Dómarar verða minna strangir varðandi hendi Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 13:01 Martin Atkinson dæmdi hendi á Victor Lindelöf, eftir að hafa skoðað atvikið á skjá, en hefði sennilega sleppt því miðað við nýju viðmiðin. vísir/getty Ensku úrvalsdeildarfélögin í fótbolta hafa fengið í gegn að dómarar verði mildari varðandi það hvenær dæma skuli hendi, eftir fjölda umdeildra vítaspyrnudóma í upphafi leiktíðar. Það var viðbúið að vítaspyrnudómarnir yrðu fleiri en áður í Englandi í vetur eftir að þess var krafist að sama lína yrði í úrvalsdeildinni eins og öðrum helstu deildum Evrópu, varðandi það hvenær dæma skyldi hendi. Í fyrstu þremur umferðunum hafa nú þegar sex vítaspyrnur verið dæmdar á menn fyrir hendi, sem vakið hafa miklar deilur. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú fundað með IFAB, stjórninni sem semur lög fótboltans, og fengið í gegn að dómarar hafi meira frelsi til að meta ákveðin atriði huglægt. Enn verði þó farið eftir útgefnum reglum. Dómurum er því uppálagt, frá og með næstu helgi, að meta betur sjálfir hvernig líkamsstaða leikmanns sé og hversu langt hann sé frá boltanum áður en hann fær hann í höndina. Hefðu dæmdt víti á Dier en ekki Lindelöf Samkvæmt ESPN þýðir það þó ekki að menn sleppi við að fá dæmt á sig víti fyrir að sveifla hendi fyrir ofan öxl, jafnvel þó þeir snúi baki í boltann eins og í tilviki Eric Dier í leik Tottenham og Newcastle. ESPN segir hins vegar að líklega hefðu vítaspyrnurnar sem dæmdar voru á Matt Doherty í leik gegn Southampton, Victor Lindelöf í leik gegn Crystal Palace og Joel Ward í leik gegn Everton, ekki verið dæmdar miðað við nýju viðmiðin. Boltinn hafi skoppað í Doherty af stuttu færi, hönd Lindelöf hafi verið í eðlilegri stöðu, og hönd Wards verið nálægt búknum. Vítið sem dæmt var á Robin Koch, þegar Liverpool vann Leeds í fyrstu umferð, hefði aftur á móti verið dæmt þar sem að boltinn fór nægilega langa vegalengd og handleggur Koch var of langt frá búknum. Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarfélögin í fótbolta hafa fengið í gegn að dómarar verði mildari varðandi það hvenær dæma skuli hendi, eftir fjölda umdeildra vítaspyrnudóma í upphafi leiktíðar. Það var viðbúið að vítaspyrnudómarnir yrðu fleiri en áður í Englandi í vetur eftir að þess var krafist að sama lína yrði í úrvalsdeildinni eins og öðrum helstu deildum Evrópu, varðandi það hvenær dæma skyldi hendi. Í fyrstu þremur umferðunum hafa nú þegar sex vítaspyrnur verið dæmdar á menn fyrir hendi, sem vakið hafa miklar deilur. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa nú fundað með IFAB, stjórninni sem semur lög fótboltans, og fengið í gegn að dómarar hafi meira frelsi til að meta ákveðin atriði huglægt. Enn verði þó farið eftir útgefnum reglum. Dómurum er því uppálagt, frá og með næstu helgi, að meta betur sjálfir hvernig líkamsstaða leikmanns sé og hversu langt hann sé frá boltanum áður en hann fær hann í höndina. Hefðu dæmdt víti á Dier en ekki Lindelöf Samkvæmt ESPN þýðir það þó ekki að menn sleppi við að fá dæmt á sig víti fyrir að sveifla hendi fyrir ofan öxl, jafnvel þó þeir snúi baki í boltann eins og í tilviki Eric Dier í leik Tottenham og Newcastle. ESPN segir hins vegar að líklega hefðu vítaspyrnurnar sem dæmdar voru á Matt Doherty í leik gegn Southampton, Victor Lindelöf í leik gegn Crystal Palace og Joel Ward í leik gegn Everton, ekki verið dæmdar miðað við nýju viðmiðin. Boltinn hafi skoppað í Doherty af stuttu færi, hönd Lindelöf hafi verið í eðlilegri stöðu, og hönd Wards verið nálægt búknum. Vítið sem dæmt var á Robin Koch, þegar Liverpool vann Leeds í fyrstu umferð, hefði aftur á móti verið dæmt þar sem að boltinn fór nægilega langa vegalengd og handleggur Koch var of langt frá búknum.
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00 Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
VAR í aðalhlutverki er Tottenham og Newcastle skildu jöfn Jose Mourinho og lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Newcastle á heimavelli í dag. VAR kom við sögu eins og í mörgum leikjum helgarinnar. 27. september 2020 15:00
Palace hafði betur á Old Trafford þar sem VAR kom mikið við sögu Tímabilið byrjar ekki vel hjá Manchester United en þeir töpuðu gegn Crystal Palace á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins hjá rauðu djöflunum. 19. september 2020 18:30