Öskureið á blaðamannafundi eftir að mótherji hennar fór af velli í hjólastól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 10:00 Kiki Bertens var sárþjáð eftir leikinn eða var hún að leika þetta? Getty/Tim Clayton Ítalska tenniskonan Sara Errani sakaði mótherjann sinn um leikaraskap eftir að hafa tapað fyrir henni á opna franska meistaramótinu í tennis sem stendur nú yfir á Stade Roland Garros tennisvöllunum í París. Sara Errani frá Ítalíu og Kiki Bertens frá Hollandi mættust í svakaleik í annarri umferð opna franska meistaramótinu í tennis. Kiki Bertens yfirgaf völlinn í hjólastól eftir sigurinn en Sara Errani sakaði hana um leikaraskap. Bertens féll í jörðina eftir sigurstigið og virtist þá vera með krampa í öllum skrokknum. Kiki Bertens er fimmta á styrkleikalista mótsins en Sara Errani fékk ekki röðun. Kiki Bertens vann á endanum 7-6, 7-6 (5), 3-6 og 9-7 í leik sem tók þrjá klukkutíma og ellefu mínútur. Sara Errani accuses Kiki Bertens of FAKING injury at French Open after she left court in a wheelchair https://t.co/cDyG9lDUd6— MailOnline Sport (@MailSport) September 30, 2020 Kiki Bertens virtist vera að glíma við meiðsli aftan í læri í leiknum. Það leit þannig út að hún væri að sýna mikla þrautseigju við að klára leikinn en það voru þó ekki allir á því að hún hafi verið meidd. Ítalinn var þannig allt annað en sátt á blaðamannafundi eftir leikinn og hraunaði yfir andstæðinginn sinn. Í leiknum sjálfum hafði Sara Errani gert grín að Bertens fyrir að haltra og hún neitaði síðan að þakka henni fyrir leikinn. Kiki Bertens féll í jörðina eftir sigurinn og lá þarf í átta mínútur áður en starfsmenn mótsins sóttu hjólastól og hjálpuðu henni til búningsklefa. Wheelchair out on court to assist Kiki Bertens back to the locker room. Has been able to share some laughs with the trainers, showing them her hands stuck in cramp. Taking some pills from the doctor. #RG20 pic.twitter.com/JwlTED5KKO— WTA Insider (@WTA_insider) September 30, 2020 „Ég er ekki hrifinn af því þegar einhver er að plata mig. Hún fór af velli í hjólastól og þegar ég sá hana borðandi á veitingastaðnum þá var allt í lagi með hana,“ sagði Sara Errani á blaðamannafundi eftir leikinn. Kiki Bertens neitaði þessum ásökunum og sagði að hún væri fyrir löngu búin að reyna fyrir sér sem leikari ef hún gæti leikið svona meiðsli. „Ég skil pirringinn hennar. Hún fékk sín tækifæri en nýtti þau ekki,“ sagði Kiki Bertens. Tennis Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Sjá meira
Ítalska tenniskonan Sara Errani sakaði mótherjann sinn um leikaraskap eftir að hafa tapað fyrir henni á opna franska meistaramótinu í tennis sem stendur nú yfir á Stade Roland Garros tennisvöllunum í París. Sara Errani frá Ítalíu og Kiki Bertens frá Hollandi mættust í svakaleik í annarri umferð opna franska meistaramótinu í tennis. Kiki Bertens yfirgaf völlinn í hjólastól eftir sigurinn en Sara Errani sakaði hana um leikaraskap. Bertens féll í jörðina eftir sigurstigið og virtist þá vera með krampa í öllum skrokknum. Kiki Bertens er fimmta á styrkleikalista mótsins en Sara Errani fékk ekki röðun. Kiki Bertens vann á endanum 7-6, 7-6 (5), 3-6 og 9-7 í leik sem tók þrjá klukkutíma og ellefu mínútur. Sara Errani accuses Kiki Bertens of FAKING injury at French Open after she left court in a wheelchair https://t.co/cDyG9lDUd6— MailOnline Sport (@MailSport) September 30, 2020 Kiki Bertens virtist vera að glíma við meiðsli aftan í læri í leiknum. Það leit þannig út að hún væri að sýna mikla þrautseigju við að klára leikinn en það voru þó ekki allir á því að hún hafi verið meidd. Ítalinn var þannig allt annað en sátt á blaðamannafundi eftir leikinn og hraunaði yfir andstæðinginn sinn. Í leiknum sjálfum hafði Sara Errani gert grín að Bertens fyrir að haltra og hún neitaði síðan að þakka henni fyrir leikinn. Kiki Bertens féll í jörðina eftir sigurinn og lá þarf í átta mínútur áður en starfsmenn mótsins sóttu hjólastól og hjálpuðu henni til búningsklefa. Wheelchair out on court to assist Kiki Bertens back to the locker room. Has been able to share some laughs with the trainers, showing them her hands stuck in cramp. Taking some pills from the doctor. #RG20 pic.twitter.com/JwlTED5KKO— WTA Insider (@WTA_insider) September 30, 2020 „Ég er ekki hrifinn af því þegar einhver er að plata mig. Hún fór af velli í hjólastól og þegar ég sá hana borðandi á veitingastaðnum þá var allt í lagi með hana,“ sagði Sara Errani á blaðamannafundi eftir leikinn. Kiki Bertens neitaði þessum ásökunum og sagði að hún væri fyrir löngu búin að reyna fyrir sér sem leikari ef hún gæti leikið svona meiðsli. „Ég skil pirringinn hennar. Hún fékk sín tækifæri en nýtti þau ekki,“ sagði Kiki Bertens.
Tennis Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Sjá meira