjóðkirkjan hefur nú tekið við því hlutverki að sjá um launagreiðslur allra starfsmanna sinna.Vísir/Vilhelm Vísað er til nýs viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar sem var undirritaður þann 6. september 2019. Markmiðið með viðbótarsamningnum sé að stórauka fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar. „Í samræmi við það eru ríki og kirkja sammála um að einfalda mjög allt lagaumhverfi og fyrirkomulag á þeim greiðslum sem þjóðkirkjan fær úr ríkissjóði. Með sérstakri viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum er gerð nánari grein fyrir þeim lagabreytingum sem stefnt skuli að og hafa þær þegar verið staðfestar,“ segir í fjármálaáætluninni. „Stórt skref“ til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar „Þá er gerð sú meginbreyting að kirkjan tekur sjálf við öllum starfsmönnum sínum og starfsmannamálum. Þær greiðslur sem kirkjan fær samkvæmt samkomulaginu munu hér eftir taka breytingum á þeim sömu almennu launa- og verðlagsforsendum sem liggja til grundvallar fjárlögum hvers árs.“ Með þessu nýja samkomulagi sé stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkjan verði fyrst og fremst trúfélag sem beri sjálft ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. „Kirkjan nýtur enn stuðnings íslenska ríkisins líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins en fjarlægist það mjög að vera ríkisstofnun með þessum samningi. Fyrir liggja áform um að auka sjálfstæði kirkjunnar enn frekar og tryggja efnisatriði viðbótarsamkomulagsins með frumvarpi til laga um ný heildarlög um þjóðkirkjuna. Í því verði lagaumhverfið einfaldað enn frekar og ákvarðanir um skipan mála í kirkjunni, sem nú er kveðið á um í lögum, verði í enn ríkara mæli færð til kirkjuþings.“ Trúfélög múslima á Íslandi eru meðal þeirra sem fá greiðslur frá íslenska ríkinu í gegnum sóknargjöld.Vísir/Vilhelm Alls er heildarfjárheimild til trúmála áætluð 7,9 milljarðar króna og hækkar um 183 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 252 milljónum króna. Undir málaflokkinn falla útgjöld til starfsemi Þjóðkirkjunnar, kirkjumálasjóðs og kirkjugarða. Þá fellur einnig undir trúmál úthlutun sóknargjalda til skráðra lífsskoðunar- og trúfélaga. Tæpur 1,3 milljarðar króna fara í rekstur kirkjugarða. Þá fara rúmir 2,7 milljarðar króna í sóknargjöld hinna ýmsu trúfélaga. „Óverulegar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins. Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru þær að gerðar voru ráðstafanir til að mæta 76 m.kr. hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að framlag til Þjóðkirkjunnar í fyrra hefði numið tæpum þremur milljörðum en þær upplýsingar voru úr frumvarpinu til fjárlaga frá því í fyrra. Í fylgiriti fjárlagafrumvarpsins í ár kemur fram að framlagið hafi verið 3,7 milljarðar. Beðist er velvirðingar á þessu. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira