Eddie Hall var einni sekúndu fljótari með „Djöfulsins Díönu“ æfinguna en Sara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 09:01 Eddie Hall og Sara Sigmundsdóttir. Eddie Hall kláraði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum en á heimsleikunum þá kláraði Sara hana á á 4 mínútum og 38 sekúndum. Mynd/Samsett/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson svitnaði örugglega aðeins þegar hann sá Eddie Hall klára æfingu af heimsleikunum í CrossFit með glæsibrag. Fjallið og Eddie Hall ætla að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas á næsta ári og þeir eru báðir duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig æfingarnar hjá þeim ganga. Auk þess að sýnda tilþrifin í hnefaleikahringnum og hvernig þeir komast í gegnum krefjandi æfingar þá eru auðvitað nóg að kyndingum sem ganga á milli þeirra í gegnum samfélagsmiðla. Eddie Hall hefur lýst því yfir að hann ætli að rota Hafþór Júlíus Björnsson í hringnum en Hafþór hefur á móti létt sig mikið og vinnur einnig mikið í þolinu sínu þessa dagana. Barbend síðan vakti athygli á því hversu vel Eddie Hall gerði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna sem var ein af keppnisgreinunum í fyrri hluta heimsleikanna í CrossFit á dögunum. Watch @eddiehallWSM Finish The 2020 @CrossFitGames WOD Damn Diane In 4:37 https://t.co/Cx42XtuRzH by @GUTMAN26 | #crossfit #crossfitgames @CrossFit pic.twitter.com/UUyIwaErIg— BarBend (@barbendnews) September 30, 2020 Eddie Hall kláraði „Damn Diane“ eða „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum. Markmiðið var að slá út tíma heimsmeistarans Tia-Clair Toomey en tókst það ekki. Það voru mismunandi þyngdir hjá körlunum og konum en Eddie Hall leyfði sér að nota kvennaþyngdina sem var 205 pund eða 93 kíló. Karlarnir lyftu 315 pundum eða 143 kílóum. Í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni þá voru þrjár umferðir af fimmtán réttstöðulyftum með 93 kíló og svo í beinu framhaldi fimmtán handstöðubeygjur. Eddie Hall átti í engum vandræðum með réttstöðulyfturnar en gekk skiljanlega ekki eins vel í handstöðubeygjunum enda var hann þá að lyfta sínum 162 kílóum. Eddie Hall var talsvert á eftir Tiu-Clair Toomey sem kláraði þessa æfingu á tveimur mínútum og 28 sekúndum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði líka betur en hann og kláraði „Djöfulsins Díönu“ á þremur mínútum og 30 sekúndum. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einni sekúndu á eftir Eddie Hall. Sara endaði í 21. sæti í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni á heimsleikunum en þetta var þriðja grein keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá Eddie Hall gera þessa æfingu en hún byrjar eftir fjórtán mínútur í myndbandinu. watch on YouTube Hér fyrir neðan má síðan Söru Sigmundsdóttur gera sömu æfingu á heimsleikunum. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson svitnaði örugglega aðeins þegar hann sá Eddie Hall klára æfingu af heimsleikunum í CrossFit með glæsibrag. Fjallið og Eddie Hall ætla að mætast í hnefaleikahringnum í Las Vegas á næsta ári og þeir eru báðir duglegir að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með því hvernig æfingarnar hjá þeim ganga. Auk þess að sýnda tilþrifin í hnefaleikahringnum og hvernig þeir komast í gegnum krefjandi æfingar þá eru auðvitað nóg að kyndingum sem ganga á milli þeirra í gegnum samfélagsmiðla. Eddie Hall hefur lýst því yfir að hann ætli að rota Hafþór Júlíus Björnsson í hringnum en Hafþór hefur á móti létt sig mikið og vinnur einnig mikið í þolinu sínu þessa dagana. Barbend síðan vakti athygli á því hversu vel Eddie Hall gerði „Djöfulsins Díönu“ æfinguna sem var ein af keppnisgreinunum í fyrri hluta heimsleikanna í CrossFit á dögunum. Watch @eddiehallWSM Finish The 2020 @CrossFitGames WOD Damn Diane In 4:37 https://t.co/Cx42XtuRzH by @GUTMAN26 | #crossfit #crossfitgames @CrossFit pic.twitter.com/UUyIwaErIg— BarBend (@barbendnews) September 30, 2020 Eddie Hall kláraði „Damn Diane“ eða „Djöfulsins Díönu“ æfinguna á 4 mínútum og 37 sekúndum. Markmiðið var að slá út tíma heimsmeistarans Tia-Clair Toomey en tókst það ekki. Það voru mismunandi þyngdir hjá körlunum og konum en Eddie Hall leyfði sér að nota kvennaþyngdina sem var 205 pund eða 93 kíló. Karlarnir lyftu 315 pundum eða 143 kílóum. Í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni þá voru þrjár umferðir af fimmtán réttstöðulyftum með 93 kíló og svo í beinu framhaldi fimmtán handstöðubeygjur. Eddie Hall átti í engum vandræðum með réttstöðulyfturnar en gekk skiljanlega ekki eins vel í handstöðubeygjunum enda var hann þá að lyfta sínum 162 kílóum. Eddie Hall var talsvert á eftir Tiu-Clair Toomey sem kláraði þessa æfingu á tveimur mínútum og 28 sekúndum. Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði líka betur en hann og kláraði „Djöfulsins Díönu“ á þremur mínútum og 30 sekúndum. Sara Sigmundsdóttir var aftur á móti einni sekúndu á eftir Eddie Hall. Sara endaði í 21. sæti í „Djöfulsins Díönu“ æfingunni á heimsleikunum en þetta var þriðja grein keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá Eddie Hall gera þessa æfingu en hún byrjar eftir fjórtán mínútur í myndbandinu. watch on YouTube Hér fyrir neðan má síðan Söru Sigmundsdóttur gera sömu æfingu á heimsleikunum. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira