Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 20:24 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Í dag tók SA ákvörðun um að láta samningana standa og hætta við atkvæðagreiðsluna. Sólveig Anna var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar sagði hún að sér hafi þótt merkilegt að „verða vitni að því sjónarspili sem gengið hefur á síðustu daga, þessum skrípaleik sem Samtök atvinnulífsins settu á svið.“ Hún hafi sagt, og segi áfram, að það sem hún kallar aðför að kjörum þeirra lægst launuðu á Íslandi hafi verið með ólíkindum. „Ég vona bara að þetta verði lengi í minnum haft, og blekkingarnar sem viðhafðar voru um að forsendur samninganna væru brostnar voru svo óheiðarlegar að það er bara varla hægt að lýsa því,“ sagði Sólveig Anna. Þá segir hún SA löngum hafa vitað að ekki hafi verið þörf á að segja upp samningnum, þrátt fyrir stöðuna sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. „Þess vegna fór af stað þessi leiksýning sem breyttist svo í einhverskonar fjárkúgun á hendur stjórnvöldum,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til framlengingar stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds sem kynnt var í dag, ásamt öðrum aðgerðum sem ætlað er að styðja við vinnumarkaðinn. SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu Aðspurð hvor hún væri ekki sammála því að íslensk fyrirtæki eigi undir högg að sækja sagði Sólveig að þó svo væri hafi ekki verið þörf á að segja Lífskjarasamningnum upp. Það myndi bitna á lægst launaða fólki landsins. Útspil SA hafi snúist um að hafa launahækkanir af þeim hópi. „Ég hef komið þessu á framfæri við stjórnvöld og ég hef reynt að segja þetta í greinaskrifum. Ef fyrirtæki vill lækka launakostnað hjá sér, þar sem fólk er verulega yfirborgað, þá er það þeim bara í sjálfsvald sett. Það að Samtök atvinnulífsins hafi tekið þessa kjarasamninga í gíslingu, kjarasamninga sem ná yfir 120 þúsund manns um það bil á vinnumarkaði, er ótrúlegt.“ Þá sagði Sólveig að eina orðið sem henni dytti í hug yfir það sem hún hefði orðið vitni að sé „spilling.“ „Það hlýtur bara að vera einhverskonar spilling að stjórnvöld hafi ekki sett Halldóri Benjamín og Samtökum atvinnulífsins stólinn fyrir dyrnar. Ég er stórkostlega undrandi á því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi bara látið undan og hafi sjálf ekki virst upplifa að þetta væri aðför að öllu sem kalla mætti einhverskonar eðlilegt ástand í lýðræðislegu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér ofar í fréttinni. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Í dag tók SA ákvörðun um að láta samningana standa og hætta við atkvæðagreiðsluna. Sólveig Anna var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar sagði hún að sér hafi þótt merkilegt að „verða vitni að því sjónarspili sem gengið hefur á síðustu daga, þessum skrípaleik sem Samtök atvinnulífsins settu á svið.“ Hún hafi sagt, og segi áfram, að það sem hún kallar aðför að kjörum þeirra lægst launuðu á Íslandi hafi verið með ólíkindum. „Ég vona bara að þetta verði lengi í minnum haft, og blekkingarnar sem viðhafðar voru um að forsendur samninganna væru brostnar voru svo óheiðarlegar að það er bara varla hægt að lýsa því,“ sagði Sólveig Anna. Þá segir hún SA löngum hafa vitað að ekki hafi verið þörf á að segja upp samningnum, þrátt fyrir stöðuna sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. „Þess vegna fór af stað þessi leiksýning sem breyttist svo í einhverskonar fjárkúgun á hendur stjórnvöldum,“ segir Sólveig Anna og vísar þar til framlengingar stjórnvalda á lækkun tryggingagjalds sem kynnt var í dag, ásamt öðrum aðgerðum sem ætlað er að styðja við vinnumarkaðinn. SA hafi tekið kjarasamninga í gíslingu Aðspurð hvor hún væri ekki sammála því að íslensk fyrirtæki eigi undir högg að sækja sagði Sólveig að þó svo væri hafi ekki verið þörf á að segja Lífskjarasamningnum upp. Það myndi bitna á lægst launaða fólki landsins. Útspil SA hafi snúist um að hafa launahækkanir af þeim hópi. „Ég hef komið þessu á framfæri við stjórnvöld og ég hef reynt að segja þetta í greinaskrifum. Ef fyrirtæki vill lækka launakostnað hjá sér, þar sem fólk er verulega yfirborgað, þá er það þeim bara í sjálfsvald sett. Það að Samtök atvinnulífsins hafi tekið þessa kjarasamninga í gíslingu, kjarasamninga sem ná yfir 120 þúsund manns um það bil á vinnumarkaði, er ótrúlegt.“ Þá sagði Sólveig að eina orðið sem henni dytti í hug yfir það sem hún hefði orðið vitni að sé „spilling.“ „Það hlýtur bara að vera einhverskonar spilling að stjórnvöld hafi ekki sett Halldóri Benjamín og Samtökum atvinnulífsins stólinn fyrir dyrnar. Ég er stórkostlega undrandi á því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi bara látið undan og hafi sjálf ekki virst upplifa að þetta væri aðför að öllu sem kalla mætti einhverskonar eðlilegt ástand í lýðræðislegu samfélagi,“ sagði Sólveig Anna en viðtalið við hana má heyra í heild sinni hér ofar í fréttinni.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58
Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. 29. september 2020 14:50
Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18