Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 11:38 Um tíu prósentum gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Talið er að Zhenhua Data Information noti gervigreind til að safna upplýsingum um fólk af netinu og flokka þær. Vísir/Getty Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. Í frétt Stundarinnar hefur hluti nafna Íslendinga sem finna má á listanum verið birtur. Zhenhua Data Information, er sagt tengjast her og leyniþjónustu Kína og hefur fyrirtækið safnað upplýsingum um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra um heiminn allan. Að mestu byggir þessi gagnagrunnur á opnum gögnum, sem finna má á netinu, eins og meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. Fjölmiðlar hafa þó sagt að í gagnagrunninum megi finna leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Sjá einnig: Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Í umfjöllun Stundarinnar segir að fólkinu á listanum sé skipt í þrjá hópa. PEP, RCA og SIP. PEP nær yfir pólitískt tengt fólk. RCA yfir ættingja eða samstarfsmenn og SIP fyrir fólk sem hafi verið dæmt fyrir lögbrot. Einungis um 400 nöfn Íslendinga eru í gagnagrunninum sem lekið var en áætlað er að þau séu í raun um fjögur þúsund í gagnagrunninum öllum. Einungis tíu prósent gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Stundin hefur birt hluta þeirra nafna sem finna má á listanum. Til stendur að birta allan listann í næsta tölublaði Stundarinnar. Þar má finna þingmenn, embættismenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra. Þingmenn, núverandi og fyrrverandi: Bjarkey Gunnarsdóttir, Björg Friðleifsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Einarsson, Heiða Helgadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Óttar Proppé, Sigríður Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Embættismenn og dómarar: Aðalsteinn Leifsson, Auðunn Atlason, Ásdís Snævarr, Ástríður Grímsdóttir, Guðmundur Árnason, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hrafn Bragason, Logi Ólafsson, Hörður Zóphaníasson, Ingþór Eiríksson, Jón Egill Egilsson, Jón HB. Snorrason, Kristján Andri Stefánsson, Margrét Hauksdóttir, Maríanna Jónasdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Stefán Skjaldarsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, Þórir Ibsen og Þórir Skarphéðinsson. Viðskiptalífið: Auður Finnbogadóttir, Danielle Neben, Einar Þór Bjarnason, Elmar Svavarsson, Erlendur Magnússon, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Halldór Kristjánsson, Hörður Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jakob Falur Garðarsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Jón Guðni Ómarsson, Lilja Einarsdóttir, Reynir Vignir og Tryggvi Pálsson. Kína Íslendingar erlendis Netöryggi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. Í frétt Stundarinnar hefur hluti nafna Íslendinga sem finna má á listanum verið birtur. Zhenhua Data Information, er sagt tengjast her og leyniþjónustu Kína og hefur fyrirtækið safnað upplýsingum um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra um heiminn allan. Að mestu byggir þessi gagnagrunnur á opnum gögnum, sem finna má á netinu, eins og meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. Fjölmiðlar hafa þó sagt að í gagnagrunninum megi finna leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Sjá einnig: Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Í umfjöllun Stundarinnar segir að fólkinu á listanum sé skipt í þrjá hópa. PEP, RCA og SIP. PEP nær yfir pólitískt tengt fólk. RCA yfir ættingja eða samstarfsmenn og SIP fyrir fólk sem hafi verið dæmt fyrir lögbrot. Einungis um 400 nöfn Íslendinga eru í gagnagrunninum sem lekið var en áætlað er að þau séu í raun um fjögur þúsund í gagnagrunninum öllum. Einungis tíu prósent gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Stundin hefur birt hluta þeirra nafna sem finna má á listanum. Til stendur að birta allan listann í næsta tölublaði Stundarinnar. Þar má finna þingmenn, embættismenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra. Þingmenn, núverandi og fyrrverandi: Bjarkey Gunnarsdóttir, Björg Friðleifsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Einarsson, Heiða Helgadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Óttar Proppé, Sigríður Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Embættismenn og dómarar: Aðalsteinn Leifsson, Auðunn Atlason, Ásdís Snævarr, Ástríður Grímsdóttir, Guðmundur Árnason, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hrafn Bragason, Logi Ólafsson, Hörður Zóphaníasson, Ingþór Eiríksson, Jón Egill Egilsson, Jón HB. Snorrason, Kristján Andri Stefánsson, Margrét Hauksdóttir, Maríanna Jónasdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Stefán Skjaldarsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, Þórir Ibsen og Þórir Skarphéðinsson. Viðskiptalífið: Auður Finnbogadóttir, Danielle Neben, Einar Þór Bjarnason, Elmar Svavarsson, Erlendur Magnússon, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Halldór Kristjánsson, Hörður Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jakob Falur Garðarsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Jón Guðni Ómarsson, Lilja Einarsdóttir, Reynir Vignir og Tryggvi Pálsson.
Kína Íslendingar erlendis Netöryggi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira