Nýjasta stjarna Liverpool með kórónuveiruna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2020 17:53 Thiago mun ekki spila með Liverpool á næstunni. Michael Regan/Getty Images Thiago Alcântara, nýjasta stórstjarna Englandsmeistara Liverpool er einn þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liverpool festi kaup á hinum 29 ára gamla Spánverja í sumar en hann kom frá Evrópumeisturum Bayern München. Thiago kom af bekknum í 2-0 sigri Liverpool á Chelsea í 2. umferð úrvalsdeildarinnar en var ekki í leikmannahópi liðsins gegn bæði Lincoln City í deildarbikarnum né gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Nú hefur fengið staðfest að miðjumaðurinn knái er með kórónuveiruna og mun því þurfa að fara í einangrun. Töluvert er af kórónusmitum í ensku úrvalsdeildinni og er David Moyes - þjálfari West Ham United - í einangrun þessa dagana eftir að hafa greinst með Covid-19. Thiago Alcantara has tested positive for COVID-19 and is currently self-isolating according to the necessary guidelines.The club has, and will continue to follow, all protocols relating to COVID-19 and Thiago will remain in self-isolation for the required period of time.— Liverpool FC (@LFC) September 29, 2020 Þá fékk Paul Pogba, franski miðvallarleikmaður Manchester United, einnig veiruna í sumar. Hann jafnaði sig þó fljótt og hefur byrjað báða leiki Man Utd í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Ljóst er að Thiago missir allavega af leikjum Liverpool gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni sem og gegn Arsenal í deildarbikarnum. Englandsmeistararnir hafa byrjað tímabilið krafti og hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri smit greinst í ensku úrvalsdeildinni Samkvæmt nýjustu tölum ensku úrvalsdeildarinnar þá greindust tíu – leikmenn eða starfslið – með kórónuveiruna. Þríeykið hjá West Ham United er hluti af þessum tíu smitum. 28. september 2020 21:30 Zlatan með kórónuveiruna og mætir ekki Alfons Zlatan Ibrahimovic hefur samkvæmt ítölskum miðlum greinst með kórónuveiruna og verður hann því ekki með AC Milan í Evrópudeildinni í kvöld. 24. september 2020 13:31 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Thiago Alcântara, nýjasta stórstjarna Englandsmeistara Liverpool er einn þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liverpool festi kaup á hinum 29 ára gamla Spánverja í sumar en hann kom frá Evrópumeisturum Bayern München. Thiago kom af bekknum í 2-0 sigri Liverpool á Chelsea í 2. umferð úrvalsdeildarinnar en var ekki í leikmannahópi liðsins gegn bæði Lincoln City í deildarbikarnum né gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Nú hefur fengið staðfest að miðjumaðurinn knái er með kórónuveiruna og mun því þurfa að fara í einangrun. Töluvert er af kórónusmitum í ensku úrvalsdeildinni og er David Moyes - þjálfari West Ham United - í einangrun þessa dagana eftir að hafa greinst með Covid-19. Thiago Alcantara has tested positive for COVID-19 and is currently self-isolating according to the necessary guidelines.The club has, and will continue to follow, all protocols relating to COVID-19 and Thiago will remain in self-isolation for the required period of time.— Liverpool FC (@LFC) September 29, 2020 Þá fékk Paul Pogba, franski miðvallarleikmaður Manchester United, einnig veiruna í sumar. Hann jafnaði sig þó fljótt og hefur byrjað báða leiki Man Utd í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Ljóst er að Thiago missir allavega af leikjum Liverpool gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni sem og gegn Arsenal í deildarbikarnum. Englandsmeistararnir hafa byrjað tímabilið krafti og hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aldrei fleiri smit greinst í ensku úrvalsdeildinni Samkvæmt nýjustu tölum ensku úrvalsdeildarinnar þá greindust tíu – leikmenn eða starfslið – með kórónuveiruna. Þríeykið hjá West Ham United er hluti af þessum tíu smitum. 28. september 2020 21:30 Zlatan með kórónuveiruna og mætir ekki Alfons Zlatan Ibrahimovic hefur samkvæmt ítölskum miðlum greinst með kórónuveiruna og verður hann því ekki með AC Milan í Evrópudeildinni í kvöld. 24. september 2020 13:31 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Aldrei fleiri smit greinst í ensku úrvalsdeildinni Samkvæmt nýjustu tölum ensku úrvalsdeildarinnar þá greindust tíu – leikmenn eða starfslið – með kórónuveiruna. Þríeykið hjá West Ham United er hluti af þessum tíu smitum. 28. september 2020 21:30
Zlatan með kórónuveiruna og mætir ekki Alfons Zlatan Ibrahimovic hefur samkvæmt ítölskum miðlum greinst með kórónuveiruna og verður hann því ekki með AC Milan í Evrópudeildinni í kvöld. 24. september 2020 13:31