Skora á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna stöðu fanga í faraldrinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 21:17 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, skorar á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á stöðu fanga. Félagið óttast að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í fangelsum landsins komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fanga og aðstandendur þeirra. Tilefni áskorunarinnar er hin „mikla innilokun og einangrun“ sem covid-19 hefur skapað í fangelsum að því er segir í yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar undir fyrir hönd samtakanna. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Páll Winkel fangelsismálastjóri jafnframt áhyggjum sínum af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. „Öll leyfi úr fangelsum hafa verið afnumin, heimsóknir ættingja og vina hafa verið skertar verulega og allur samgangur við ástvini er í algjöru lágmarki. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr annarri þjónustu. Dæmi eru um að börn fái ekki að hitta foreldri sitt í marga mánuði og það þekkist jafnvel að mjög ung börn séu að gleyma öðru foreldri sínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Afstöðu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þá er ítrekað að tækifæri fanga til að vera í tengslum við fjölskyldu sína og samfélagið sé afar mikilvægur þáttur í endurhæfingarvist fanga. „Með þeim hætti geta fangar viðhaldið vilja sínum til að koma út sem betri einstaklingar. Nú er hins vegar svo komið að ótti og „pirringur“ magnast daglega innan fjölskyldna fanga. Staðan er óviðunandi og ekkert útlit er fyrir annað en að hún muni versna með degi hverjum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og hún sömuleiðis minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin hefur verið send Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, skorar á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á stöðu fanga. Félagið óttast að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í fangelsum landsins komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fanga og aðstandendur þeirra. Tilefni áskorunarinnar er hin „mikla innilokun og einangrun“ sem covid-19 hefur skapað í fangelsum að því er segir í yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar undir fyrir hönd samtakanna. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Páll Winkel fangelsismálastjóri jafnframt áhyggjum sínum af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. „Öll leyfi úr fangelsum hafa verið afnumin, heimsóknir ættingja og vina hafa verið skertar verulega og allur samgangur við ástvini er í algjöru lágmarki. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr annarri þjónustu. Dæmi eru um að börn fái ekki að hitta foreldri sitt í marga mánuði og það þekkist jafnvel að mjög ung börn séu að gleyma öðru foreldri sínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Afstöðu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þá er ítrekað að tækifæri fanga til að vera í tengslum við fjölskyldu sína og samfélagið sé afar mikilvægur þáttur í endurhæfingarvist fanga. „Með þeim hætti geta fangar viðhaldið vilja sínum til að koma út sem betri einstaklingar. Nú er hins vegar svo komið að ótti og „pirringur“ magnast daglega innan fjölskyldna fanga. Staðan er óviðunandi og ekkert útlit er fyrir annað en að hún muni versna með degi hverjum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og hún sömuleiðis minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin hefur verið send Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira