Dæmi um að eldri borgarar hafi lokað sig inni í lengri tíma vegna Covid Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2020 22:00 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty. Landssamband eldri borgara hefur farið í átak til þess að hvetja fólk til heilsueflingar. Dæmi eru um að fólk einangri sig í lengri tíma af ótta við kórónuveirusmit. Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta. „Við höfum þá tilfinningu að það séu einstaklingar sem hafa forðast samneyti við annað mjög lengi vegna þess að það er í fréttum daglega. Það er enginn dagur án þess að það sé rætt um Covid og áhrif þess um allan heim,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Fólk bara dregur sig í skel, það fer ekki út,” bætir hún við. Aðspurð segir hún óttann við kórónuveirusmit lýsa sér með kvíða og þunglyndi. Landssamband eldri borgara hefur þess vegna hrundið af stað átaki sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu en þar verður margvísleg hreyfing í boði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir í íþróttahúsin, fólki að kostnaðarlausu. Þá verður aukið við stuðning við eldri borgara víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vona að fólk bara drífi sig. Þetta er lífsbjörg að komast út og hreyfa sig og fá ráðgjöf. Vegna þess að þeir sem ég finn að eru einmana og líður ekki vel, við verðum að gera eitthvað í málinu.” Hreyfing og hollt mataræði skipti höfuðmáli. „Hreyfingin þegar við eldumst er eiginlega bara gullið í lífinu vegna þess að þeir sjúkdómar sem blossa upp, blóðþrýstingur og fleira, eru ekki góðir og svefnleysi er fylgikvilli. Samskipti er það sem fólkið saknaði í vor, alveg tilfinnanlega.” Það sé ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur að huga að sínu fólki. „Ég er verulega áhyggjufull og ég vil bara að við sem þjóð stöndum vörð um að passa upp á þennan hóp, en við megum alls ekki gera hann óttasleginn.” Hér má sjá frekari upplýsingar um átakið í Kópavogi, sem hefst á morgun. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Landssamband eldri borgara hefur farið í átak til þess að hvetja fólk til heilsueflingar. Dæmi eru um að fólk einangri sig í lengri tíma af ótta við kórónuveirusmit. Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta. „Við höfum þá tilfinningu að það séu einstaklingar sem hafa forðast samneyti við annað mjög lengi vegna þess að það er í fréttum daglega. Það er enginn dagur án þess að það sé rætt um Covid og áhrif þess um allan heim,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Fólk bara dregur sig í skel, það fer ekki út,” bætir hún við. Aðspurð segir hún óttann við kórónuveirusmit lýsa sér með kvíða og þunglyndi. Landssamband eldri borgara hefur þess vegna hrundið af stað átaki sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu en þar verður margvísleg hreyfing í boði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir í íþróttahúsin, fólki að kostnaðarlausu. Þá verður aukið við stuðning við eldri borgara víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vona að fólk bara drífi sig. Þetta er lífsbjörg að komast út og hreyfa sig og fá ráðgjöf. Vegna þess að þeir sem ég finn að eru einmana og líður ekki vel, við verðum að gera eitthvað í málinu.” Hreyfing og hollt mataræði skipti höfuðmáli. „Hreyfingin þegar við eldumst er eiginlega bara gullið í lífinu vegna þess að þeir sjúkdómar sem blossa upp, blóðþrýstingur og fleira, eru ekki góðir og svefnleysi er fylgikvilli. Samskipti er það sem fólkið saknaði í vor, alveg tilfinnanlega.” Það sé ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur að huga að sínu fólki. „Ég er verulega áhyggjufull og ég vil bara að við sem þjóð stöndum vörð um að passa upp á þennan hóp, en við megum alls ekki gera hann óttasleginn.” Hér má sjá frekari upplýsingar um átakið í Kópavogi, sem hefst á morgun.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira