Lítur á hvern nýjan dag sem gjöf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2020 19:38 Séra Karl Sigurbjörnsson segir trúna styrk í hörmungum á borð vði kórónuveiruna. „Mér líður ágætlega í dag, ég get ekki kvartað. Maður á að líta á hvern dag sem gjöf og þakka fyrir það. Við vitum það með lífið, það endar bara á einn veg.“ Þetta segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem berst við krabbamein. Karl fer um víðan völl í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Karl, sem er 73 ára, greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017. Meinið dreifðist í beinin. „Það var heilmikið áfall. Ég er búinn að horfa upp á fjóra bræður mína fara úr krabbameini. Fjórir af sex bræðrum,“ segir Karl í viðtalinu. „Svo hefur dóttir mín verið að glíma við það sama þetta umliðna ár. Það er erfiðast af öllu.“ Hann segist hafa verið í lyfjameðferð í hálft ár og sé nú á þriggja mánaða fresti í lyfjagjöf. Hann hafi ekki verið skorinn því meinið sé ekki skurðtækt. Hann leggur áherslu á að hann sé í höndum frábærra lækna og lýsir því þannig að hann sé á skilorði. Hann líti á hvern dag sem gjöf og hræðist ekki dauðann. Karl Sigurbjörnsson var sóknarprestur í Hallgrímskirkju um árabil og síðar biskup Íslands frá 1998 til 2012. Karl er virkur á Facebook þar sem hann deilir hugleiðingum sínum og les valin orð úr biblíunni. „Mér finnst þetta góður vettvangur til að koma á framfæri orðinu, trúnni. Ég hef fundið að það er þörf fyrir það og það er kallað eftir þessu. Það voru svo börnin mín sem ýttu mér út í það að taka upp myndbönd þar sem ég er með hugleiðingar. Þessi hugmynd kviknaði í kófinu í vor og ég fékk ótrúleg viðbrögð. Það er töluvert áhorf og ég er þakklátur fyrir það. Mér finnst þegar ég er að fikta við þennan vettvang að ég eigi að skilja eftir eitthvað jákvætt þar. Nóg er af neikvæðni og háði,“ segir Karl í Morgunblaðinu. Að neðan má sjá nýlegt innlegg Karls á samfélagsmiðlinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðkirkjan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Mér líður ágætlega í dag, ég get ekki kvartað. Maður á að líta á hvern dag sem gjöf og þakka fyrir það. Við vitum það með lífið, það endar bara á einn veg.“ Þetta segir Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem berst við krabbamein. Karl fer um víðan völl í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Karl, sem er 73 ára, greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017. Meinið dreifðist í beinin. „Það var heilmikið áfall. Ég er búinn að horfa upp á fjóra bræður mína fara úr krabbameini. Fjórir af sex bræðrum,“ segir Karl í viðtalinu. „Svo hefur dóttir mín verið að glíma við það sama þetta umliðna ár. Það er erfiðast af öllu.“ Hann segist hafa verið í lyfjameðferð í hálft ár og sé nú á þriggja mánaða fresti í lyfjagjöf. Hann hafi ekki verið skorinn því meinið sé ekki skurðtækt. Hann leggur áherslu á að hann sé í höndum frábærra lækna og lýsir því þannig að hann sé á skilorði. Hann líti á hvern dag sem gjöf og hræðist ekki dauðann. Karl Sigurbjörnsson var sóknarprestur í Hallgrímskirkju um árabil og síðar biskup Íslands frá 1998 til 2012. Karl er virkur á Facebook þar sem hann deilir hugleiðingum sínum og les valin orð úr biblíunni. „Mér finnst þetta góður vettvangur til að koma á framfæri orðinu, trúnni. Ég hef fundið að það er þörf fyrir það og það er kallað eftir þessu. Það voru svo börnin mín sem ýttu mér út í það að taka upp myndbönd þar sem ég er með hugleiðingar. Þessi hugmynd kviknaði í kófinu í vor og ég fékk ótrúleg viðbrögð. Það er töluvert áhorf og ég er þakklátur fyrir það. Mér finnst þegar ég er að fikta við þennan vettvang að ég eigi að skilja eftir eitthvað jákvætt þar. Nóg er af neikvæðni og háði,“ segir Karl í Morgunblaðinu. Að neðan má sjá nýlegt innlegg Karls á samfélagsmiðlinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þjóðkirkjan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira