Liverpool enn með fullt hús stiga eftir öruggan sigur á Arsenal 28. september 2020 20:55 Leikmenn Liverpool fagna marki Diego Jota í kvöld. Jason Cairnduff/Getty Images Englandsmeistarar Liverpool áttu ekki í miklum vandræðum með Arsenal er Skytturnar heimsóttu Anfield í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Öruggur 3-1 sigur Liverpool niðurstaðan þó svo að Arsenal hafi komist yfir í leiknum. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti en gestirnir komust óvænt yfir þegar Alexandre Lacazette fékk mark á silfurfati er Andrew Robertson ætlaði að hreinsa fyrirgjöf frá vinstri en það gekk ekki betur en svo að boltinn fór beint fyrir fætur Lacazette. Franski sóknarmaðurinn átti arfaslakt skot sem fór einhvern veginn í netið og Arsenal því 1-0 yfir eftir 25 mínútna leik en á þeim tímapunkti hafði Liverpool verið 75 prósent með boltann. Adam var þó ekki lengi í paradís en það tók heimamenn aðeins 147 sekúndur að jafna metin. Just 147 seconds between the two goals. https://t.co/KLtuFRMIpB— Squawka Football (@Squawka) September 28, 2020 Mohamed Salah fór þá illa með Kiernan Tierny og átti skot sem Bernd Leno varði ekki nægilega vel í marki Arsenal. Boltinn endaði hjá Sadio Mané sem gat ekki annað en skorað og staðan orðin 1-1. Robertson kom svo Liverpool yfir skömmu síðar þegar Trent Alexander-Arnold átti fyrirgjöf sem fór yfir alla varnarmenn gestanna og á skoska bakvörðinn sem tók við boltanum og potaði honum svo fram hjá Leno. Englandsmeistarar Liverpool því komnir 2-1 yfir þegar 35. mínútur voru liðnar af leiknum og þannig var staðan allt til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari héldu Liverpool áfram að ógna marki Arsenal en Lacazette fékk í tvígang tækifæri til að jafna metin. Í bæði slapp hann einn í gegn og í bæði skiptin varði Alisson frá honum. Sóknarmaðurinn var rangstæður í fyrra skiptið en það kom ekki að sök þar sem Brassinn var vel á verði í marki Englandsmeistaranna. Diego Jota lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í kvöld en hann kom frá Wolves fyrir 40 milljónir punda á dögunum. Jota fékk afbragðsfæri til að tryggja sigur Liverpool er hann átti skot úr þröngu en góðu færi í hliðarnetið. Portúgalinn lét það ekki á sig fá og gulltryggði sigurinn þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Fyrsta mark Jota í úrvalsdeildinni í treyju Liverpool í hans fyrsta leik. Leiknum lauk með 3-1 sigri Englandsmeistaranna og þeir því með fullt hús stiga þegar þremur umferðum er lokið. Á sama tíma var þetta fyrsta tap Arsenal í deildinni. Enski boltinn
Englandsmeistarar Liverpool áttu ekki í miklum vandræðum með Arsenal er Skytturnar heimsóttu Anfield í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Öruggur 3-1 sigur Liverpool niðurstaðan þó svo að Arsenal hafi komist yfir í leiknum. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti en gestirnir komust óvænt yfir þegar Alexandre Lacazette fékk mark á silfurfati er Andrew Robertson ætlaði að hreinsa fyrirgjöf frá vinstri en það gekk ekki betur en svo að boltinn fór beint fyrir fætur Lacazette. Franski sóknarmaðurinn átti arfaslakt skot sem fór einhvern veginn í netið og Arsenal því 1-0 yfir eftir 25 mínútna leik en á þeim tímapunkti hafði Liverpool verið 75 prósent með boltann. Adam var þó ekki lengi í paradís en það tók heimamenn aðeins 147 sekúndur að jafna metin. Just 147 seconds between the two goals. https://t.co/KLtuFRMIpB— Squawka Football (@Squawka) September 28, 2020 Mohamed Salah fór þá illa með Kiernan Tierny og átti skot sem Bernd Leno varði ekki nægilega vel í marki Arsenal. Boltinn endaði hjá Sadio Mané sem gat ekki annað en skorað og staðan orðin 1-1. Robertson kom svo Liverpool yfir skömmu síðar þegar Trent Alexander-Arnold átti fyrirgjöf sem fór yfir alla varnarmenn gestanna og á skoska bakvörðinn sem tók við boltanum og potaði honum svo fram hjá Leno. Englandsmeistarar Liverpool því komnir 2-1 yfir þegar 35. mínútur voru liðnar af leiknum og þannig var staðan allt til loka fyrri hálfleiks. Í þeim síðari héldu Liverpool áfram að ógna marki Arsenal en Lacazette fékk í tvígang tækifæri til að jafna metin. Í bæði slapp hann einn í gegn og í bæði skiptin varði Alisson frá honum. Sóknarmaðurinn var rangstæður í fyrra skiptið en það kom ekki að sök þar sem Brassinn var vel á verði í marki Englandsmeistaranna. Diego Jota lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í kvöld en hann kom frá Wolves fyrir 40 milljónir punda á dögunum. Jota fékk afbragðsfæri til að tryggja sigur Liverpool er hann átti skot úr þröngu en góðu færi í hliðarnetið. Portúgalinn lét það ekki á sig fá og gulltryggði sigurinn þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Fyrsta mark Jota í úrvalsdeildinni í treyju Liverpool í hans fyrsta leik. Leiknum lauk með 3-1 sigri Englandsmeistaranna og þeir því með fullt hús stiga þegar þremur umferðum er lokið. Á sama tíma var þetta fyrsta tap Arsenal í deildinni.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti