Mount skúrkurinn er Tottenham fór áfram eftir vítaspyrnukeppni 29. september 2020 20:55 Tottenham fagnar því að Mount hitti ekki markið í síðustu spyrnu Chelsea. Matt Dunham/Getty Images Tottenham Hotspur lagði Chelsea á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. Tottenham er þar með komið í 8-liða úrslit en á morgun sýnir Stöð 2 Sport leiki Everton gegn West Ham United sem og leik Brighton & Hove Albion gegn Manchester United. Áhugavert atvik átti sér stað í stöðunni 1-0 fyrir Chelsea er Eric Dier - leikmaður Tottenham - rauk þá inn í klefa eftir leyfi frá dómaranum. Svo virðist sem honum hafi orðið brátt í brók en skömmu síðar fór José Mourinho - þjálfari liðsins - einnig inn í klefa að reka á eftir honum. Þetta atvik virðist hafa haft góð áhrif á Tottenham en Erik Lamela jafnaði metin á 84. mínútu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Timo Werner hafði komið Chelsea yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið í fyrri hálfleik. Eins og áður sagði hafði atvikið góð áhrif á Tottenham og Dier var augljóslega létt enda var hann fyrsti maður Tottenham á vítapunktinn. Skoraði hann af öryggi líkt og allir samherjar hans í kvöld. Mason Mount var síðastur Chelsea manna og þurfti að skora til að tryggja bráðabana, það tókst ekki og Tottenham því komið áfram. Enski boltinn
Tottenham Hotspur lagði Chelsea á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. Tottenham er þar með komið í 8-liða úrslit en á morgun sýnir Stöð 2 Sport leiki Everton gegn West Ham United sem og leik Brighton & Hove Albion gegn Manchester United. Áhugavert atvik átti sér stað í stöðunni 1-0 fyrir Chelsea er Eric Dier - leikmaður Tottenham - rauk þá inn í klefa eftir leyfi frá dómaranum. Svo virðist sem honum hafi orðið brátt í brók en skömmu síðar fór José Mourinho - þjálfari liðsins - einnig inn í klefa að reka á eftir honum. Þetta atvik virðist hafa haft góð áhrif á Tottenham en Erik Lamela jafnaði metin á 84. mínútu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Timo Werner hafði komið Chelsea yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið í fyrri hálfleik. Eins og áður sagði hafði atvikið góð áhrif á Tottenham og Dier var augljóslega létt enda var hann fyrsti maður Tottenham á vítapunktinn. Skoraði hann af öryggi líkt og allir samherjar hans í kvöld. Mason Mount var síðastur Chelsea manna og þurfti að skora til að tryggja bráðabana, það tókst ekki og Tottenham því komið áfram.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti