Mætir í vinnuna í skógræktinni af gömlum vana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2020 12:39 Skógræktarsvæðið á Snæfoksstöðum er mjög fallegt og hefur gengið vel að rækta tré upp á svæðinu, sem er um 720 hektarar á stærð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ótrúlegur árangur hefur náðst í ræktun trjáa á Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem hluti af trjánum er komin yfir tuttugu metra á hæð. Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, sem hefur séð um svæðið var að láta af störfum eftir fimmtíu og fjögurra ára starf en þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna af gömlum vana. Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 750. Skógur félagsins er á um 720 hektara svæði á Snæfoksstöðum í Grímsnes og Grafningshreppi þar sem fjölbreyttum tegundum hefur verið plantað í gegnum árin, þó aðallega furu. Böðvar Guðmundsson þekkir svæðið manna best. „Við viljum helst rækta sem mest af greni en það er mikið furuland hérna, þess vegna höfum við sett mest niður af furu en auðvitað er það sem vex langmest eru aspir, þær vaxa tuttugu rúmmetra á hektara á ári, grenið er með tíu, furan er með fimm og birkið vex svo lítið að við höfum aldrei nennt að planta því hérna,“ segir Böðvar. Böðvar Guðmundsson, sem var að láta af störfum, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Hann mætir þó enn í vinnuna af gömlum vana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Böðvar segist vera mjög ánægður með hvað öspin er að koma vel út í skóginum. „Já, og hún framleiðir náttúrlega lang öflugasta og sterkasta viðinn, sem vex á Íslandi, það er ekki spurning. Það eru ánægjulegar fréttir því menn hafa fram að þessu ekki litið á ösp sem timburtré en menn eru kannski farnir að gera það núna eftir að hún hefur komið svona vel út úr tilraunum með styrkleika.“ Böðvar segir að tíu trjátegundir á Íslandi séu nú komnar yfir 20 metra á hæð, þessu hefði hann aldrei trúað fyrir 20 til 30 árum síðan. Nú eru tímamót hjá Böðvari, hann er að hætta störfum eftir 54 ár, geri aðrir betur. „Ég er nú eiginlega hættur en svo mæti ég í vinnuna eftir sem áður, af gömlum vana,“ segir Böðvar og hlær. Skógurinn á Snæfoksstöðum er opinn öllum þar sem fólk getur notið útvistarstar í dásamlegu umhverfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Skógrækt og landgræðsla Tímamót Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Ótrúlegur árangur hefur náðst í ræktun trjáa á Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem hluti af trjánum er komin yfir tuttugu metra á hæð. Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, sem hefur séð um svæðið var að láta af störfum eftir fimmtíu og fjögurra ára starf en þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna af gömlum vana. Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 750. Skógur félagsins er á um 720 hektara svæði á Snæfoksstöðum í Grímsnes og Grafningshreppi þar sem fjölbreyttum tegundum hefur verið plantað í gegnum árin, þó aðallega furu. Böðvar Guðmundsson þekkir svæðið manna best. „Við viljum helst rækta sem mest af greni en það er mikið furuland hérna, þess vegna höfum við sett mest niður af furu en auðvitað er það sem vex langmest eru aspir, þær vaxa tuttugu rúmmetra á hektara á ári, grenið er með tíu, furan er með fimm og birkið vex svo lítið að við höfum aldrei nennt að planta því hérna,“ segir Böðvar. Böðvar Guðmundsson, sem var að láta af störfum, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Hann mætir þó enn í vinnuna af gömlum vana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Böðvar segist vera mjög ánægður með hvað öspin er að koma vel út í skóginum. „Já, og hún framleiðir náttúrlega lang öflugasta og sterkasta viðinn, sem vex á Íslandi, það er ekki spurning. Það eru ánægjulegar fréttir því menn hafa fram að þessu ekki litið á ösp sem timburtré en menn eru kannski farnir að gera það núna eftir að hún hefur komið svona vel út úr tilraunum með styrkleika.“ Böðvar segir að tíu trjátegundir á Íslandi séu nú komnar yfir 20 metra á hæð, þessu hefði hann aldrei trúað fyrir 20 til 30 árum síðan. Nú eru tímamót hjá Böðvari, hann er að hætta störfum eftir 54 ár, geri aðrir betur. „Ég er nú eiginlega hættur en svo mæti ég í vinnuna eftir sem áður, af gömlum vana,“ segir Böðvar og hlær. Skógurinn á Snæfoksstöðum er opinn öllum þar sem fólk getur notið útvistarstar í dásamlegu umhverfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Skógrækt og landgræðsla Tímamót Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira