Guðbjörg stefndi á Svíaleikinn áður en börnin reyndust tvö Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 08:31 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á EM 2017. Liðið stefnir á að komast á EM í Englandi sem fram fer 2022. vísir/getty Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. Guðbjörg er reyndar þegar búin að spila tvo leiki með U19-liði Djurgården og segir það hafa gengið vel. „Ég er kannski komin í 75-80% af mínu hæsta getustigi,“ segir Guðbjörg við Fotbollskanalen. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Betur en búist var við. Ég byrjaði á að taka markmannsæfingar og fyrir fjórum vikum fór ég að taka fullan þátt í æfingum með A-liðinu. Maður verður jú að byrja einhvers staðar. Kannski var þetta svolítið snemmt en ég er núna búin að spila tvo leiki með stelpunum í U19 og það hefur gengið vel. Betur en ég bjóst við,“ segir Guðbjörg. View this post on Instagram First win with these two in the stands #comeback A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) on Sep 6, 2020 at 8:50am PDT Guðbjörg segir óljóst hvenær hún byrji aftur að spila í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hafi rætt við þjálfarann Pierre Fondin fyrir fjórum vikum og sagst þurfa sex vikur áður en að það kæmi til greina. Æfingarnar og U19-leikirnir hafi hins vegar gengið vel og hún sé sífellt að verða betri. Ómögulegt að keppa við fólk sem fær að sofa Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli fyrir viku, í undankeppni EM. Liðin mætast að nýju í Gautaborg eftir mánuð og ekki er útilokað að þá verði Guðbjörg farin að spila fyrir aðallið Djurgården. Liðið leikur fjóra leiki fram að landsleiknum. Guðbjörg segir þó að kannski sé raunhæfara að stefna bara á næsta tímabil. „Ég hef ekki sett mér neitt markmið núna um það hvenær ég sný tilbaka. Þegar ég hélt að við værum að fara að eignast eitt barn þá stefndi ég að því að vera tilbúin fyrir Ísland-Svíþjóð, en það breyttist jú aðeins,“ segir Guðbjörg sem fæddi ekki bara eitt heldur tvö börn, með tilheyrandi aukaálagi utan vallar síðustu mánuði. „Stærsta vandamálið mitt er svefnleysið. Ég hef sagt við aðra að það sé nánast ómögulegt að vera að keppa við fólk sem fær að sofa,“ segir Guðbjörg og hlær. Hún bætir við: „Ef ég hefði eignast eitt barn sem hefði sofið vel þá tel ég að ég væri þegar byrjuð að spila aftur núna. En annar tvíburanna vaknar á hverri nóttu, á hverri klukkustundu. Þetta er því erfitt. Stundum er ég dauðþreytt þegar ég mæti á æfingu og þá spyr maður sig; „Til hvers er ég að þessu?“ Ég hef því ekki fundið rétta jafnvægið til að spila á hæsta stigi ennþá.“ Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30 Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04 Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. Guðbjörg er reyndar þegar búin að spila tvo leiki með U19-liði Djurgården og segir það hafa gengið vel. „Ég er kannski komin í 75-80% af mínu hæsta getustigi,“ segir Guðbjörg við Fotbollskanalen. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Betur en búist var við. Ég byrjaði á að taka markmannsæfingar og fyrir fjórum vikum fór ég að taka fullan þátt í æfingum með A-liðinu. Maður verður jú að byrja einhvers staðar. Kannski var þetta svolítið snemmt en ég er núna búin að spila tvo leiki með stelpunum í U19 og það hefur gengið vel. Betur en ég bjóst við,“ segir Guðbjörg. View this post on Instagram First win with these two in the stands #comeback A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) on Sep 6, 2020 at 8:50am PDT Guðbjörg segir óljóst hvenær hún byrji aftur að spila í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hafi rætt við þjálfarann Pierre Fondin fyrir fjórum vikum og sagst þurfa sex vikur áður en að það kæmi til greina. Æfingarnar og U19-leikirnir hafi hins vegar gengið vel og hún sé sífellt að verða betri. Ómögulegt að keppa við fólk sem fær að sofa Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli fyrir viku, í undankeppni EM. Liðin mætast að nýju í Gautaborg eftir mánuð og ekki er útilokað að þá verði Guðbjörg farin að spila fyrir aðallið Djurgården. Liðið leikur fjóra leiki fram að landsleiknum. Guðbjörg segir þó að kannski sé raunhæfara að stefna bara á næsta tímabil. „Ég hef ekki sett mér neitt markmið núna um það hvenær ég sný tilbaka. Þegar ég hélt að við værum að fara að eignast eitt barn þá stefndi ég að því að vera tilbúin fyrir Ísland-Svíþjóð, en það breyttist jú aðeins,“ segir Guðbjörg sem fæddi ekki bara eitt heldur tvö börn, með tilheyrandi aukaálagi utan vallar síðustu mánuði. „Stærsta vandamálið mitt er svefnleysið. Ég hef sagt við aðra að það sé nánast ómögulegt að vera að keppa við fólk sem fær að sofa,“ segir Guðbjörg og hlær. Hún bætir við: „Ef ég hefði eignast eitt barn sem hefði sofið vel þá tel ég að ég væri þegar byrjuð að spila aftur núna. En annar tvíburanna vaknar á hverri nóttu, á hverri klukkustundu. Þetta er því erfitt. Stundum er ég dauðþreytt þegar ég mæti á æfingu og þá spyr maður sig; „Til hvers er ég að þessu?“ Ég hef því ekki fundið rétta jafnvægið til að spila á hæsta stigi ennþá.“
Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30 Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04 Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30
Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04
Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti