Framkvæmdastjóri Lamborghini tekur við Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. september 2020 07:01 Stefano Domenicali, þegar hann var liðsstjóri Ferrari. Vísir/Getty Stefano Domenicali, framkvæmdastjóri Lamborghini og fyrrum liðsstjóri Ferrari liðsins í Formúlu 1 mun taka við framkvæmdarstjórastöðu hjá Formúlu 1 á næsta ári. Domenicali mun mæta til starfa hjá Formúlu 1 í janúar á næsta ári. Núverandi framkvæmdastjóri, Chase Carey mun taka stjórnarsæti hjá fyrirtækinu sem rekur Formúlu 1, Liberty Media. „Ég er afar spenntur að koma inn í Formúlu 1, það er íþrótt sem hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Ég fæddist í Imola og bý í Monza. Ég hef haldið samböndum við kappakstursheiminn í gegnum starf mitt hjá einssæta nefndina hjá FIA, alþjóða akstursíþróttasambandinu og ég hlakka til að tengjast liðunum, styrktaraðilum og þeim samstarfsaðilum sem Formúla 1 hefur,“ sagði Domeincali. Hér að neðan má heyra viðtal við Domenicali um árin hjá Ferrari í hlaðvarpinu Beyond the Grid sem Formúla 1 heldur úti. „Síðustu sex ár hjá Audi og síðan sem stjórnandi Lamborghini hafa veitt mér víðari sýn og reynslu sem ég mun taka með mér til Formúlu 1,“ bætti Domenicali við. Domenicali var liðsstjóri Ferrari frá 2008 til 2014, eftir að hafa starfað hjá Ferrari Formúlu 1 liðinu frá 1991. Hann var þar í gegnum öll ár Michael Schumacher sem eru jafnframt bestu ár sögu Ferrari liðsins hvað varðar sigurhlutföll í heimsmeistarakeppnum bílasmiða og ökumanna. „Ég er viss um að við höfum smíðað sterkan grunn fyrir starfsemi fyrirtækisins og að vöxtur þess muni halda áfram,“ sagði Carey, fráfarandi framkvæmdastjóri. Formúla Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent
Stefano Domenicali, framkvæmdastjóri Lamborghini og fyrrum liðsstjóri Ferrari liðsins í Formúlu 1 mun taka við framkvæmdarstjórastöðu hjá Formúlu 1 á næsta ári. Domenicali mun mæta til starfa hjá Formúlu 1 í janúar á næsta ári. Núverandi framkvæmdastjóri, Chase Carey mun taka stjórnarsæti hjá fyrirtækinu sem rekur Formúlu 1, Liberty Media. „Ég er afar spenntur að koma inn í Formúlu 1, það er íþrótt sem hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Ég fæddist í Imola og bý í Monza. Ég hef haldið samböndum við kappakstursheiminn í gegnum starf mitt hjá einssæta nefndina hjá FIA, alþjóða akstursíþróttasambandinu og ég hlakka til að tengjast liðunum, styrktaraðilum og þeim samstarfsaðilum sem Formúla 1 hefur,“ sagði Domeincali. Hér að neðan má heyra viðtal við Domenicali um árin hjá Ferrari í hlaðvarpinu Beyond the Grid sem Formúla 1 heldur úti. „Síðustu sex ár hjá Audi og síðan sem stjórnandi Lamborghini hafa veitt mér víðari sýn og reynslu sem ég mun taka með mér til Formúlu 1,“ bætti Domenicali við. Domenicali var liðsstjóri Ferrari frá 2008 til 2014, eftir að hafa starfað hjá Ferrari Formúlu 1 liðinu frá 1991. Hann var þar í gegnum öll ár Michael Schumacher sem eru jafnframt bestu ár sögu Ferrari liðsins hvað varðar sigurhlutföll í heimsmeistarakeppnum bílasmiða og ökumanna. „Ég er viss um að við höfum smíðað sterkan grunn fyrir starfsemi fyrirtækisins og að vöxtur þess muni halda áfram,“ sagði Carey, fráfarandi framkvæmdastjóri.
Formúla Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent