Eldræða Mána um Stjörnuna sem vill sjá Hilmar á kantinum: „Þvaður frá upphafi til enda“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. september 2020 12:00 Hilmar Árni í afhroðinu gegn Val á dögunum. vísir/huldamargrét Það hefur ekki gengið vel hjá Stjörnunni að undanförnu. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum sínum en hafa þó einungis tapað einum og það var skellurinn gegn Val í síðustu viku. Stjarnan tapaði fyrir nágrönnum sínum í Breiðabliki á fimmtudaginn. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með 2-1 sigri Breiðabliks þá voru yfirburðir Blikana miklir og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Guðmundur Benediktsson, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar Björnsson fóru yfir í Pepsi Max Stúkunni á föstudagskvöldið hvað sé að hjá Stjörnunni. „Blikarnir voru margfalt betri og ég held að það hefði enginn getað kvartað yfir því að þessi leikur hafi farið 3 eða 4-1,“ sagði Þorkell Máni. „Ég næ ekki hvað Stjarnan var að brasa í þessum leik. Það er óskiljanlegt og mér fannst þeir ekki á neinum tímapunkti, fyrir utan að skora þetta mark, að þá var aldrei verið að bjóða upp á einhvern leik.“ „Maður var aldrei að hugsa: Heyrðu, Stjarnan er að fara skora. Það er eitthvað að fara gerast í Kópavoginum núna. Við erum að fara skora mark,“ sagði Þorkell Máni. Máni, sem er mikill Stjörnumaður og hefur aldrei farið leynt með það, segir að Hilmar Árni Halldórsson sem hefur verið týndur í undanförnum leikjum eigi ekki að spila inn á miðsvæðinu. „Hilmar Árni er í stöðu sem menn vilja kalla tíuna og sumir hafa verið með marga blauta drauma um að hann sé góð tía. Það er fyrir mér algjört þvaður frá upphafi til enda. Hilmar Árni er afleit tía að öllu leyti.“ „Þegar þú ert tíu þarftu að vera góðum í ákveðnum þáttum í varnarleik. Mér reiknast til að meirihlutinn sem Stjarnan hefur fengið á sig á þessari leiktíð hefur verið með Hilmar Árni inn í tíunni.“ „Það er auðveldara að loka svæðinu á kantinum og þar skapar hann mikið fleiri færi. Sú hugmynd að vera með hann inn í tíunni er mér algjörlega óskiljanleg,“ sagði Máni. Alla eldræðu Mána um Stjörnuna sem og alla umræðuna um lið Stjörnunnar má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Stjörnuna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira
Það hefur ekki gengið vel hjá Stjörnunni að undanförnu. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum sínum en hafa þó einungis tapað einum og það var skellurinn gegn Val í síðustu viku. Stjarnan tapaði fyrir nágrönnum sínum í Breiðabliki á fimmtudaginn. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með 2-1 sigri Breiðabliks þá voru yfirburðir Blikana miklir og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Guðmundur Benediktsson, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar Björnsson fóru yfir í Pepsi Max Stúkunni á föstudagskvöldið hvað sé að hjá Stjörnunni. „Blikarnir voru margfalt betri og ég held að það hefði enginn getað kvartað yfir því að þessi leikur hafi farið 3 eða 4-1,“ sagði Þorkell Máni. „Ég næ ekki hvað Stjarnan var að brasa í þessum leik. Það er óskiljanlegt og mér fannst þeir ekki á neinum tímapunkti, fyrir utan að skora þetta mark, að þá var aldrei verið að bjóða upp á einhvern leik.“ „Maður var aldrei að hugsa: Heyrðu, Stjarnan er að fara skora. Það er eitthvað að fara gerast í Kópavoginum núna. Við erum að fara skora mark,“ sagði Þorkell Máni. Máni, sem er mikill Stjörnumaður og hefur aldrei farið leynt með það, segir að Hilmar Árni Halldórsson sem hefur verið týndur í undanförnum leikjum eigi ekki að spila inn á miðsvæðinu. „Hilmar Árni er í stöðu sem menn vilja kalla tíuna og sumir hafa verið með marga blauta drauma um að hann sé góð tía. Það er fyrir mér algjört þvaður frá upphafi til enda. Hilmar Árni er afleit tía að öllu leyti.“ „Þegar þú ert tíu þarftu að vera góðum í ákveðnum þáttum í varnarleik. Mér reiknast til að meirihlutinn sem Stjarnan hefur fengið á sig á þessari leiktíð hefur verið með Hilmar Árni inn í tíunni.“ „Það er auðveldara að loka svæðinu á kantinum og þar skapar hann mikið fleiri færi. Sú hugmynd að vera með hann inn í tíunni er mér algjörlega óskiljanleg,“ sagði Máni. Alla eldræðu Mána um Stjörnuna sem og alla umræðuna um lið Stjörnunnar má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Stjörnuna
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00