Eldræða Mána um Stjörnuna sem vill sjá Hilmar á kantinum: „Þvaður frá upphafi til enda“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. september 2020 12:00 Hilmar Árni í afhroðinu gegn Val á dögunum. vísir/huldamargrét Það hefur ekki gengið vel hjá Stjörnunni að undanförnu. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum sínum en hafa þó einungis tapað einum og það var skellurinn gegn Val í síðustu viku. Stjarnan tapaði fyrir nágrönnum sínum í Breiðabliki á fimmtudaginn. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með 2-1 sigri Breiðabliks þá voru yfirburðir Blikana miklir og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Guðmundur Benediktsson, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar Björnsson fóru yfir í Pepsi Max Stúkunni á föstudagskvöldið hvað sé að hjá Stjörnunni. „Blikarnir voru margfalt betri og ég held að það hefði enginn getað kvartað yfir því að þessi leikur hafi farið 3 eða 4-1,“ sagði Þorkell Máni. „Ég næ ekki hvað Stjarnan var að brasa í þessum leik. Það er óskiljanlegt og mér fannst þeir ekki á neinum tímapunkti, fyrir utan að skora þetta mark, að þá var aldrei verið að bjóða upp á einhvern leik.“ „Maður var aldrei að hugsa: Heyrðu, Stjarnan er að fara skora. Það er eitthvað að fara gerast í Kópavoginum núna. Við erum að fara skora mark,“ sagði Þorkell Máni. Máni, sem er mikill Stjörnumaður og hefur aldrei farið leynt með það, segir að Hilmar Árni Halldórsson sem hefur verið týndur í undanförnum leikjum eigi ekki að spila inn á miðsvæðinu. „Hilmar Árni er í stöðu sem menn vilja kalla tíuna og sumir hafa verið með marga blauta drauma um að hann sé góð tía. Það er fyrir mér algjört þvaður frá upphafi til enda. Hilmar Árni er afleit tía að öllu leyti.“ „Þegar þú ert tíu þarftu að vera góðum í ákveðnum þáttum í varnarleik. Mér reiknast til að meirihlutinn sem Stjarnan hefur fengið á sig á þessari leiktíð hefur verið með Hilmar Árni inn í tíunni.“ „Það er auðveldara að loka svæðinu á kantinum og þar skapar hann mikið fleiri færi. Sú hugmynd að vera með hann inn í tíunni er mér algjörlega óskiljanleg,“ sagði Máni. Alla eldræðu Mána um Stjörnuna sem og alla umræðuna um lið Stjörnunnar má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Stjörnuna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Það hefur ekki gengið vel hjá Stjörnunni að undanförnu. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum sínum en hafa þó einungis tapað einum og það var skellurinn gegn Val í síðustu viku. Stjarnan tapaði fyrir nágrönnum sínum í Breiðabliki á fimmtudaginn. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með 2-1 sigri Breiðabliks þá voru yfirburðir Blikana miklir og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Guðmundur Benediktsson, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar Björnsson fóru yfir í Pepsi Max Stúkunni á föstudagskvöldið hvað sé að hjá Stjörnunni. „Blikarnir voru margfalt betri og ég held að það hefði enginn getað kvartað yfir því að þessi leikur hafi farið 3 eða 4-1,“ sagði Þorkell Máni. „Ég næ ekki hvað Stjarnan var að brasa í þessum leik. Það er óskiljanlegt og mér fannst þeir ekki á neinum tímapunkti, fyrir utan að skora þetta mark, að þá var aldrei verið að bjóða upp á einhvern leik.“ „Maður var aldrei að hugsa: Heyrðu, Stjarnan er að fara skora. Það er eitthvað að fara gerast í Kópavoginum núna. Við erum að fara skora mark,“ sagði Þorkell Máni. Máni, sem er mikill Stjörnumaður og hefur aldrei farið leynt með það, segir að Hilmar Árni Halldórsson sem hefur verið týndur í undanförnum leikjum eigi ekki að spila inn á miðsvæðinu. „Hilmar Árni er í stöðu sem menn vilja kalla tíuna og sumir hafa verið með marga blauta drauma um að hann sé góð tía. Það er fyrir mér algjört þvaður frá upphafi til enda. Hilmar Árni er afleit tía að öllu leyti.“ „Þegar þú ert tíu þarftu að vera góðum í ákveðnum þáttum í varnarleik. Mér reiknast til að meirihlutinn sem Stjarnan hefur fengið á sig á þessari leiktíð hefur verið með Hilmar Árni inn í tíunni.“ „Það er auðveldara að loka svæðinu á kantinum og þar skapar hann mikið fleiri færi. Sú hugmynd að vera með hann inn í tíunni er mér algjörlega óskiljanleg,“ sagði Máni. Alla eldræðu Mána um Stjörnuna sem og alla umræðuna um lið Stjörnunnar má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Stjörnuna
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00