Man City niðurlægðir af Leicester á Etihad Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. september 2020 17:21 Leicester menn voru óstöðvandi í dag. vísir/Getty Óvænt úrslit litu dagsins ljós á Etihad leikvangnum í Manchester í dag þegar Manchester City fékk Leicester City í heimsókn. Riyad Mahrez kom Man City yfir snemma leiks gegn sínum gömlu félögum en Jamie Vardy sá til þess að staðan í leikhléi var jöfn eftir að hafa skorað af vítapunktinum á 37.mínútu. Vardy var langt frá því að vera hættur og hann kom sínu liði í forystu á 54.mínútu. Skömmu síðar fullkomnaði Vardy þrennu sínu með öðru marki úr vítaspyrnu og staðan orðin 1-3 fyrir gestunum. James Maddison kom inn af varamannabeknnum og var fljótur að stimpla sig inn með frábæru marki á 77.mínútu. Skömmu síðar klóraði Nathan Ake í bakkann fyrir heimamenn en Leicester átti engu að síður lokaorðið því Youri Tielemans gerði síðasta mark leiksins og það þriðja sem kom af vítapunktinum. Lokatölur 2-5 fyrir Leicester. Hreint ótrúleg úrslit en Man City var fyrir tímabilið talið eina liðið sem átti að eiga einhvern möguleika á að keppa við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Leicester er hins vegar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Enski boltinn
Óvænt úrslit litu dagsins ljós á Etihad leikvangnum í Manchester í dag þegar Manchester City fékk Leicester City í heimsókn. Riyad Mahrez kom Man City yfir snemma leiks gegn sínum gömlu félögum en Jamie Vardy sá til þess að staðan í leikhléi var jöfn eftir að hafa skorað af vítapunktinum á 37.mínútu. Vardy var langt frá því að vera hættur og hann kom sínu liði í forystu á 54.mínútu. Skömmu síðar fullkomnaði Vardy þrennu sínu með öðru marki úr vítaspyrnu og staðan orðin 1-3 fyrir gestunum. James Maddison kom inn af varamannabeknnum og var fljótur að stimpla sig inn með frábæru marki á 77.mínútu. Skömmu síðar klóraði Nathan Ake í bakkann fyrir heimamenn en Leicester átti engu að síður lokaorðið því Youri Tielemans gerði síðasta mark leiksins og það þriðja sem kom af vítapunktinum. Lokatölur 2-5 fyrir Leicester. Hreint ótrúleg úrslit en Man City var fyrir tímabilið talið eina liðið sem átti að eiga einhvern möguleika á að keppa við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Leicester er hins vegar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti