Sjálfstæður réttur til fæðingarorlofs tryggir börnum best umönnun beggja foreldra Ásdís A. Arnalds og Guðný Björk Eydal skrifa 30. september 2020 07:00 Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. Rannsóknir okkar meðal íslenskra foreldra sýna að ef foreldrar deila fæðingarorlofi eru þeir líklegri en aðrir foreldrar til að deila umönnun barna jafnt eftir að orlofi lýkur. Þegar ný lög um fæðingarorlof voru samþykkt árið 2000 var sjálfstæður réttur feðra innleiddur í áföngum (einn mánuður á ári). Íslenskir feður sýndu strax að þeim hafði verið alvara þegar þeir kölluðu eftir auknum sjálfstæðum rétti til orlofs. Þeir tóku að meðaltali 39 daga árið 2001 þegar orlofið var einn mánuður, 68 daga árið 2002 þegar það var tveir mánuðir og svo 97 daga um leið og þeir höfðu fengið rétt til þriggja mánaða orlofs árið 2003. Tæplega 90% feðra tók þá eitthvað fæðingarorlof. Þetta er í takt við það sem hefur gerst í öðrum löndum. Þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan fæðingarorlofsrétt þá nýta þeir hann, en rannsóknir sýna líka að mæður nýta alltaf orlof sem foreldrar geta skipt að vild. Sameiginlegur „frjáls“ réttur er því nær eingöngu nýttur af mæðrum. Þetta sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir fjölda daga sem foreldrar taka í fæðingarorlof. Tölurnar eru frá Fæðingarorlofssjóði. Meðalfjöldi daga í fæðingarorlofi: Mæður og feður. Skýringa á þessu misræmi á milli töku mæðra og feðra má finna í kynbundnum hindrunum. Feður virðast eiga erfitt með að taka lengra orlof en sem nemur sjálfstæðum rétti þeirra og hann virðist verða að einhvers konar viðmiði um hvað sé hæfilegt. Á sama tíma sýna rannsóknir að mæður sem taka styttra orlof fá skilaboð frá umhverfinu um að það sé ekki við hæfi. Þó margt hafi breyst varðandi viðhorf til foreldrahlutverksins þá er enn grunnt á eldri hugmyndum um að feður eigi að vera útvinnandi og mæður eigi að vera heimavinnandi og sinna umönnun. Þessar tölur sýna glögglega að til þess að tryggja börnum betur umönnun beggja foreldra þarf að auka sjálfstæðan rétt foreldra til fæðingarorlofs eins og lagt er til í nýju frumvarpi þar sem hvert foreldri fær sjálfstæðan rétt til 5 mánaða, í stað 4 mánaða eins og nú er, og geta svo ráðstafað 2 mánuðum að vild. Miðað við fyrri reynslu mun það því þýða að mæður munu taka 7 mánuði en feður 5 mánuði. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir sýna að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs á milli feðra og mæðra er besta leiðin til að tryggja börnum umönnun beggja foreldra. Rannsóknir okkar meðal íslenskra foreldra sýna að ef foreldrar deila fæðingarorlofi eru þeir líklegri en aðrir foreldrar til að deila umönnun barna jafnt eftir að orlofi lýkur. Þegar ný lög um fæðingarorlof voru samþykkt árið 2000 var sjálfstæður réttur feðra innleiddur í áföngum (einn mánuður á ári). Íslenskir feður sýndu strax að þeim hafði verið alvara þegar þeir kölluðu eftir auknum sjálfstæðum rétti til orlofs. Þeir tóku að meðaltali 39 daga árið 2001 þegar orlofið var einn mánuður, 68 daga árið 2002 þegar það var tveir mánuðir og svo 97 daga um leið og þeir höfðu fengið rétt til þriggja mánaða orlofs árið 2003. Tæplega 90% feðra tók þá eitthvað fæðingarorlof. Þetta er í takt við það sem hefur gerst í öðrum löndum. Þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan fæðingarorlofsrétt þá nýta þeir hann, en rannsóknir sýna líka að mæður nýta alltaf orlof sem foreldrar geta skipt að vild. Sameiginlegur „frjáls“ réttur er því nær eingöngu nýttur af mæðrum. Þetta sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir fjölda daga sem foreldrar taka í fæðingarorlof. Tölurnar eru frá Fæðingarorlofssjóði. Meðalfjöldi daga í fæðingarorlofi: Mæður og feður. Skýringa á þessu misræmi á milli töku mæðra og feðra má finna í kynbundnum hindrunum. Feður virðast eiga erfitt með að taka lengra orlof en sem nemur sjálfstæðum rétti þeirra og hann virðist verða að einhvers konar viðmiði um hvað sé hæfilegt. Á sama tíma sýna rannsóknir að mæður sem taka styttra orlof fá skilaboð frá umhverfinu um að það sé ekki við hæfi. Þó margt hafi breyst varðandi viðhorf til foreldrahlutverksins þá er enn grunnt á eldri hugmyndum um að feður eigi að vera útvinnandi og mæður eigi að vera heimavinnandi og sinna umönnun. Þessar tölur sýna glögglega að til þess að tryggja börnum betur umönnun beggja foreldra þarf að auka sjálfstæðan rétt foreldra til fæðingarorlofs eins og lagt er til í nýju frumvarpi þar sem hvert foreldri fær sjálfstæðan rétt til 5 mánaða, í stað 4 mánaða eins og nú er, og geta svo ráðstafað 2 mánuðum að vild. Miðað við fyrri reynslu mun það því þýða að mæður munu taka 7 mánuði en feður 5 mánuði. Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild HÍ Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun